Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2016 19:15 Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að standa utan við loftlagssáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem þau telja hann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. Þetta átti þátt í því að Bandaríkjaforseta og leiðtogum Norðurlandanna mistókst að gera sérstakan norðurslóðasáttmála í Washington í síðustu viku.Ban Ki-moon í fylgd með þáverandi forsætisráðherrum Grænlands og Danmerkur, Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, fyrir tveimur árum. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden.Þessi afstaða Grænlendinga er afar neyðarleg fyrir ímynd loftlagssáttmálans í ljósi þess að Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór í sögulega heimsókn til Grænlands fyrir tveimur árum um hávetur til að beina sjónum að loftlagsvanda jarðar. Aðalritarinn ferðaðist um á hundasleða og veiddi fisk í gegnum vakir með heimamönnum til að vekja athygli á því hvaða áhrif bráðnun hafíss gæti haft á lífsskilyrði þjóða á norðurslóðum.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna með grænlenskum sleðahundum.SÞ/Mark Garten.Aðalritarinn virðist þarna hafa misreiknað vilja grænlenskra stjórnvalda því þau hafa ákveðið að nýta svæðisbundinn rétt sinn til að standa utan við skuldbindingar sáttmálans. Kjarni málsins er nefnilega sá að þau telja leiðina til efnahagslegs sjálfstæðis ekki felast í því að aka um á hundasleðum og veiða fisk í gegnum vakir heldur fremur með námagreftri úr fjöllum, eins og við bæinn Narssaq, sem talið er geyma úran. Grænland og landgrunn þess eru einnig talin auðug af eðalmálmum og olíu. Í yfirlýsingu Grænlendinga er lýst megnri óánægju með að í lokatexta Parísarsáttmálans hafi ekkert tillit verið tekið til óska frumbyggjaþjóða til efnahagsþróunar. Danska blaðið Politiken fjallar nánar um það sem virðist vera þversögn; að meðan ísinn bráðni þá segi Grænland nei við sáttmálanum. Þar kemur fram að núverandi áætlanir Grænlendinga um námavinnslu, olíuleit og iðnaðaruppbyggingu muni hugsanlega tvöfalda losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Aðild þýði að loftlagssáttmálinn muni refsa fyrirtækjum sem vilji hefja orkufreka námavinnslu eða aðra auðlindanýtingu á Grænlandi.Leiðtogar Norðurlandanna með Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í síðustu viku.Þessi afstaða Grænlendinga hafði meðal annars þau áhrif að áform um að Bandaríkjaforseti og leiðtogar Norðurlandanna gerðu sérstakan norðurslóðasáttmála í síðustu viku urðu að engu. Politiken segir að dönsk stjórnvöld og norsk hafi sagt nei. Tengdar fréttir Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00 Aðalritarinn í ævintýraferð á hundasleða á Grænlandi Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. 28. mars 2014 19:00 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að standa utan við loftlagssáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem þau telja hann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. Þetta átti þátt í því að Bandaríkjaforseta og leiðtogum Norðurlandanna mistókst að gera sérstakan norðurslóðasáttmála í Washington í síðustu viku.Ban Ki-moon í fylgd með þáverandi forsætisráðherrum Grænlands og Danmerkur, Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, fyrir tveimur árum. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden.Þessi afstaða Grænlendinga er afar neyðarleg fyrir ímynd loftlagssáttmálans í ljósi þess að Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór í sögulega heimsókn til Grænlands fyrir tveimur árum um hávetur til að beina sjónum að loftlagsvanda jarðar. Aðalritarinn ferðaðist um á hundasleða og veiddi fisk í gegnum vakir með heimamönnum til að vekja athygli á því hvaða áhrif bráðnun hafíss gæti haft á lífsskilyrði þjóða á norðurslóðum.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna með grænlenskum sleðahundum.SÞ/Mark Garten.Aðalritarinn virðist þarna hafa misreiknað vilja grænlenskra stjórnvalda því þau hafa ákveðið að nýta svæðisbundinn rétt sinn til að standa utan við skuldbindingar sáttmálans. Kjarni málsins er nefnilega sá að þau telja leiðina til efnahagslegs sjálfstæðis ekki felast í því að aka um á hundasleðum og veiða fisk í gegnum vakir heldur fremur með námagreftri úr fjöllum, eins og við bæinn Narssaq, sem talið er geyma úran. Grænland og landgrunn þess eru einnig talin auðug af eðalmálmum og olíu. Í yfirlýsingu Grænlendinga er lýst megnri óánægju með að í lokatexta Parísarsáttmálans hafi ekkert tillit verið tekið til óska frumbyggjaþjóða til efnahagsþróunar. Danska blaðið Politiken fjallar nánar um það sem virðist vera þversögn; að meðan ísinn bráðni þá segi Grænland nei við sáttmálanum. Þar kemur fram að núverandi áætlanir Grænlendinga um námavinnslu, olíuleit og iðnaðaruppbyggingu muni hugsanlega tvöfalda losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Aðild þýði að loftlagssáttmálinn muni refsa fyrirtækjum sem vilji hefja orkufreka námavinnslu eða aðra auðlindanýtingu á Grænlandi.Leiðtogar Norðurlandanna með Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í síðustu viku.Þessi afstaða Grænlendinga hafði meðal annars þau áhrif að áform um að Bandaríkjaforseti og leiðtogar Norðurlandanna gerðu sérstakan norðurslóðasáttmála í síðustu viku urðu að engu. Politiken segir að dönsk stjórnvöld og norsk hafi sagt nei.
Tengdar fréttir Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00 Aðalritarinn í ævintýraferð á hundasleða á Grænlandi Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. 28. mars 2014 19:00 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00
Aðalritarinn í ævintýraferð á hundasleða á Grænlandi Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. 28. mars 2014 19:00