Þjálfari Gunnars: Verðum að vinna þennan bardaga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. maí 2016 06:00 Írinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, naut þess að koma til Íslands á dögunum en hann var þá að undirbúa Gunnar Nelson fyrir bardagann gegn Albert Tumenov um helgina. „Það er allt of langt síðan ég kom síðast til Íslands. Það eru komin rúm tvö ár síðan núna. Það er talsvert þægilegra að koma hingað núna enda beint flug frá Dublin,“ segir Írinn geðþekki er íþróttadeild hitti hann á dögunum. „Ísland er nánast eins og mitt annað heimili. Ég var einu sinni hér í hálft ár og það er gott að vera kominn til baka.“ Kavanagh og Gunnar komu til Hollands í gær en það gekk mikið á dagana sem þeir voru að æfa á Íslandi. Þá var Conor McGregor með í för og hann sprengdi MMA-heiminn í loft upp með því að segjast vera hættur rétt áður en hann fór á æfingu í Mjölni. Þrátt fyrir öll lætin var þjálfarinn ánægður með æfingabúðirnar.Aldrei séð Gunna í svona góðu formi „Við byrjuðum aðeins seinna en venjulega og Gunni var að æfa með félögum sínum hjá Mjölni sem eru að standa sig frábærlega. Ég hef aldrei séð Gunna í svona góðu formi. Við höfum lagt mikla áherslu á líkamlegu hliðina og einnig unnið í tækninni. Conor vildi koma og hjálpa Gunnari á lokasprettinum. Þetta var góð vika hérna,“ segir Kavanagh en þeir æfðu í kjölfarið í Dublin áður en haldið var til Rotterdam í gær. Það var afar fátt sem gekk upp hjá Gunnari í síðasta bardaga hans gegn Demian Maia. Breyttu þeir einhverju núna? „Þeir eru mjög fáir sem eru eins tæknilega góðir og Maia. Strákurinn sem Gunnar mætir núna er meiri í boxi og sparkboxi frekar en jiu jitsu. Það er svolítið fyndið að hugsa til þess að Maia hafi verið kominn með svarta beltið í jiu jitsu áður en nokkur maður á Íslandi hafði heyrt um jiu jitsu,“ segir Kavanagh og glottir. „Við erum ekki að gera neinar stórar breytingar. Við höfum unnið meira í líkamlega ástandinu en áður. Það er ekki eins og við værum komnir aftur á byrjunarreit. Þetta var bara einn bardagi. Veltivigtin er galopin og bíður eftir því að einhver slái í gegn. Þar horfa margir til Gunna og Tumenov. Ég held að þetta sé því mjög mikilvægur bardagi fyrir veltivigtina í UFC.“ Gunnar hefur klárlega yfirburði gegn Tumenov í gólfinu en Rússinn er gríðarlega höggþungur. Rotari. Það hjálpaði því Gunnari að fá eins sterkan boxara og Conor McGregor í æfingabúðirnar.Gunnar og Kavanagh á góðri stund í SBG-íþróttasalnum í Dublin.vísir/bödGunnar vanur svona andstæðingum „Að sjálfsögðu hjálpar það. Bæði Conor og Tumenov eru með bakgrunn úr hnefaleikunum. Gunni er búinn að æfa með Conor í mörg ár. Strákar með svona stíl eru venjulega þeir sem Gunnar hefur verið að berjast gegn. Hann er vanur svona andstæðingum. Gunni er ekkert síðri standandi en ég held að það verði mikill gæðamunur á þeim í gólfinu,“ segir Írinn yfirvegaður. Tapið gegn Maia var auðmýkjandi fyrir Gunnar. Hann sá aldrei til sólar í bardaganum en tókst þó að lifa af þrjár lotur með Brasilíumanninum magnaða. „Það hefur aldrei vantað auðmýkt í Gunna. Eftir svona bardaga var hægt að gera tvennt. Hlaupa í burtu frá leiknum og hætta eða taka það jákvæða úr bardaganum. Ég las eftir bardagann að þessi bardagi hefði kennt Gunna mikið um að komast af. Hann veit núna að hann getur lent í mjög erfiðum aðstæðum, verið algjörlega búinn á því en samt komist í gegnum það. Að gefast ekki upp heldur halda áfram. Hann hættir ekki. Alveg sama í hverju hann lendir. Hluti af því að ná árangri er að nota töp til þess að styrkjast. Gunni hefur gert það.“Risastór tækifæri í veltivigtinni Þjálfarinn bendir á að þeir bestu í veltivigtinni séu farnir að reskjast og því séu stór tækifæri í kortunum fyrir Gunnar og fleiri. „Ef maður lítur á veltivigtina þá erum við meistarann, góða áskorendur eins og Maia og fleiri. Þeir eru allir um tíu árum eldri en Gunni. Þeir eru að klára sinn feril á næstu árum. Tumenov er 24 og Gunni 27 ára. Það er því risastórt tækifæri fyrir einhvern að koma inn af krafti í þyngdarflokkinn. Sá sem vinnur þennan bardaga tel ég að muni eiga möguleika á því að berjast um titilinn innan árs. Sérstaklega þar sem ég held að meistarinn muni hætta fljótlega. Þetta er gríðarlega mikilvægur bardagi og við megum ekki við öðrum mistökum í Hollandi. Við verðum að vinna þennan bardaga.“Kavanagh ásamt Conor McGregor sem hann þjálfar rétt eins og Gunnar.vísir/gettyPressan hefur ekki áhrif á Gunna Eftir tapið gegn Maia féll Gunnar út af styrkleikalista UFC og tap gegn Tumenov mun gera leiðina á toppinn enn lengri. Það er því mikið undir en Kavanagh sér ekki að pressan sé að fara illa með Gunnar. „Ef að pressan er að fara með hann þá gerir hann mjög vel í að leyna því. Ég á enn eftir að sjá Gunna sýna einhver merki um að pressan fari illa með hann í einhverju,“ segir Kavanagh og brosir breitt. „Ég held að Gunni sætti sig við þá stöðu sem hann er í núna. Hann fór með mig á snjósleða upp í fjöll í gær og lét mig finna fyrir pressunni þar. Hann hló bara og skemmti sér á meðan ég ríghélt í stýrið alveg skíthræddur. MMA er mun öruggara en það sem Gunni er að gera af sér dags daglega.“Á snjósleða tveim vikum fyrir bardaga Það vakti óneitanlega athygli að Gunnar væri að leika sér á snjósleða tveim vikum fyrir bardaga. Ekki beint skynsamlegasti undirbúningurinn. „Það er margt sem Gunni gerir sem aðrir gera ekki. Svona er hans eðli. Bardagaíþróttirnar skipta hann mjög miklu máli. Hann hefur lagt mikið á sig í aðdraganda þessa bardaga og við erum að reyna að stækka bensíntankinn hans aðeins. Hann nýtur þess samt líka að gera aðra hluti. Hann er ungur maður sem hefur gaman að því að leika sér í náttúrunni. Það getur enginn stöðvað hann í að gera það. Hvorki ég né faðir hans,“ segir Írinn og hlær dátt.Bardagi Gunnars og Tumenov fer fram þann 8. maí og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 18.00. Tryggðu þér áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Gunnar um Conor: Hann vildi hætta að dansa eins og api Efast um að McGregor vilji fara aftur niður í fjaðurvigt þó hann geti það vel. 3. maí 2016 12:00 Sjáðu Tumenov æfa í Rússlandi Þykir minna á Rocky Balboa úr Rocky IV. 2. maí 2016 12:00 Gunnar: Leið eins og að ég væri ekki í eigin líkama Mætir Albert Tumenov í Rotterdam á sunnudag en hann ræddi um síðasta bardaga sinn í þekktum MMA-þætti í Bandaríkjunum. 3. maí 2016 14:30 Gunnar tekur ábyrgð á trénu sem var fellt "Þykir nokkuð eðlilegt að fella svona tré,“ sagði Gunnar í viðtali við þekktasta MMA-bardagaíþróttafréttamann Bandaríkjanna. 3. maí 2016 08:45 Sjáðu frábærar myndir af Conor æfa með Gunnari Nelson og njóta lífsins á Íslandi Vikan sem Conor McGregor eyddi á Íslandi var viðburðarík í meira lagi. 29. apríl 2016 08:30 Komdu með bestu staðreyndina um Gunnar Nelson UFC í Evrópu stendur fyrir skemmtilegum leik um Gunnar Nelson á Twitter þessa dagana. 3. maí 2016 23:15 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ Sjá meira
Írinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, naut þess að koma til Íslands á dögunum en hann var þá að undirbúa Gunnar Nelson fyrir bardagann gegn Albert Tumenov um helgina. „Það er allt of langt síðan ég kom síðast til Íslands. Það eru komin rúm tvö ár síðan núna. Það er talsvert þægilegra að koma hingað núna enda beint flug frá Dublin,“ segir Írinn geðþekki er íþróttadeild hitti hann á dögunum. „Ísland er nánast eins og mitt annað heimili. Ég var einu sinni hér í hálft ár og það er gott að vera kominn til baka.“ Kavanagh og Gunnar komu til Hollands í gær en það gekk mikið á dagana sem þeir voru að æfa á Íslandi. Þá var Conor McGregor með í för og hann sprengdi MMA-heiminn í loft upp með því að segjast vera hættur rétt áður en hann fór á æfingu í Mjölni. Þrátt fyrir öll lætin var þjálfarinn ánægður með æfingabúðirnar.Aldrei séð Gunna í svona góðu formi „Við byrjuðum aðeins seinna en venjulega og Gunni var að æfa með félögum sínum hjá Mjölni sem eru að standa sig frábærlega. Ég hef aldrei séð Gunna í svona góðu formi. Við höfum lagt mikla áherslu á líkamlegu hliðina og einnig unnið í tækninni. Conor vildi koma og hjálpa Gunnari á lokasprettinum. Þetta var góð vika hérna,“ segir Kavanagh en þeir æfðu í kjölfarið í Dublin áður en haldið var til Rotterdam í gær. Það var afar fátt sem gekk upp hjá Gunnari í síðasta bardaga hans gegn Demian Maia. Breyttu þeir einhverju núna? „Þeir eru mjög fáir sem eru eins tæknilega góðir og Maia. Strákurinn sem Gunnar mætir núna er meiri í boxi og sparkboxi frekar en jiu jitsu. Það er svolítið fyndið að hugsa til þess að Maia hafi verið kominn með svarta beltið í jiu jitsu áður en nokkur maður á Íslandi hafði heyrt um jiu jitsu,“ segir Kavanagh og glottir. „Við erum ekki að gera neinar stórar breytingar. Við höfum unnið meira í líkamlega ástandinu en áður. Það er ekki eins og við værum komnir aftur á byrjunarreit. Þetta var bara einn bardagi. Veltivigtin er galopin og bíður eftir því að einhver slái í gegn. Þar horfa margir til Gunna og Tumenov. Ég held að þetta sé því mjög mikilvægur bardagi fyrir veltivigtina í UFC.“ Gunnar hefur klárlega yfirburði gegn Tumenov í gólfinu en Rússinn er gríðarlega höggþungur. Rotari. Það hjálpaði því Gunnari að fá eins sterkan boxara og Conor McGregor í æfingabúðirnar.Gunnar og Kavanagh á góðri stund í SBG-íþróttasalnum í Dublin.vísir/bödGunnar vanur svona andstæðingum „Að sjálfsögðu hjálpar það. Bæði Conor og Tumenov eru með bakgrunn úr hnefaleikunum. Gunni er búinn að æfa með Conor í mörg ár. Strákar með svona stíl eru venjulega þeir sem Gunnar hefur verið að berjast gegn. Hann er vanur svona andstæðingum. Gunni er ekkert síðri standandi en ég held að það verði mikill gæðamunur á þeim í gólfinu,“ segir Írinn yfirvegaður. Tapið gegn Maia var auðmýkjandi fyrir Gunnar. Hann sá aldrei til sólar í bardaganum en tókst þó að lifa af þrjár lotur með Brasilíumanninum magnaða. „Það hefur aldrei vantað auðmýkt í Gunna. Eftir svona bardaga var hægt að gera tvennt. Hlaupa í burtu frá leiknum og hætta eða taka það jákvæða úr bardaganum. Ég las eftir bardagann að þessi bardagi hefði kennt Gunna mikið um að komast af. Hann veit núna að hann getur lent í mjög erfiðum aðstæðum, verið algjörlega búinn á því en samt komist í gegnum það. Að gefast ekki upp heldur halda áfram. Hann hættir ekki. Alveg sama í hverju hann lendir. Hluti af því að ná árangri er að nota töp til þess að styrkjast. Gunni hefur gert það.“Risastór tækifæri í veltivigtinni Þjálfarinn bendir á að þeir bestu í veltivigtinni séu farnir að reskjast og því séu stór tækifæri í kortunum fyrir Gunnar og fleiri. „Ef maður lítur á veltivigtina þá erum við meistarann, góða áskorendur eins og Maia og fleiri. Þeir eru allir um tíu árum eldri en Gunni. Þeir eru að klára sinn feril á næstu árum. Tumenov er 24 og Gunni 27 ára. Það er því risastórt tækifæri fyrir einhvern að koma inn af krafti í þyngdarflokkinn. Sá sem vinnur þennan bardaga tel ég að muni eiga möguleika á því að berjast um titilinn innan árs. Sérstaklega þar sem ég held að meistarinn muni hætta fljótlega. Þetta er gríðarlega mikilvægur bardagi og við megum ekki við öðrum mistökum í Hollandi. Við verðum að vinna þennan bardaga.“Kavanagh ásamt Conor McGregor sem hann þjálfar rétt eins og Gunnar.vísir/gettyPressan hefur ekki áhrif á Gunna Eftir tapið gegn Maia féll Gunnar út af styrkleikalista UFC og tap gegn Tumenov mun gera leiðina á toppinn enn lengri. Það er því mikið undir en Kavanagh sér ekki að pressan sé að fara illa með Gunnar. „Ef að pressan er að fara með hann þá gerir hann mjög vel í að leyna því. Ég á enn eftir að sjá Gunna sýna einhver merki um að pressan fari illa með hann í einhverju,“ segir Kavanagh og brosir breitt. „Ég held að Gunni sætti sig við þá stöðu sem hann er í núna. Hann fór með mig á snjósleða upp í fjöll í gær og lét mig finna fyrir pressunni þar. Hann hló bara og skemmti sér á meðan ég ríghélt í stýrið alveg skíthræddur. MMA er mun öruggara en það sem Gunni er að gera af sér dags daglega.“Á snjósleða tveim vikum fyrir bardaga Það vakti óneitanlega athygli að Gunnar væri að leika sér á snjósleða tveim vikum fyrir bardaga. Ekki beint skynsamlegasti undirbúningurinn. „Það er margt sem Gunni gerir sem aðrir gera ekki. Svona er hans eðli. Bardagaíþróttirnar skipta hann mjög miklu máli. Hann hefur lagt mikið á sig í aðdraganda þessa bardaga og við erum að reyna að stækka bensíntankinn hans aðeins. Hann nýtur þess samt líka að gera aðra hluti. Hann er ungur maður sem hefur gaman að því að leika sér í náttúrunni. Það getur enginn stöðvað hann í að gera það. Hvorki ég né faðir hans,“ segir Írinn og hlær dátt.Bardagi Gunnars og Tumenov fer fram þann 8. maí og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 18.00. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Gunnar um Conor: Hann vildi hætta að dansa eins og api Efast um að McGregor vilji fara aftur niður í fjaðurvigt þó hann geti það vel. 3. maí 2016 12:00 Sjáðu Tumenov æfa í Rússlandi Þykir minna á Rocky Balboa úr Rocky IV. 2. maí 2016 12:00 Gunnar: Leið eins og að ég væri ekki í eigin líkama Mætir Albert Tumenov í Rotterdam á sunnudag en hann ræddi um síðasta bardaga sinn í þekktum MMA-þætti í Bandaríkjunum. 3. maí 2016 14:30 Gunnar tekur ábyrgð á trénu sem var fellt "Þykir nokkuð eðlilegt að fella svona tré,“ sagði Gunnar í viðtali við þekktasta MMA-bardagaíþróttafréttamann Bandaríkjanna. 3. maí 2016 08:45 Sjáðu frábærar myndir af Conor æfa með Gunnari Nelson og njóta lífsins á Íslandi Vikan sem Conor McGregor eyddi á Íslandi var viðburðarík í meira lagi. 29. apríl 2016 08:30 Komdu með bestu staðreyndina um Gunnar Nelson UFC í Evrópu stendur fyrir skemmtilegum leik um Gunnar Nelson á Twitter þessa dagana. 3. maí 2016 23:15 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ Sjá meira
Gunnar um Conor: Hann vildi hætta að dansa eins og api Efast um að McGregor vilji fara aftur niður í fjaðurvigt þó hann geti það vel. 3. maí 2016 12:00
Gunnar: Leið eins og að ég væri ekki í eigin líkama Mætir Albert Tumenov í Rotterdam á sunnudag en hann ræddi um síðasta bardaga sinn í þekktum MMA-þætti í Bandaríkjunum. 3. maí 2016 14:30
Gunnar tekur ábyrgð á trénu sem var fellt "Þykir nokkuð eðlilegt að fella svona tré,“ sagði Gunnar í viðtali við þekktasta MMA-bardagaíþróttafréttamann Bandaríkjanna. 3. maí 2016 08:45
Sjáðu frábærar myndir af Conor æfa með Gunnari Nelson og njóta lífsins á Íslandi Vikan sem Conor McGregor eyddi á Íslandi var viðburðarík í meira lagi. 29. apríl 2016 08:30
Komdu með bestu staðreyndina um Gunnar Nelson UFC í Evrópu stendur fyrir skemmtilegum leik um Gunnar Nelson á Twitter þessa dagana. 3. maí 2016 23:15