Formúla 1

Konur hafa ekki líkamlega burði til að keyra formúlubíl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ecclestone er hér með dóttur sinni og barnabarni meðal annars.
Ecclestone er hér með dóttur sinni og barnabarni meðal annars. vísir/getty
Hinn umdeildi yfirmaður Formúlu 1, Bernie Ecclestone, er búinn að gera allt brjálað með ummælum sínum um möguleikann á því að konur keppi í F1.

Ecclestone talaði beint frá hjartanu og sagði að það væri ekki hægt að taka kvenökumenn alvarlega. Konur hefðu ekki líkamlega burði til þess að keyra formúlubíl hratt.

Hann lét þessi umdeildu ummæli falla á auglýsingaráðstefnu. Þá sagði hann reyndar líka að Vladimir Pútin ætti að stýra Evrópu og að hann styddi Donald Trump í forsetakjöri Bandaríkjanna.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hinn 85 ára gamli Ecclestone gerir allt vitlaust með ummælum sínum.

Hann sagði áður að innflytjendur hefðu ekkert gert fyrir Bretland. Ecclestone hrósaði líka Hitler fyrir nokkrum árum síðan. Sagði að hann hefði verið maður sem kunni að koma hlutum í verk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×