„Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. apríl 2016 22:50 „Þegar Ólafur Ragnar sagði „no, no, no, no“ á CNN þá heyrði ég bara „yes, yes, yes and you won‘t find it,“ sagði forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Greint var frá því í Reykjavík Grapevine og Kjaranum í gær að fjölskylda Dorritar Moussiaeff, eiginkonu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, ætti félagið Lasca Finance Limited á Bresku jómfrúaeyjum. Forsetinn hafði áður staðfastlega neitað því að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum aflandsfélögum. Gögnin sem fréttin var unnin upp úr bárust fyrrnefndum fjölmiðlum frá Ástþóri. „Þegar forsetafrúin segir að hún hafi fært lögheimilið sitt til að taka við aldagömlu fjölskyldufyrirtæki þá er það lygi. Fyrirtækið var stofnað árið 1963,“ sagði Ástþór. Í viðtalinu nefndi Ástþór til sögunnar bókina Unholy Business eftir Ninu Burleigh. Bókin kom út árið 2009. „Það eru til tvær sögur af því hvernig Shlomo Moussaieff [faðir Dorritar] áskotnaðist auður sinn og það veltur á því hvort fólki líkar maðurinn eður ei hvora söguna það segir,“ segir meðal annars í bókinni. Í viðtalinu rekur Ástþór hluti sem koma fram í bókinni. Þar segir hann meðal annars að demantar úr verslunShlomo Moussaieff séu notaðir sem gjaldmiðill í vændiskaupum olíufursta og að hann hafi þurft að flýja Ísrael vegna ítrekaðra afbrota. „Hún [Dorrit] er að blekkja þjóðina því hún er með í vasanum, í einhverri hirslu, einhverri skúffu, hálsmen og stein sem pabbi hennar gaf henni og verðmæti hans er upp á milljarða. Þessi færanlegi auður hennar færi beint undir auðlegðarskatt hér á Íslandi. [...] Pabbi hennar flúði lögregluna í Ísrael árið 1963 og fyrir þremur árum þá flúði forsetafrú Íslands skattinn á Íslandi,“ segir Ástþór. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mörgum spurningum enn ósvarað um Dorrit, lögheimilið og aflandsfélagið Kastljósið hefur beinst að forsetahjónunum að undanförnu eftir að í ljós kom að Moussaieff fjölskyldan tengist félagi á aflandseyju. 26. apríl 2016 16:30 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
„Þegar Ólafur Ragnar sagði „no, no, no, no“ á CNN þá heyrði ég bara „yes, yes, yes and you won‘t find it,“ sagði forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Greint var frá því í Reykjavík Grapevine og Kjaranum í gær að fjölskylda Dorritar Moussiaeff, eiginkonu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, ætti félagið Lasca Finance Limited á Bresku jómfrúaeyjum. Forsetinn hafði áður staðfastlega neitað því að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum aflandsfélögum. Gögnin sem fréttin var unnin upp úr bárust fyrrnefndum fjölmiðlum frá Ástþóri. „Þegar forsetafrúin segir að hún hafi fært lögheimilið sitt til að taka við aldagömlu fjölskyldufyrirtæki þá er það lygi. Fyrirtækið var stofnað árið 1963,“ sagði Ástþór. Í viðtalinu nefndi Ástþór til sögunnar bókina Unholy Business eftir Ninu Burleigh. Bókin kom út árið 2009. „Það eru til tvær sögur af því hvernig Shlomo Moussaieff [faðir Dorritar] áskotnaðist auður sinn og það veltur á því hvort fólki líkar maðurinn eður ei hvora söguna það segir,“ segir meðal annars í bókinni. Í viðtalinu rekur Ástþór hluti sem koma fram í bókinni. Þar segir hann meðal annars að demantar úr verslunShlomo Moussaieff séu notaðir sem gjaldmiðill í vændiskaupum olíufursta og að hann hafi þurft að flýja Ísrael vegna ítrekaðra afbrota. „Hún [Dorrit] er að blekkja þjóðina því hún er með í vasanum, í einhverri hirslu, einhverri skúffu, hálsmen og stein sem pabbi hennar gaf henni og verðmæti hans er upp á milljarða. Þessi færanlegi auður hennar færi beint undir auðlegðarskatt hér á Íslandi. [...] Pabbi hennar flúði lögregluna í Ísrael árið 1963 og fyrir þremur árum þá flúði forsetafrú Íslands skattinn á Íslandi,“ segir Ástþór. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mörgum spurningum enn ósvarað um Dorrit, lögheimilið og aflandsfélagið Kastljósið hefur beinst að forsetahjónunum að undanförnu eftir að í ljós kom að Moussaieff fjölskyldan tengist félagi á aflandseyju. 26. apríl 2016 16:30 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03
Mörgum spurningum enn ósvarað um Dorrit, lögheimilið og aflandsfélagið Kastljósið hefur beinst að forsetahjónunum að undanförnu eftir að í ljós kom að Moussaieff fjölskyldan tengist félagi á aflandseyju. 26. apríl 2016 16:30
Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34