Innlent

Fréttir Stöðvar 2: Fornleifar taldar eftir íslenska víkinga finnast í Kanada

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Frá L'Anse aux Meadows nyrsta hluta Nýfundnalands í Kanada. Þar fundust fornleifar eftir víkinga árið 1960.
Frá L'Anse aux Meadows nyrsta hluta Nýfundnalands í Kanada. Þar fundust fornleifar eftir víkinga árið 1960. 365/Friðrik Þór Halldórsson
Fornleifafræðingar hafa fundið fornminjar í Kanada sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum.

Fornminjarnar fundust í Point Rosee í Nýfundnalandi og veita vísbendingar um að víkingarnir sem fóru til Norður-Ameríku hafi farið mörg hundruð kílómetrum lengra inn í álfuna en áður var talið. 

Árið 1960 fundust fornleifar á L'Anse aux Meadows, nyrsta hluta Nýfundnalands í Kanada. Svæðið var rannsakað og fornleifafræðingar sannfærðust um að um væri að ræða minjar frá víkingatímanum. Um leið var þetta staðfesting þess að víkingarnir hefðu numið land í Norður-Ameríku fyrstir Evrópubúa. Til þessa hefur ekkert annað svæði fundist, þangað til nú.  

Fornleifafundurinn í Point Rosee vekur heimsathygli enda gæti hann varpað skýrara ljósi á hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni, Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnadóttir komust.

Kristján Már Unnarsson
Kristján Már Unnarsson fréttamaður sem hefur slegið í gegn með þáttunum Landnemarnir mum fjalla um málið og setja þessi tíðindi í samhengi í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 

Fréttir Stöðvar 2 eru í opinni dagskrá kl. 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×