Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Nanna Elísa Jakobsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. apríl 2016 13:13 Ásmundur Friðriksson, Óli Björn Kárason, Unnur Brá Konráðsdóttir og Jón Gunnarsson. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. Þá gáfu þeir ekkert upp um afstöðu flokksins til vantrauststillögunnar sem stjórnarandstaðan hefur boðað. Þingflokkurinn fundaði vegna málsins í morgun og mun funda aftur núna eftir hádegi áður en þing kemur saman klukkan 15. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins boðað tillögu sem snýr að vantrausti á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem heldur einnig að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ætla má að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér verði rædd á fundi þingflokksins nú eftir hádegi. Ásmundur Friðriksson segir málið grafalvarlegt. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af þessu máli. Þetta er grafalvarlegt,“ segir Ásmundur Friðriksson. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að fara yfir málið í dag og að mikill þungi sé í mönnum. Ásmundur hafði ekki séð viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar Vísir náði af honum tali og vildi því ekki tjá sig um það að hann hygðist ekki segja af sér. „Við vonum bara að þetta fari vel.“ Ásmundur sagði vont að að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, væri fastur á erlendri grundu í dag. Óli Björn Kárason, varaþingmaður, segir menn hafa rætt hlutina af hreinskilni í morgun og muni halda áfram að gera það í dag. „Menn skilja alvarleika málsins en hins vegar er ekki verið að hlaupa í einhverju óðagoti fram,“ segir Óli Björn. Aðspurður um tillögu stjórnarandstöðunnar og afstöðu til hennar segist Óli Björn ætla að bíða eftir að hún komi fram. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Menn gera sér grein fyrir því að staðan er alvarleg,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann sagðist þó ekki getað tjáð sig um afstöðu sína gagnvart vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Sigmund Davíð. Það mál yrði rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins á eftir. „Við erum að fara yfir það hvernig brugðist skuli við þessu. Þurfum að fá svigrúm til þess að meta aðstæður.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis og formaður allsherjarnefndar, segir alvarlega stöðu vera uppi. „Við ætlum ekki að tjá okkur um það sem fram fór á fundinum í dag en þetta er auðvitað bara erfið staða, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Unnur Brá. Þá vildu þau Vilhjálmur Bjarnason og Valgerður Gunnarsdóttir ekki tjá sig um málið. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. Þá gáfu þeir ekkert upp um afstöðu flokksins til vantrauststillögunnar sem stjórnarandstaðan hefur boðað. Þingflokkurinn fundaði vegna málsins í morgun og mun funda aftur núna eftir hádegi áður en þing kemur saman klukkan 15. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins boðað tillögu sem snýr að vantrausti á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem heldur einnig að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ætla má að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér verði rædd á fundi þingflokksins nú eftir hádegi. Ásmundur Friðriksson segir málið grafalvarlegt. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af þessu máli. Þetta er grafalvarlegt,“ segir Ásmundur Friðriksson. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að fara yfir málið í dag og að mikill þungi sé í mönnum. Ásmundur hafði ekki séð viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar Vísir náði af honum tali og vildi því ekki tjá sig um það að hann hygðist ekki segja af sér. „Við vonum bara að þetta fari vel.“ Ásmundur sagði vont að að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, væri fastur á erlendri grundu í dag. Óli Björn Kárason, varaþingmaður, segir menn hafa rætt hlutina af hreinskilni í morgun og muni halda áfram að gera það í dag. „Menn skilja alvarleika málsins en hins vegar er ekki verið að hlaupa í einhverju óðagoti fram,“ segir Óli Björn. Aðspurður um tillögu stjórnarandstöðunnar og afstöðu til hennar segist Óli Björn ætla að bíða eftir að hún komi fram. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Menn gera sér grein fyrir því að staðan er alvarleg,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann sagðist þó ekki getað tjáð sig um afstöðu sína gagnvart vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Sigmund Davíð. Það mál yrði rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins á eftir. „Við erum að fara yfir það hvernig brugðist skuli við þessu. Þurfum að fá svigrúm til þess að meta aðstæður.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis og formaður allsherjarnefndar, segir alvarlega stöðu vera uppi. „Við ætlum ekki að tjá okkur um það sem fram fór á fundinum í dag en þetta er auðvitað bara erfið staða, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Unnur Brá. Þá vildu þau Vilhjálmur Bjarnason og Valgerður Gunnarsdóttir ekki tjá sig um málið.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent