Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Jóhann Óli eiðsson skrifar 6. apríl 2016 21:25 Sigurður Ingi og Bjarni tilkynna fréttamönnum niðurstöðu sína. vísir/ernir Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður enn við völd fram á haust en þá verður þing rofið og gengið til kosningar. Nákvæmur kjördagur liggur ekki fyrir. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, verðandi forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi nú áðan. „Samkomulag náðist okkar í milli að halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar. Það liggur fyrir skýr, stór meirihluti fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórnin mun starfa áfram eftir sama stjórnarsáttmála og flokkarnir munu halda sínum ráðherraembættum. Í máli ráðherranna kom fram að afnám gjaldeyrishafta væri stærsta þingmálið sem ætti eftir að afgreiða en það kæmi inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur. „Við ætlum að stíga viðbótarskref til að virkja lýðræðið og koma til móts við stöðuna sem hefur myndast. Við hyggjumst stefna að því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning veltur á framvindu þingmála,“ sagði Bjarni. Stytting um eitt löggjafarþing þýðir að kosið verður mjög snemma í haust eða síðla sumars.Utanþingsráðherra tilnefndur af Sigmundi Davíð „Það sem er mikilvægast er að ríkisstjórnin heldur áfram að vinna að þeim glæsilegu, stóru verkefnum sem við höfum unnið að. Við munum leggja áherslu á stóru málin fram að kosningum,“ sagði verðandi forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson. Í máli hans kom fram að algjör eining sé innan þingflokks Framsóknarflokksins með breytingarnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður óbreyttur þingmaður en inn í ríkisstjórnina kemur Lilja Alfreðsdóttir sem að undanförnu hefur starfað sem efnahagslegur ráðgjafi fráfarandi forsætisráðherra. Það var tillaga Sigmundar að Lilja tæki við ráðherraembætti. Ekki liggur fyrir við hvaða embætti hún mun taka eða hvort frekari breytingar verði á ráðherraksipan Framsóknarflokksins. Aðspurður um hvort ekki hefði komið til greina að rjúfa þing núna svaraði Bjarni því að svo hefði ekki verið. „Stjórnarandstaðan er í rusli og enginn flokkanna er að mælast vel. Það er einn flokkur sem mælist vel tímabundið.“ Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrausts- og þingrofstillögu á stjórnina. „Við munum svara þeirri tillögu með atkvæðum 38 stjórnarþingmanna.“ Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33 Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður enn við völd fram á haust en þá verður þing rofið og gengið til kosningar. Nákvæmur kjördagur liggur ekki fyrir. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, verðandi forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi nú áðan. „Samkomulag náðist okkar í milli að halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar. Það liggur fyrir skýr, stór meirihluti fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórnin mun starfa áfram eftir sama stjórnarsáttmála og flokkarnir munu halda sínum ráðherraembættum. Í máli ráðherranna kom fram að afnám gjaldeyrishafta væri stærsta þingmálið sem ætti eftir að afgreiða en það kæmi inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur. „Við ætlum að stíga viðbótarskref til að virkja lýðræðið og koma til móts við stöðuna sem hefur myndast. Við hyggjumst stefna að því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning veltur á framvindu þingmála,“ sagði Bjarni. Stytting um eitt löggjafarþing þýðir að kosið verður mjög snemma í haust eða síðla sumars.Utanþingsráðherra tilnefndur af Sigmundi Davíð „Það sem er mikilvægast er að ríkisstjórnin heldur áfram að vinna að þeim glæsilegu, stóru verkefnum sem við höfum unnið að. Við munum leggja áherslu á stóru málin fram að kosningum,“ sagði verðandi forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson. Í máli hans kom fram að algjör eining sé innan þingflokks Framsóknarflokksins með breytingarnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður óbreyttur þingmaður en inn í ríkisstjórnina kemur Lilja Alfreðsdóttir sem að undanförnu hefur starfað sem efnahagslegur ráðgjafi fráfarandi forsætisráðherra. Það var tillaga Sigmundar að Lilja tæki við ráðherraembætti. Ekki liggur fyrir við hvaða embætti hún mun taka eða hvort frekari breytingar verði á ráðherraksipan Framsóknarflokksins. Aðspurður um hvort ekki hefði komið til greina að rjúfa þing núna svaraði Bjarni því að svo hefði ekki verið. „Stjórnarandstaðan er í rusli og enginn flokkanna er að mælast vel. Það er einn flokkur sem mælist vel tímabundið.“ Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrausts- og þingrofstillögu á stjórnina. „Við munum svara þeirri tillögu með atkvæðum 38 stjórnarþingmanna.“
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33 Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00
Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07
Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33
Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07