Snorri gæti sloppið við að fara í aðgerð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. apríl 2016 06:30 Framhaldið ræðst hjá Snorra í dag. fréttablaðið/anton brink „Það er auðvitað hundfúlt að meiðast svona en það er lítið við þessu að gera. Svona er sportið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, en hann ristarbrotnaði í leiknum gegn Noregi á þriðjudag. „Ég veit eiginlega ekki hvernig þetta gerðist. Ég var að hlaupa til baka og virðist hafa rekist í annan mann og komið eitthvað vitlaust niður. Það er afar sérstakt að meiðast svona en það hefur nú loðað við mig að lenda í sérstökum meiðslum þá sjaldan ég meiðist. Ég hef verið heppinn hvað meiðsli varðar í gegnum tíðina.“ Farið var með Snorra upp á sjúkrahús í Þrándheimi þar sem í ljós kom að hann var ristarbrotinn. Læknir landsliðsins, Brynjólfur Jónsson, mun skoða myndirnar af Snorra og svo hitta hann í dag til þess að ákveða framhaldið. „Það á eftir að taka ákvörðun með framhaldið en við förum yfir þetta saman og í samráði við félag mitt í Frakklandi. Það lítur út fyrir að ég gæti sloppið við aðgerð en þó ekki hægt að fullyrða um það á þessari stundu. Það þarf að skoða þetta allt betur áður,“ segir Snorri en læknar segja að þetta geti þýtt að hann verði frá í að minnsta kosti átta til tíu vikur. Snorri er þó vongóður um að hann geti snúið fyrr til baka. „Ég held í vonina um að ná einhverjum leik eða leikjum á þessum mánuði sem er eftir af tímabilinu. Svo eru auðvitað mikilvægir leikir með landsliðinu í júní sem ég vil helst taka þátt í. Ég reyni að vera jákvæður og vonandi fæ ég einhver jákvæð svör eftir fundi mína með lækninum.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„Það er auðvitað hundfúlt að meiðast svona en það er lítið við þessu að gera. Svona er sportið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, en hann ristarbrotnaði í leiknum gegn Noregi á þriðjudag. „Ég veit eiginlega ekki hvernig þetta gerðist. Ég var að hlaupa til baka og virðist hafa rekist í annan mann og komið eitthvað vitlaust niður. Það er afar sérstakt að meiðast svona en það hefur nú loðað við mig að lenda í sérstökum meiðslum þá sjaldan ég meiðist. Ég hef verið heppinn hvað meiðsli varðar í gegnum tíðina.“ Farið var með Snorra upp á sjúkrahús í Þrándheimi þar sem í ljós kom að hann var ristarbrotinn. Læknir landsliðsins, Brynjólfur Jónsson, mun skoða myndirnar af Snorra og svo hitta hann í dag til þess að ákveða framhaldið. „Það á eftir að taka ákvörðun með framhaldið en við förum yfir þetta saman og í samráði við félag mitt í Frakklandi. Það lítur út fyrir að ég gæti sloppið við aðgerð en þó ekki hægt að fullyrða um það á þessari stundu. Það þarf að skoða þetta allt betur áður,“ segir Snorri en læknar segja að þetta geti þýtt að hann verði frá í að minnsta kosti átta til tíu vikur. Snorri er þó vongóður um að hann geti snúið fyrr til baka. „Ég held í vonina um að ná einhverjum leik eða leikjum á þessum mánuði sem er eftir af tímabilinu. Svo eru auðvitað mikilvægir leikir með landsliðinu í júní sem ég vil helst taka þátt í. Ég reyni að vera jákvæður og vonandi fæ ég einhver jákvæð svör eftir fundi mína með lækninum.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira