Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 17:30 Kári Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu. Vísir/Ernir Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. Það er lítið um það hjá samkynhneigðum íslenskum íþróttamönnum að þeir komi út úr skápnum og Hjörtur fékk til sín Kára Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu í handbolta kvenna, til að ræða þetta málefni. Hjörtur nefnir í byrjun stutt viðtal sem var við Kára á Gay Iceland en þar var Kári einmitt að velta þessu fyrir sér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," sagði Kári. „Það er mikið verk að vinna þarna og sumir segja að þetta sé síðasta vígi samkynhneigðra í þessum boltagreinum karlamegin. Hvert vígið á fætur öðru hefur verið að falla og við Íslendingar eru nokkuð framarlega hvernig við högum okkar málum gegn samkynhneigðu fólki," segir Kári. „Þetta er eitthvað sem ég hef trú á eftir 20 til 30 ár að verði eitthvað sem við horfum til baka, kíkjum í baksýnisspegilinn og sjáum þetta sem aðra sviðsmynd. Það þarf að opna þessa umræðu og það þarf að svipta hulunni af þessu," sagði Kári. „Ég hef ekki upplifað fordóma gegn samkynhneigðum íþróttamönnum sjálfur en ég hef heyrt eitt eða tvö dæmi í kringum mig. Svo hafa aðrir, sem hafa komið út úr skápnum og eru í boltagreinum, sagt frá því í viðtölum að þeir hafi fundið fyrir fordómum bæði frá þjálfurum og forystumönnum í íþróttafélögum. Þau dæmi sanna það að það er greinilega eitthvað að gerast því miður. Ég vona bara að þetta eldist af okkur," sagði Kári. „Afi minn hafði ekki mikið álit á samkynhneigðu fólki og hélt langar ræður um hvað þetta væri mikið óeðli. Hann sagði mér þá sögu alltaf árlega en eftir að ég kom út úr skápnum og sagði afa mínum frá því að ég væri hommi þá kom hann að virðingu fram við mig. Svo dó hann bara með sínar skoðanir að það væri gríðarlegt óeðli að vera samkynhneigður. Ég hef þá trú að með tíð og tíma þá rjátlist þetta af fólki," sagði Kári.Kári talar við sínar stelpur í Gróttuliðinu.Vísir/VilhelmKári kom út úr skápnum 26 ára gamall en hvernig var það? „Það var mjög sérstakt og gerðu það eiginlega óvart. Ég missti þetta út við bróður minn. Ég spyr mig stundum af því að ef að ég hefði ekki misst þetta út úr mér við bróðir minn hvort ég væri enn að leika þetta leikrit. Þetta var mjög sérstakur tími því ég var bæði að spila og að þjálfa á þessum tíma. Ég var búinn að ákveða það að ég þyrfti að hætta í íþróttum ef ég myndi gera þetta," sagði Kári. „Ég ólst upp á Akureyri og fyrirmyndirnar voru ekki margar, hvað þá að það væri fyrirmynd í íþróttum sem maður gæti litið til. Ég var búinn að ákveða það að þetta yrðu endalokin en annað kom á daginn," sagði Kári en hvernig tóku liðsfélagarnir þessu? „Bara mjög vel. Það sýnir það og sannar að maður er með þokkalegt fólk í kringum sig. Ef að allir vinir og félagar hefðu snúið bakinu við mér þá hefði þetta ekki verið merkilegur pappír sem maður var að umgangast. Það gekk mjög vel og ég hef ekki séð eftir þessu síðan þá," sagði Kári. Það má finna allt viðtalið við Kára í spilaranum hér fyrir ofan. Aðrar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. Það er lítið um það hjá samkynhneigðum íslenskum íþróttamönnum að þeir komi út úr skápnum og Hjörtur fékk til sín Kára Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu í handbolta kvenna, til að ræða þetta málefni. Hjörtur nefnir í byrjun stutt viðtal sem var við Kára á Gay Iceland en þar var Kári einmitt að velta þessu fyrir sér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," sagði Kári. „Það er mikið verk að vinna þarna og sumir segja að þetta sé síðasta vígi samkynhneigðra í þessum boltagreinum karlamegin. Hvert vígið á fætur öðru hefur verið að falla og við Íslendingar eru nokkuð framarlega hvernig við högum okkar málum gegn samkynhneigðu fólki," segir Kári. „Þetta er eitthvað sem ég hef trú á eftir 20 til 30 ár að verði eitthvað sem við horfum til baka, kíkjum í baksýnisspegilinn og sjáum þetta sem aðra sviðsmynd. Það þarf að opna þessa umræðu og það þarf að svipta hulunni af þessu," sagði Kári. „Ég hef ekki upplifað fordóma gegn samkynhneigðum íþróttamönnum sjálfur en ég hef heyrt eitt eða tvö dæmi í kringum mig. Svo hafa aðrir, sem hafa komið út úr skápnum og eru í boltagreinum, sagt frá því í viðtölum að þeir hafi fundið fyrir fordómum bæði frá þjálfurum og forystumönnum í íþróttafélögum. Þau dæmi sanna það að það er greinilega eitthvað að gerast því miður. Ég vona bara að þetta eldist af okkur," sagði Kári. „Afi minn hafði ekki mikið álit á samkynhneigðu fólki og hélt langar ræður um hvað þetta væri mikið óeðli. Hann sagði mér þá sögu alltaf árlega en eftir að ég kom út úr skápnum og sagði afa mínum frá því að ég væri hommi þá kom hann að virðingu fram við mig. Svo dó hann bara með sínar skoðanir að það væri gríðarlegt óeðli að vera samkynhneigður. Ég hef þá trú að með tíð og tíma þá rjátlist þetta af fólki," sagði Kári.Kári talar við sínar stelpur í Gróttuliðinu.Vísir/VilhelmKári kom út úr skápnum 26 ára gamall en hvernig var það? „Það var mjög sérstakt og gerðu það eiginlega óvart. Ég missti þetta út við bróður minn. Ég spyr mig stundum af því að ef að ég hefði ekki misst þetta út úr mér við bróðir minn hvort ég væri enn að leika þetta leikrit. Þetta var mjög sérstakur tími því ég var bæði að spila og að þjálfa á þessum tíma. Ég var búinn að ákveða það að ég þyrfti að hætta í íþróttum ef ég myndi gera þetta," sagði Kári. „Ég ólst upp á Akureyri og fyrirmyndirnar voru ekki margar, hvað þá að það væri fyrirmynd í íþróttum sem maður gæti litið til. Ég var búinn að ákveða það að þetta yrðu endalokin en annað kom á daginn," sagði Kári en hvernig tóku liðsfélagarnir þessu? „Bara mjög vel. Það sýnir það og sannar að maður er með þokkalegt fólk í kringum sig. Ef að allir vinir og félagar hefðu snúið bakinu við mér þá hefði þetta ekki verið merkilegur pappír sem maður var að umgangast. Það gekk mjög vel og ég hef ekki séð eftir þessu síðan þá," sagði Kári. Það má finna allt viðtalið við Kára í spilaranum hér fyrir ofan.
Aðrar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira