Geir Sveinsson ráðinn landsliðsþjálfari Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 15:30 Geir Sveinsson er næstur í röðinni til að leiða strákana okkar. vísir/getty Geir Sveinsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, var í dag ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Þetta kom fram á fréttamannafundi HSÍ. Geir tekur við starfinu af Aroni Kristjánssyni sem sagði starfi sínu lausu eftir dapurt Evrópumót í Póllandi, en Aron tók við starfinu þegar Guðmundur Guðmundsson hætti árið 2012.Mjög erfiðlega hefur gengið hjá HSÍ að ganga frá þjálfararáðningu eða í það minnsta tilkynna hana opinberlega. Í dag eru 69 dagar síðan Aron Kristjánsson lét af störfum.Sjá einnig:Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Handknattleikssambandið þurfti að kynna nýjan mann til leiks fyrir helgi því fyrir stafni er vináttulandsleikur við Noreg eftir þrjá daga, en ekki er enn búið að tilkynna landsliðshóp fyrir leikina tvo gegn Norðmönnum.Það er þó búið að forvinna málið að því er Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í fyrradag.Geir Sveinsson og Julian Róbert Duranuna fagna árangrinum í Kúmamótó.vísir/þorvaldur örnÍþróttamaður ársins Geir Sveinsson er einn dáðasti landsliðsmaður Íslandssögunnar en hann var fyrirliði íslenska liðsins um langt skeið og var kjörinn íþróttamaður ársins árið 1997. Hann var þá fyrirliði íslenska landsliðsins sem náði fimmta sæti á HM í Kúmamótó en á þeim tíma lék hann með Montpellier HB í Frakklandi. Geir hóf sinn feril með uppeldisfélaginu Val og varð margsinnis Íslands- og bikarmeistari áður en hann hélt í atvinnumennsku til Granollers á Spáni árið 1989. Hann spilaði svo með CMB Alzira Avidesa, Montpellier og Wuppertal til ársins 1999 þegar hann kom aftur heim.Sjá einnig:Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Eftir 340 landsleiki og 502 mörk lagði Geir landsliðsskóna á hilluna eftir sigur á Sviss í umspilsleik í Kaplakrika árið 1999 sem kom Íslandi á EM í Króatíu 2000. Hann tók ekki þátt í mótinu. Geir tók við þjálfun Vals árið 1999 og tók öðru hverju fram skóna og spilaði í vörn liðsins. Fyrsta árið hafnaði Valsliðið í níunda sæti í deildinni og komst ekki í úrslitakeppnina. Tímabilið 2000–2001 gekk hins vegar betur en þá komst liðið í undanúrslit. Ári síðar kom Geir Valsliðinu í úrslitarimmuna og komst þar 2-0 yfir gegn KA en tapaði 3-2 eftir magnaðan oddaleik á Hlíðarenda. Hann ætti að þjálfa Val 2004.Geir Sveinsson var aðalsérfræðingur Stöðvar 2 Sports á HM 2013.vísir/stefánFrábær með Magdeburg Geir sneri aftur í þjálfun árið 2009 og kom Gróttu þá örugglega upp úr 1. deild í efstu deild. Hann féll með liðið ári síðar en kom Gróttu aftur upp í fyrstu tilraun 2011. Hann hætti þá störfum hjá Gróttu. Árið 2012 var Geir ráðinn þjálfari A1 Bregenz í Austurríki þar sem hann náði góðum og eftirtektarverðum árangri. Það skilaði honum einu af flottustu störfunum í þýska boltanum; þjálfarastarfinu hjá Magdeburg. Geir kom Magdeburg, sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri undanfarinn áratug, í úrslit bikarsins og í Evrópukeppni á fyrsta ári en var látinn taka pokann sinn í byrjun leiktíðar eftir erfiða byrjun liðsins. Hann hefur verið atvinnulaus síðan. Geir var á sínum ferli sem leikmaður þekktur sem frábær varnarmaður en sem þjálfari hefur hann vanalega lagt mikið upp úr sterkum varnarleik en þannig náði Magdeburg t.a.m. árangri á síðustu leiktíð. Fyrsta verkefni Geirs verður sem fyrr segir æfingaleikir gegn Noregi í Þrándheimi en fyrsta stóra verkefni hans verður að leggja Portúgal í tveimur leikjum heima og að heiman í umspili um laust sæti á HM 2017.Blaðamannafundur HSÍ var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku má honum má sjá í heild sinni hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ekki búið að velja hópinn fimm dögum fyrir landsleik Norska landsliðið kemur saman í dag til þess að undirbúa sig fyrir landsleiki gegn Íslandi enda aðeins fimm dagar í fyrri leikinn. 29. mars 2016 10:44 Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15 „Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið“ Framkvæmdastjóri HSÍ vongóður um að nýr landsliðsþjálfari verði ráðinn fyrir æfingaleiki gegn Noregi í apríl. 8. mars 2016 12:46 Fimm dagar í næsta leik og enn enginn landsliðsþjálfari Formaður HSÍ vonast samt til þess að ráða þjálfara í vikunni og að hann fari með til Noregs. 29. mars 2016 06:00 Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Geir Sveinsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, var í dag ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Þetta kom fram á fréttamannafundi HSÍ. Geir tekur við starfinu af Aroni Kristjánssyni sem sagði starfi sínu lausu eftir dapurt Evrópumót í Póllandi, en Aron tók við starfinu þegar Guðmundur Guðmundsson hætti árið 2012.Mjög erfiðlega hefur gengið hjá HSÍ að ganga frá þjálfararáðningu eða í það minnsta tilkynna hana opinberlega. Í dag eru 69 dagar síðan Aron Kristjánsson lét af störfum.Sjá einnig:Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Handknattleikssambandið þurfti að kynna nýjan mann til leiks fyrir helgi því fyrir stafni er vináttulandsleikur við Noreg eftir þrjá daga, en ekki er enn búið að tilkynna landsliðshóp fyrir leikina tvo gegn Norðmönnum.Það er þó búið að forvinna málið að því er Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í fyrradag.Geir Sveinsson og Julian Róbert Duranuna fagna árangrinum í Kúmamótó.vísir/þorvaldur örnÍþróttamaður ársins Geir Sveinsson er einn dáðasti landsliðsmaður Íslandssögunnar en hann var fyrirliði íslenska liðsins um langt skeið og var kjörinn íþróttamaður ársins árið 1997. Hann var þá fyrirliði íslenska landsliðsins sem náði fimmta sæti á HM í Kúmamótó en á þeim tíma lék hann með Montpellier HB í Frakklandi. Geir hóf sinn feril með uppeldisfélaginu Val og varð margsinnis Íslands- og bikarmeistari áður en hann hélt í atvinnumennsku til Granollers á Spáni árið 1989. Hann spilaði svo með CMB Alzira Avidesa, Montpellier og Wuppertal til ársins 1999 þegar hann kom aftur heim.Sjá einnig:Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Eftir 340 landsleiki og 502 mörk lagði Geir landsliðsskóna á hilluna eftir sigur á Sviss í umspilsleik í Kaplakrika árið 1999 sem kom Íslandi á EM í Króatíu 2000. Hann tók ekki þátt í mótinu. Geir tók við þjálfun Vals árið 1999 og tók öðru hverju fram skóna og spilaði í vörn liðsins. Fyrsta árið hafnaði Valsliðið í níunda sæti í deildinni og komst ekki í úrslitakeppnina. Tímabilið 2000–2001 gekk hins vegar betur en þá komst liðið í undanúrslit. Ári síðar kom Geir Valsliðinu í úrslitarimmuna og komst þar 2-0 yfir gegn KA en tapaði 3-2 eftir magnaðan oddaleik á Hlíðarenda. Hann ætti að þjálfa Val 2004.Geir Sveinsson var aðalsérfræðingur Stöðvar 2 Sports á HM 2013.vísir/stefánFrábær með Magdeburg Geir sneri aftur í þjálfun árið 2009 og kom Gróttu þá örugglega upp úr 1. deild í efstu deild. Hann féll með liðið ári síðar en kom Gróttu aftur upp í fyrstu tilraun 2011. Hann hætti þá störfum hjá Gróttu. Árið 2012 var Geir ráðinn þjálfari A1 Bregenz í Austurríki þar sem hann náði góðum og eftirtektarverðum árangri. Það skilaði honum einu af flottustu störfunum í þýska boltanum; þjálfarastarfinu hjá Magdeburg. Geir kom Magdeburg, sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri undanfarinn áratug, í úrslit bikarsins og í Evrópukeppni á fyrsta ári en var látinn taka pokann sinn í byrjun leiktíðar eftir erfiða byrjun liðsins. Hann hefur verið atvinnulaus síðan. Geir var á sínum ferli sem leikmaður þekktur sem frábær varnarmaður en sem þjálfari hefur hann vanalega lagt mikið upp úr sterkum varnarleik en þannig náði Magdeburg t.a.m. árangri á síðustu leiktíð. Fyrsta verkefni Geirs verður sem fyrr segir æfingaleikir gegn Noregi í Þrándheimi en fyrsta stóra verkefni hans verður að leggja Portúgal í tveimur leikjum heima og að heiman í umspili um laust sæti á HM 2017.Blaðamannafundur HSÍ var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku má honum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ekki búið að velja hópinn fimm dögum fyrir landsleik Norska landsliðið kemur saman í dag til þess að undirbúa sig fyrir landsleiki gegn Íslandi enda aðeins fimm dagar í fyrri leikinn. 29. mars 2016 10:44 Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15 „Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið“ Framkvæmdastjóri HSÍ vongóður um að nýr landsliðsþjálfari verði ráðinn fyrir æfingaleiki gegn Noregi í apríl. 8. mars 2016 12:46 Fimm dagar í næsta leik og enn enginn landsliðsþjálfari Formaður HSÍ vonast samt til þess að ráða þjálfara í vikunni og að hann fari með til Noregs. 29. mars 2016 06:00 Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Ekki búið að velja hópinn fimm dögum fyrir landsleik Norska landsliðið kemur saman í dag til þess að undirbúa sig fyrir landsleiki gegn Íslandi enda aðeins fimm dagar í fyrri leikinn. 29. mars 2016 10:44
Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15
„Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið“ Framkvæmdastjóri HSÍ vongóður um að nýr landsliðsþjálfari verði ráðinn fyrir æfingaleiki gegn Noregi í apríl. 8. mars 2016 12:46
Fimm dagar í næsta leik og enn enginn landsliðsþjálfari Formaður HSÍ vonast samt til þess að ráða þjálfara í vikunni og að hann fari með til Noregs. 29. mars 2016 06:00
Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00
HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. 31. mars 2016 11:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti