Erlent

Handsömuðu mann sem grunaður er um að skipuleggja hryðjuverkaárás

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi handtökunnar í Rotterdam
Frá vettvangi handtökunnar í Rotterdam Vísir/AFP
Hollenska lögreglan handtók í dag 32 ára gamlan Frakka í Rotterdam. Maðurinn er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaáras í Frakklandi í samstarfi við annan mann sem handtekinn var á fimmtudag.

Það voru frönsk yfirvöld sem óskuðu eftir því að maðurinn yrði handtekinn og búist er við því að hann verði framseldur til Frakklands á næstu dögum. Talið er að hann tengist hryðjuverkaárásum ISIS í París í nóvember á síðasta ári. Er hann einnig sakaður um að hafa starfað með manni að nafni Reda Kriket sem handtekinn var í Frakklandi á fimmtudag.

Þrír aðrir voru einnig handteknir í aðgerðum lögreglu í Rotterdam en lögregla réðst til atlögu í íbúahverfi í vesturhluta borgarinnar en rýma þurfti fjölmörg hús vegna aðgerðarinnar.

Lögregluyfirvöld í Evrópu hafa handtekið menn um álfuna vegna tengsla þeirra við hryðjuverkin í Brussel á þriðjudag. Þá hafa nokkrir verið ákærðir fyrir aðild sína að hryðjuverkunum þar sem 31 lét lífið og 300 særðust.


Tengdar fréttir

Fleiri árásir voru í bígerð

Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×