Erlent

Tveir ákærðir í tengslum við árásirnar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ekki hefur fengist staðfest að maðurinn, sem hér er merktur með hring, sé í haldi lögreglu. Því hefur þó verið gert í skóna.
Ekki hefur fengist staðfest að maðurinn, sem hér er merktur með hring, sé í haldi lögreglu. Því hefur þó verið gert í skóna.
Tveir menn hafa verið ákærður fyrir þátt sinn í sprengjuárásunum á Zaventem-flugstöðina og Maelbeek neðanjarðarlestarstöðina í Brussel á þriðjudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá saksóknara þar í landi.

Annar mannanna er nefndur Faycal C í tilkynningunni en nafn hans er ekki tilgreint frekar. Erlendir fjölmiðlar, þar á meðal Reuters, segja að þar sé á ferðinni maður að nafni Faycal Cheffou sem starfað hefur sem blaðamaður. Ekki hefur fengist staðfest að þar sé á ferðinni ljósklæddi maðurinn sem festur var á filmu öryggismyndavéla Zaventem vallar. Hinn maðurinn sem hefur verið áærður er nefndur Rabah N í tilkynningunni.

Leit var gerð á heimili Cheffou á fimmtudag en engin vopn fundust þar. Manninum er gert að sök að hafa tekið þátt í starfsemi hryðjuverkahóps og hryðjuverkaárás.

Í tilkynningu frá stjórnendum Zaventem flugvallar kemur fram að völlurinn muni vera lokaður áfram þar til á þriðjudag í næstu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×