Formúla 1

Button: Enn mikil vinna framundan

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Jenson Button á æfingum í Barselóna.
Jenson Button á æfingum í Barselóna. Vísir/Getty
Jenson Button ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur ekki viljað spá fyrir um gengi liðsins á komandi tímabili. Hann segir að enn sé mikil vinna framundan vilji liðið verða samkeppnishæft.

McLaren-Honda átti ekki gott tímabil í fyrra og skorti bæði upp á getu bílsins og áreiðanleika. Honda vélin var stærsta vandamál liðsins að eigin sögn.

Árið 2016 hefur byrjað á jákvæðari nótum, McLaren gekk mun betur á æfingum fyrir tímabilið. Raunar gengu æfingarnar alveg stór áfallalaust fyrir sig.

Þrátt fyrir góða byrjun hefur Button ekki viljað spá fyrir um að liðið verði samkeppnishægt strax í upphafi.

„Ég vona að við verðum ekki hangandi aftast, það er mikill vinna framundan til að gera bílinn samkeppnishæfan,“ sagði Button í samtali við Crash.net.

„Það er mikil vinna eftir til að finna rétta upstillingu bílsins, við höfum ekki enn fundið hana,“ hélt Button áfram.

Button vill þess vegna ekki álykta of mikið um væntanlegt gengi liðsins á komandi tímabili.

„Ég hef ekkert ákveðið takmark. Mitt eina markmið er að halda uppi pressu og gefa allt sem við eigum og svo munum við sjá hver útkoman verður. Það hefur ekkert upp á sig ef ég fer að setja takmark núna, maður setur alltaf markið hærra en raunverulegt er og svo fær maður gagnrýni á markmiðið sitt frá öðru fólki, sem brýtur niður viljann í mann, svo það er ekki þess virði,“ sagði Button að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×