Gunnar: Tumenov virkar grjótharður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2016 12:55 Gunnar í búrinu í Las Vegas. vísir/getty „Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. „Það er alltaf gaman að koma á nýja staði. Ég hef hvorki komið til Rotterdam né Amsterdam áður. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er 24 ára gamall Rússi sem hefur unnið fimm bardaga í röð í UFC. „Mér líst vel á hann. Þetta er góður andstæðingur sem hefur verið að standa sig vel. Virkar grjótharður og er mjög flinkur standandi. Er með hraðar hendur,“ segir Gunnar en þó svo Rússinn sé sterkur standandi þá er hann ekki mikið fyrir að fara í gólfið þar sem Gunnar er sterkastur. „Ég veit ekki alveg hvernig hann er í gólfinu en það hefur ekki reynt mikið á það hjá honum. Þetta er strákur á svipuðum stað í UFC og ég og kom því til greina. Ég hef séð síðustu bardaga hans.“Gunnar er hér að klára Brandon Thatch.vísir/gettySjá einnig: Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars Gunnar viðurkennir að vera aðeins farinn að hugsa um bardagann en þó svo hann sé að gera það er þetta eins og áður hjá honum. „Ég fíla best að fara inn í búrið og láta hlutina ráðast þar. Það eru líkur á því að þetta fari á gólfið á einhverjum tímapunkti. Þeir eru grjótharðir flestir sem koma þarna austan frá. Ég hef kynnst því.“ Gunnar mun æfa hér heima næstu vikurnar en fer svo til Dublin þar sem lokaundirbúningurinn fer fram með þjálfara hans, John Kavanagh. „Það koma strákar frá Dublin og Manchester til að æfa með mér áður en ég fer til Dublin. Ég hef verið að æfa vel, eins og alltaf, og er í mjög góðu formi. Nú verður haldið áfram.“ MMA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
„Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. „Það er alltaf gaman að koma á nýja staði. Ég hef hvorki komið til Rotterdam né Amsterdam áður. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er 24 ára gamall Rússi sem hefur unnið fimm bardaga í röð í UFC. „Mér líst vel á hann. Þetta er góður andstæðingur sem hefur verið að standa sig vel. Virkar grjótharður og er mjög flinkur standandi. Er með hraðar hendur,“ segir Gunnar en þó svo Rússinn sé sterkur standandi þá er hann ekki mikið fyrir að fara í gólfið þar sem Gunnar er sterkastur. „Ég veit ekki alveg hvernig hann er í gólfinu en það hefur ekki reynt mikið á það hjá honum. Þetta er strákur á svipuðum stað í UFC og ég og kom því til greina. Ég hef séð síðustu bardaga hans.“Gunnar er hér að klára Brandon Thatch.vísir/gettySjá einnig: Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars Gunnar viðurkennir að vera aðeins farinn að hugsa um bardagann en þó svo hann sé að gera það er þetta eins og áður hjá honum. „Ég fíla best að fara inn í búrið og láta hlutina ráðast þar. Það eru líkur á því að þetta fari á gólfið á einhverjum tímapunkti. Þeir eru grjótharðir flestir sem koma þarna austan frá. Ég hef kynnst því.“ Gunnar mun æfa hér heima næstu vikurnar en fer svo til Dublin þar sem lokaundirbúningurinn fer fram með þjálfara hans, John Kavanagh. „Það koma strákar frá Dublin og Manchester til að æfa með mér áður en ég fer til Dublin. Ég hef verið að æfa vel, eins og alltaf, og er í mjög góðu formi. Nú verður haldið áfram.“
MMA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira