Gunnar: Tumenov virkar grjótharður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2016 12:55 Gunnar í búrinu í Las Vegas. vísir/getty „Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. „Það er alltaf gaman að koma á nýja staði. Ég hef hvorki komið til Rotterdam né Amsterdam áður. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er 24 ára gamall Rússi sem hefur unnið fimm bardaga í röð í UFC. „Mér líst vel á hann. Þetta er góður andstæðingur sem hefur verið að standa sig vel. Virkar grjótharður og er mjög flinkur standandi. Er með hraðar hendur,“ segir Gunnar en þó svo Rússinn sé sterkur standandi þá er hann ekki mikið fyrir að fara í gólfið þar sem Gunnar er sterkastur. „Ég veit ekki alveg hvernig hann er í gólfinu en það hefur ekki reynt mikið á það hjá honum. Þetta er strákur á svipuðum stað í UFC og ég og kom því til greina. Ég hef séð síðustu bardaga hans.“Gunnar er hér að klára Brandon Thatch.vísir/gettySjá einnig: Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars Gunnar viðurkennir að vera aðeins farinn að hugsa um bardagann en þó svo hann sé að gera það er þetta eins og áður hjá honum. „Ég fíla best að fara inn í búrið og láta hlutina ráðast þar. Það eru líkur á því að þetta fari á gólfið á einhverjum tímapunkti. Þeir eru grjótharðir flestir sem koma þarna austan frá. Ég hef kynnst því.“ Gunnar mun æfa hér heima næstu vikurnar en fer svo til Dublin þar sem lokaundirbúningurinn fer fram með þjálfara hans, John Kavanagh. „Það koma strákar frá Dublin og Manchester til að æfa með mér áður en ég fer til Dublin. Ég hef verið að æfa vel, eins og alltaf, og er í mjög góðu formi. Nú verður haldið áfram.“ MMA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Sjá meira
„Það verður gaman að berjast aftur í Evrópu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Vísi en í morgun var tilkynnt að hann myndi keppa við Rússann Albert Tumenov í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. „Það er alltaf gaman að koma á nýja staði. Ég hef hvorki komið til Rotterdam né Amsterdam áður. Þetta verður gaman.“Sjá einnig: Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er 24 ára gamall Rússi sem hefur unnið fimm bardaga í röð í UFC. „Mér líst vel á hann. Þetta er góður andstæðingur sem hefur verið að standa sig vel. Virkar grjótharður og er mjög flinkur standandi. Er með hraðar hendur,“ segir Gunnar en þó svo Rússinn sé sterkur standandi þá er hann ekki mikið fyrir að fara í gólfið þar sem Gunnar er sterkastur. „Ég veit ekki alveg hvernig hann er í gólfinu en það hefur ekki reynt mikið á það hjá honum. Þetta er strákur á svipuðum stað í UFC og ég og kom því til greina. Ég hef séð síðustu bardaga hans.“Gunnar er hér að klára Brandon Thatch.vísir/gettySjá einnig: Sjáðu síðasta bardaga hjá næsta andstæðingi Gunnars Gunnar viðurkennir að vera aðeins farinn að hugsa um bardagann en þó svo hann sé að gera það er þetta eins og áður hjá honum. „Ég fíla best að fara inn í búrið og láta hlutina ráðast þar. Það eru líkur á því að þetta fari á gólfið á einhverjum tímapunkti. Þeir eru grjótharðir flestir sem koma þarna austan frá. Ég hef kynnst því.“ Gunnar mun æfa hér heima næstu vikurnar en fer svo til Dublin þar sem lokaundirbúningurinn fer fram með þjálfara hans, John Kavanagh. „Það koma strákar frá Dublin og Manchester til að æfa með mér áður en ég fer til Dublin. Ég hef verið að æfa vel, eins og alltaf, og er í mjög góðu formi. Nú verður haldið áfram.“
MMA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Sjá meira