Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 09:00 Guðmundur Jörundsson ætlar ekki að kaupa nýju treyjuna. vísir/vilhelm/anton brink Íslenski hönnuðurinn og tískurisinn Guðmundur Jörundsson, eigandi JÖR, er vægast sagt æfur yfir nýju landsliðstreyju íslensku fótboltalandsliðanna sem kynnt var í gær. Strákarnir okkar munu klæðast þessum nýja búning á Evrópumótinu í sumar þar sem karlalandsliðið verður í fyrsta sinn á stórmóti. Hann er alls ekki sá eini sem er ósáttur við nýju treyjuna sem hönnuð er af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea. Þjóðin hafði sitt að segja um nýja búninginn eins og lesa má hér. Guðmundur var ansi harðorður og skrifaði á Twitter-síðu sína:Ljótleiki þessa búnings fæst ekki lýst með orðum. Þetta er hörmung. Líklegast mannréttindabrot. #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/Cm2cU9cnPu — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Hann bætti svo um betur í viðtali við RÚV þar sem hann sagði: „Ég held að þetta sé ljótasti búningur sem landsliðið hefur verið í og er úr mörgum að velja. Ég varð bara raunverulega reiður þegar ég sá hann.“ Guðmundur segir í viðtalinu við RÚV að hann hafi boðist til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. „En þetta er niðurstaðan. Hver vill líka kaupa þetta? Ekki myndi ég ganga í þessu,“ segir hann. Nýi treyjusamningurinn skilar KSÍ miklum tekjum, en í fyrsta sinn fær KSÍ greitt frá íþróttavöruframleiðanda fyrir að klæðast ákveðnum búningum. Í samtali við Vísi í gær sagði Geir Þorsteinsson að KSÍ fái tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum. Það var fyrirsögn á grein á Vísi, en þetta fannst Guðmundi um það:Mamma þín fær tugi milljóna fyrir spila í nýju treyjunum #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/ASgqb3HTKg — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Kvenna- og unglingalandsliðin byrja að nota nýju treyjuna með hausti, en íslensku liðin munu klæðast nýja búningnum næstu tvö árin. Nýr samningur KSÍ og Errea er til fjögurra ára. Hér fyrir neðan er könnun þar sem lesendur geta sagt skoðun sína á nýja búningnum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira
Íslenski hönnuðurinn og tískurisinn Guðmundur Jörundsson, eigandi JÖR, er vægast sagt æfur yfir nýju landsliðstreyju íslensku fótboltalandsliðanna sem kynnt var í gær. Strákarnir okkar munu klæðast þessum nýja búning á Evrópumótinu í sumar þar sem karlalandsliðið verður í fyrsta sinn á stórmóti. Hann er alls ekki sá eini sem er ósáttur við nýju treyjuna sem hönnuð er af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea. Þjóðin hafði sitt að segja um nýja búninginn eins og lesa má hér. Guðmundur var ansi harðorður og skrifaði á Twitter-síðu sína:Ljótleiki þessa búnings fæst ekki lýst með orðum. Þetta er hörmung. Líklegast mannréttindabrot. #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/Cm2cU9cnPu — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Hann bætti svo um betur í viðtali við RÚV þar sem hann sagði: „Ég held að þetta sé ljótasti búningur sem landsliðið hefur verið í og er úr mörgum að velja. Ég varð bara raunverulega reiður þegar ég sá hann.“ Guðmundur segir í viðtalinu við RÚV að hann hafi boðist til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. „En þetta er niðurstaðan. Hver vill líka kaupa þetta? Ekki myndi ég ganga í þessu,“ segir hann. Nýi treyjusamningurinn skilar KSÍ miklum tekjum, en í fyrsta sinn fær KSÍ greitt frá íþróttavöruframleiðanda fyrir að klæðast ákveðnum búningum. Í samtali við Vísi í gær sagði Geir Þorsteinsson að KSÍ fái tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum. Það var fyrirsögn á grein á Vísi, en þetta fannst Guðmundi um það:Mamma þín fær tugi milljóna fyrir spila í nýju treyjunum #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/ASgqb3HTKg — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Kvenna- og unglingalandsliðin byrja að nota nýju treyjuna með hausti, en íslensku liðin munu klæðast nýja búningnum næstu tvö árin. Nýr samningur KSÍ og Errea er til fjögurra ára. Hér fyrir neðan er könnun þar sem lesendur geta sagt skoðun sína á nýja búningnum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira
Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47
Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30
KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53