Conor lofar enn einu rothögginu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2016 09:00 Conor slær hér til Diaz og í kjölfarið varð allt vitlaust. Vísir/Getty Það er risakvöld í UFC í nótt þar sem Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið. Í næststærsta bardaga kvöldsins mun Holly Holm verja titil sinn í fyrsta sinn síðan hún rotaði Rondu Rousey. Hún mun mæta vinkonu sinni Miesha Tate. Conor er handhafi fjaðurvigtarbeltisins og ætlaði sér að vera sá fyrsti í sögu UFC sem er með belti í tveim þyngdarflokkum á sama tíma. Hann átti upphaflega að berjast við léttvigtarmeistarann Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið en Dos Anjos dró sig úr bardaganum með ellefu daga fyrirvara er hann meiddist.Upp um tvo þyngdarflokka Í stað Dos Anjos kemur hinn litríki Nate Diaz. Hann er í léttvigt, eins og Dos Anjos, en þar sem hann hafði ekki mikinn tíma til að undirbúa sig, og létta sig, þá fer bardaginn fram í veltivigt. Conor fer sem sagt upp um tvo þyngdarflokka sem er fáheyrt. Hann er þegar farinn að tala um að taka heimsmeistarabeltið í veltivigtinni líka. Þessi bardagi er þó ekki um neitt belti. Báðir bardagamenn eru þekktir strigakjaftar en Írinn hefur þó pakkað Diaz saman í orðastríðinu. Það sauð svo upp úr á milli þeirra eftir blaðamannafundinn á fimmtudag. Þá setti Diaz höndina framan í Írann sem svaraði með því að lemja hann fast í höndina. Þá varð fjandinn laus en fjöldi fílefldra öryggisvarða kom í veg fyrir að bardaginn hæfist þá.Allir hafa skoðun á Conor Írinn kjaftfori hefur skotið sjálfum sér upp á stjörnuhimininn á methraða með magnaðri frammistöðu innan sem utan vallar. Hann rífur meiri kjaft en allir aðrir og stendur síðan við stóru orðin inni í hringnum. Fólk elskar að horfa á hann bæði keppa og tala. Hann er með aðdráttarafl sem örfáir íþróttamenn hafa. Hann er íþróttamaður sem fólk annaðhvort elskar eða elskar að hata. Allir hafa skoðun og allir vilja horfa. Líka þeir sem þola hann ekki og bíða eftir að fagna er hann tapar. Þökk sé honum er UFC að raka inn peningum sem aldrei fyrr. McGregor fær líka vænan skerf af peningunum og er duglegur að eyða þeim.Unnið 15 bardaga í röð McGregor tapaði síðast í lok nóvember árið 2010. Það var hans sjötti bardagi á ferlinum. Þá var hann 4-2. Nú er hann 19-2 og búinn að vinna fimmtán bardaga í röð. Sautján af þessum nítján sigrum hafa komið eftir rothögg. Það segir sína sögu um kraftinn í Íranum. „Ég er búinn að jarða þrjá menn í eyðimörkinni í Las Vegas. Nú er komið að þeim næsta. Eini munurinn á Nate og hinum er að Nate þarf stærri gröf,“ sagði Írinn kokhraustur að vanda. Hann er oft kallaður „Mystic Mac“ því hann spáir alltaf rétt um útkomu bardaga sinna. McGregor segist ætla að rota Diaz í fyrstu lotu en vonast þó eftir því að þessi bardagi standi lengur en sá síðasti. Þá rotaði McGregor meistarann í fjaðurvigtinni, Jose Aldo, á 13 sekúndum. „Ég vona að Nate nái að endast lengur. Ég vil endilega sýna aðdáendum mínum hluti sem ég hef verið að æfa og vil leika mér að honum. Nate verður samt kláraður í fyrstu lotu.“ Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan þrjú í nótt. MMA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Það er risakvöld í UFC í nótt þar sem Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið. Í næststærsta bardaga kvöldsins mun Holly Holm verja titil sinn í fyrsta sinn síðan hún rotaði Rondu Rousey. Hún mun mæta vinkonu sinni Miesha Tate. Conor er handhafi fjaðurvigtarbeltisins og ætlaði sér að vera sá fyrsti í sögu UFC sem er með belti í tveim þyngdarflokkum á sama tíma. Hann átti upphaflega að berjast við léttvigtarmeistarann Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið en Dos Anjos dró sig úr bardaganum með ellefu daga fyrirvara er hann meiddist.Upp um tvo þyngdarflokka Í stað Dos Anjos kemur hinn litríki Nate Diaz. Hann er í léttvigt, eins og Dos Anjos, en þar sem hann hafði ekki mikinn tíma til að undirbúa sig, og létta sig, þá fer bardaginn fram í veltivigt. Conor fer sem sagt upp um tvo þyngdarflokka sem er fáheyrt. Hann er þegar farinn að tala um að taka heimsmeistarabeltið í veltivigtinni líka. Þessi bardagi er þó ekki um neitt belti. Báðir bardagamenn eru þekktir strigakjaftar en Írinn hefur þó pakkað Diaz saman í orðastríðinu. Það sauð svo upp úr á milli þeirra eftir blaðamannafundinn á fimmtudag. Þá setti Diaz höndina framan í Írann sem svaraði með því að lemja hann fast í höndina. Þá varð fjandinn laus en fjöldi fílefldra öryggisvarða kom í veg fyrir að bardaginn hæfist þá.Allir hafa skoðun á Conor Írinn kjaftfori hefur skotið sjálfum sér upp á stjörnuhimininn á methraða með magnaðri frammistöðu innan sem utan vallar. Hann rífur meiri kjaft en allir aðrir og stendur síðan við stóru orðin inni í hringnum. Fólk elskar að horfa á hann bæði keppa og tala. Hann er með aðdráttarafl sem örfáir íþróttamenn hafa. Hann er íþróttamaður sem fólk annaðhvort elskar eða elskar að hata. Allir hafa skoðun og allir vilja horfa. Líka þeir sem þola hann ekki og bíða eftir að fagna er hann tapar. Þökk sé honum er UFC að raka inn peningum sem aldrei fyrr. McGregor fær líka vænan skerf af peningunum og er duglegur að eyða þeim.Unnið 15 bardaga í röð McGregor tapaði síðast í lok nóvember árið 2010. Það var hans sjötti bardagi á ferlinum. Þá var hann 4-2. Nú er hann 19-2 og búinn að vinna fimmtán bardaga í röð. Sautján af þessum nítján sigrum hafa komið eftir rothögg. Það segir sína sögu um kraftinn í Íranum. „Ég er búinn að jarða þrjá menn í eyðimörkinni í Las Vegas. Nú er komið að þeim næsta. Eini munurinn á Nate og hinum er að Nate þarf stærri gröf,“ sagði Írinn kokhraustur að vanda. Hann er oft kallaður „Mystic Mac“ því hann spáir alltaf rétt um útkomu bardaga sinna. McGregor segist ætla að rota Diaz í fyrstu lotu en vonast þó eftir því að þessi bardagi standi lengur en sá síðasti. Þá rotaði McGregor meistarann í fjaðurvigtinni, Jose Aldo, á 13 sekúndum. „Ég vona að Nate nái að endast lengur. Ég vil endilega sýna aðdáendum mínum hluti sem ég hef verið að æfa og vil leika mér að honum. Nate verður samt kláraður í fyrstu lotu.“ Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan þrjú í nótt.
MMA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira