Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2016 20:08 Gísli Þorgeir Kristjánsson, 16 ára FH-ingur, skaust fram á sjónarsviðið þegar Fimleikafélagið vann bikarmeistara Vals, 23-28, í Olís-deild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið. Gísli á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hans eru þau Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hörður Magnússon spjallaði við þá feðga, Gísla og Kristján, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er mjög klókur handboltamaður og með handboltagen í sér,“ sagði Kristján um soninn og segir að hann minni sig á Snorra Stein Guðjónsson, leikstjórnanda íslenska landsliðsins. „Það er mikill munur á því að vera efnilegur og góður. Ef þú ert efnilegur þarftu að nýta það. Maður hefur séð svo marga efnilega detta út. En mér finnst Gísli vera að gera þetta allt rétt og hann er rosalega metnaðargjarn þannig að ég á eftir að sjá hann í Bundesligunni eftir einhver ár,“ bætti Kristján við. Kristján er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands. Hann segist hafa heyrt frá HSÍ skömmu eftir að Aron Kristjánsson sagði starfi sínu lausu að EM í Póllandi loknu en ekkert síðan. Hann kveðst hafa áhuga á starfinu. „Mér finnst landsliðið spennandi. Ég fékk símtal strax eftir mótið, eftir að Aron ákvað að halda ekki áfram. Síðan hef ég ekkert heyrt en ég vona að þeir séu bara að vinna sína vinnu vel. Íslenski handboltaheimurinn bíður eftir því að eitthvað gerist,“ sagði Kristján. Kristján, sem gerði FH tvívegis að Íslandsmeisturum sem þjálfari, vill einnig sjá deildina hér heima styrkjast. „Það eru rosalega margir góðir handboltamenn sem eru að spila erlendis. Það væri skemmtilegra að fá þá heim, þar sem maður hefur heyrt að það þeim þeir eru að fá úti sé ekkert sérstakt. Ég held að deildin yrði miklu skemmtilegri,“ sagði Kristján og bætti við: „Síðan þurfa félögin í deildinni að hugsa sinn gang og gera samstilltara átak um að hífa þessa deild upp. Hún á það skilið.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson, 16 ára FH-ingur, skaust fram á sjónarsviðið þegar Fimleikafélagið vann bikarmeistara Vals, 23-28, í Olís-deild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið. Gísli á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hans eru þau Kristján Arason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hörður Magnússon spjallaði við þá feðga, Gísla og Kristján, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hann er mjög klókur handboltamaður og með handboltagen í sér,“ sagði Kristján um soninn og segir að hann minni sig á Snorra Stein Guðjónsson, leikstjórnanda íslenska landsliðsins. „Það er mikill munur á því að vera efnilegur og góður. Ef þú ert efnilegur þarftu að nýta það. Maður hefur séð svo marga efnilega detta út. En mér finnst Gísli vera að gera þetta allt rétt og hann er rosalega metnaðargjarn þannig að ég á eftir að sjá hann í Bundesligunni eftir einhver ár,“ bætti Kristján við. Kristján er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands. Hann segist hafa heyrt frá HSÍ skömmu eftir að Aron Kristjánsson sagði starfi sínu lausu að EM í Póllandi loknu en ekkert síðan. Hann kveðst hafa áhuga á starfinu. „Mér finnst landsliðið spennandi. Ég fékk símtal strax eftir mótið, eftir að Aron ákvað að halda ekki áfram. Síðan hef ég ekkert heyrt en ég vona að þeir séu bara að vinna sína vinnu vel. Íslenski handboltaheimurinn bíður eftir því að eitthvað gerist,“ sagði Kristján. Kristján, sem gerði FH tvívegis að Íslandsmeisturum sem þjálfari, vill einnig sjá deildina hér heima styrkjast. „Það eru rosalega margir góðir handboltamenn sem eru að spila erlendis. Það væri skemmtilegra að fá þá heim, þar sem maður hefur heyrt að það þeim þeir eru að fá úti sé ekkert sérstakt. Ég held að deildin yrði miklu skemmtilegri,“ sagði Kristján og bætti við: „Síðan þurfa félögin í deildinni að hugsa sinn gang og gera samstilltara átak um að hífa þessa deild upp. Hún á það skilið.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. 4. mars 2016 06:30
Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00