Sport

Sharapova átti hugsanlega að vita betur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það vakti heimsathygli í gær þegar tenniskonan Maria Sharapova tilkynnti að hún hefði fallið á lyfjaprófi.

Hún sagðist hafa gert þau mistök að smella ekki á hlekk með lista yfir þau lyf sem færu á bannlista um áramótin. Á listanum var lyf sem hún hefur notað í tíu ár og heitir Meldonium.

„Þetta lyf er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans,“ segir Birgir Sverrisson hjá Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ en átti Sharapova að vita betur?

Sjá einnig: Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð

„Það er erfitt að segja en málið er að hún ber ábyrgð á því. Íþróttamanninum ber að fylgjast með því að hann sé að taka inn lögleg lyf.“

Sharapova sagðist hafa tekið þetta lyf i tíu ár sem er áhugavert fyrir þær sakir að lyfið er bannað í Bandaríkjunum.

„Þetta tiltekna lyf er aðeins framleitt í Lettlandi og aðallega notað í Austur-Evrópu. Það er bannað í Bandaríkjunum þar sem hún býr. Hugsanlega hefði hún átt að vita betur,“ segir Birgir og bætir við að fjórir til fimm hafi fallið í ár vegna notkunar á þessu lyfi.

Sjá má viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Birgi í heild sinni hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×