Formúla 1

Vettel fljótastur á últra mjúkum dekkjum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Vettel í forgrunni á Ferrari bílnum og Rosberg í bakgrunni á Mercedes bílnum.
Vettel í forgrunni á Ferrari bílnum og Rosberg í bakgrunni á Mercedes bílnum. Vísir/Getty
Sebastian Vettel endaði annan dag æfinganna á brautinni í Barselóna hraðastur á Ferrari bílnum. Undir bílnum á hraðasta hring voru nýju últra mjúku dekkin.

Vettel ók 126 hringi, Nico Rosberg ók Mercedes bílnum 172 hringi, meira en nokkur annar hefur náð á æfingum í ár og í fyrra. Mercedes bíllinn virðist afar áreiðanlegur.

Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar fljótastur, sjö tíundu úr sekúndu á eftir Vettel. Sergio Perez var þriðji á Force India bílnum tæplega sekúndu á eftir Vettel.

Fernando Alonso ók McLaren bílnum 119 hringi, meira en á öllum æfingadögum síðasta árs samanlagt.

Renault átti í mestu vandræðunum í dag og Jolyon Palmer tókst ekki að aka nema 42 hringi. Renault var eitt aðeins þriggja liða sem ekki rufu 100 hringja múrinn, hin voru Manor og Haas.

Æfingar halda áfram á morgun, Vísir heldur áfram að fylgjast með.


Tengdar fréttir

Mercedes frumsýnir nýjan bíl

Mercedes hefur birt myndir af W07 bíl sínum. Bíllinn á að tryggja Mercedes þriðja heimsmeistaratitil bílasmiða og ökumanna í röð.

Frumsýningar í Formúlu 1

Formúlu 1 tímabilið hefst 18. mars næstkomandi, með föstudagsæfingum í Ástralíu. Fyrst fara fram æfingar og frumsýningar liðanna á nýjum bílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×