Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2016 17:56 Sindri Sigurgeirsson flytur setningarræðu sína. vísir/vilhelm „Það er sjálfsagt og eðlilegt að rætt sé í samfélaginu um stuðninginn, hvernig honum á að vera háttað og hvað við viljum draga fram með honum. Sú umræða þarf þó að fara fram með sanngjörnum hætti,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í setningarræðu Búnaðarþings. Búnaðarþing var sett í dag í Hörpu við hátíðlega athöfn. Gestum og gangandi gafst við það tilefni tækifæri á að kynna sér íslenskar landbúnaðarafurðir og vélar sem brúkaðar eru við framleiðsluna. Í setningarræðu sinni rakti Sindri hvernig niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum var komið á fót árið 1943 og að þær hefðu verið liður í að draga úr verðbólgu. Sagði hann að bændur hefðu verið tilbúnir til að leggja mikið af mörkum til að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Aftur hafi það gerst árið 1990 með þjóðarsáttinni enda ríkti traust um að „fleiri tækju þátt í víðlíka aðgerðum“. „Sú varð ekki raunin sem olli mikilli gremju meðal bænda. Þá er einnig mikilvægt að halda því til haga að við bændur lögðum okkar af mörkum ivð að koma þjóðinni í gengum það erfiða ástand sem efnahagshrunið árið 2008 leiddi af sér,“ sagði Sindri. Annars vegar hefðu búvörusamningar verið teknir upp á ný og hins vegar hafi verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað minna en verð á öðrum vörum. Undanfarna daga hefur talsvert verið deilt um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru fyrir rúmri viku. Þeir eru til tíu ára og fela í sér að beinn stuðningur til bænda verður um um þrettán milljarðar árlega. Hægt er að endurskoða samningin árin 2019 og 2023. Sindri benti í ræðu sinni, líkt og Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra hefur gert, á að fyrir þrjátíu árum hafi stuðningur til bænda numið fimm prósentum af landsframleiðslu en sé rétt rúmt prósent nú. Á þeim tíma hefur landsframleiðsla margfaldast. „Við tökum þessari umræðu fagnandi við höfum ekkert að fela og erum alltaf tilbúin til að koma og upplýsa um okkar málefni. Gleymum því ekki að bændur eru líka neytendur og skattgreiðendur,“ sagði Sindri. Búvörusamningar Tengdar fréttir „Tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru harðorðir í garð nýs búvörusamnings. 20. febrúar 2016 20:14 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna. 28. febrúar 2016 11:15 Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Það er sjálfsagt og eðlilegt að rætt sé í samfélaginu um stuðninginn, hvernig honum á að vera háttað og hvað við viljum draga fram með honum. Sú umræða þarf þó að fara fram með sanngjörnum hætti,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í setningarræðu Búnaðarþings. Búnaðarþing var sett í dag í Hörpu við hátíðlega athöfn. Gestum og gangandi gafst við það tilefni tækifæri á að kynna sér íslenskar landbúnaðarafurðir og vélar sem brúkaðar eru við framleiðsluna. Í setningarræðu sinni rakti Sindri hvernig niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum var komið á fót árið 1943 og að þær hefðu verið liður í að draga úr verðbólgu. Sagði hann að bændur hefðu verið tilbúnir til að leggja mikið af mörkum til að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Aftur hafi það gerst árið 1990 með þjóðarsáttinni enda ríkti traust um að „fleiri tækju þátt í víðlíka aðgerðum“. „Sú varð ekki raunin sem olli mikilli gremju meðal bænda. Þá er einnig mikilvægt að halda því til haga að við bændur lögðum okkar af mörkum ivð að koma þjóðinni í gengum það erfiða ástand sem efnahagshrunið árið 2008 leiddi af sér,“ sagði Sindri. Annars vegar hefðu búvörusamningar verið teknir upp á ný og hins vegar hafi verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað minna en verð á öðrum vörum. Undanfarna daga hefur talsvert verið deilt um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru fyrir rúmri viku. Þeir eru til tíu ára og fela í sér að beinn stuðningur til bænda verður um um þrettán milljarðar árlega. Hægt er að endurskoða samningin árin 2019 og 2023. Sindri benti í ræðu sinni, líkt og Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra hefur gert, á að fyrir þrjátíu árum hafi stuðningur til bænda numið fimm prósentum af landsframleiðslu en sé rétt rúmt prósent nú. Á þeim tíma hefur landsframleiðsla margfaldast. „Við tökum þessari umræðu fagnandi við höfum ekkert að fela og erum alltaf tilbúin til að koma og upplýsa um okkar málefni. Gleymum því ekki að bændur eru líka neytendur og skattgreiðendur,“ sagði Sindri.
Búvörusamningar Tengdar fréttir „Tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru harðorðir í garð nýs búvörusamnings. 20. febrúar 2016 20:14 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna. 28. febrúar 2016 11:15 Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru harðorðir í garð nýs búvörusamnings. 20. febrúar 2016 20:14
Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22
Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna. 28. febrúar 2016 11:15
Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48