Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 15:26 Fornminjar frá samfélagi Súmera vísir/getty Trúfélag Zúista á Íslandi hefur enn ekki fengið að skrá rekstrarfélag utan um félagið hjá ríkisskattstjóra og hefur greiðslum til þess því verið frestað tímabundið. Stefnt er á að endurgreiða fyrstu sóknargjöldin seinni hluta ársins, að sögn Snæbjörns Guðmundssonar, sem situr í stjórn félagsins. „Fyrsta greiðsla ársins er greidd út í febrúar en við höfum sent inn beiðni til Fjársýslunnar um að hinkra með hana tímabundið. Það var vel tekið í það og ekkert mál. Þannig að á meðan við göngum frá því að stofna nýtt félag þá er þetta bara í smá biðstöðu,“ segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Hann segir skráninguna hafa gengið hægar en búist hafi verið við, en bindur vonir við að málið leysist hið fyrsta. „Þetta er þannig að ef trúfélag er skráð hjá sýslumanni þá er það ekki með kennitölu sem þýðir að þá þarf að stofna félag hjá fyrirtækjaskrá sem tekur við sóknargjöldum trúfélagsins. Hins vegar virðist fyrirtækjaskrá misskilja eðli trúfélaga og þess vegna hefur þetta gengið svona hægt.“ Þá segir Snæbjörn enga breytingu verða á endurgreiðslum til félagsmanna, enda hafi allan tímann staðið til að endurgreiða í lok árs. „Ef við greiðum út í mörgum skömmtum þá eykst umsýslukostnaður svo mikið þannig að við tökum þetta allt saman og greiðum út seinni hluta árs.“ Alls eru 3200 manns skráðir í félagið, sem gerir það að einu stærsta trúfélagi landsins. Ein helsta nýlundan sem félagið stendur fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar, að frádregnum umsýslukostnaði, en rétt er að benda á að skipting sóknargjalda miðast eingöngu við þá sem eru með skráð lögheimili á Íslandi. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu er 10.800 krónur. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Flestir zúistar karlmenn á þrítugs og fertugsaldri Sjötíu prósent félaga í Zuism eru fæddir á árunum 1984-1996. 3. desember 2015 10:52 Segja kröfu Zúista þá sömu og Siðmenntar Siðmennt segir skráningu trú- og lífsskoðuna andstætt persónuvernd. 3. desember 2015 16:23 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Trúfélag Zúista á Íslandi hefur enn ekki fengið að skrá rekstrarfélag utan um félagið hjá ríkisskattstjóra og hefur greiðslum til þess því verið frestað tímabundið. Stefnt er á að endurgreiða fyrstu sóknargjöldin seinni hluta ársins, að sögn Snæbjörns Guðmundssonar, sem situr í stjórn félagsins. „Fyrsta greiðsla ársins er greidd út í febrúar en við höfum sent inn beiðni til Fjársýslunnar um að hinkra með hana tímabundið. Það var vel tekið í það og ekkert mál. Þannig að á meðan við göngum frá því að stofna nýtt félag þá er þetta bara í smá biðstöðu,“ segir Snæbjörn í samtali við Vísi. Hann segir skráninguna hafa gengið hægar en búist hafi verið við, en bindur vonir við að málið leysist hið fyrsta. „Þetta er þannig að ef trúfélag er skráð hjá sýslumanni þá er það ekki með kennitölu sem þýðir að þá þarf að stofna félag hjá fyrirtækjaskrá sem tekur við sóknargjöldum trúfélagsins. Hins vegar virðist fyrirtækjaskrá misskilja eðli trúfélaga og þess vegna hefur þetta gengið svona hægt.“ Þá segir Snæbjörn enga breytingu verða á endurgreiðslum til félagsmanna, enda hafi allan tímann staðið til að endurgreiða í lok árs. „Ef við greiðum út í mörgum skömmtum þá eykst umsýslukostnaður svo mikið þannig að við tökum þetta allt saman og greiðum út seinni hluta árs.“ Alls eru 3200 manns skráðir í félagið, sem gerir það að einu stærsta trúfélagi landsins. Ein helsta nýlundan sem félagið stendur fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar, að frádregnum umsýslukostnaði, en rétt er að benda á að skipting sóknargjalda miðast eingöngu við þá sem eru með skráð lögheimili á Íslandi. Greiðslan fyrir hvern félaga frá ríkinu er 10.800 krónur.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Flestir zúistar karlmenn á þrítugs og fertugsaldri Sjötíu prósent félaga í Zuism eru fæddir á árunum 1984-1996. 3. desember 2015 10:52 Segja kröfu Zúista þá sömu og Siðmenntar Siðmennt segir skráningu trú- og lífsskoðuna andstætt persónuvernd. 3. desember 2015 16:23 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00
Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00
Flestir zúistar karlmenn á þrítugs og fertugsaldri Sjötíu prósent félaga í Zuism eru fæddir á árunum 1984-1996. 3. desember 2015 10:52
Segja kröfu Zúista þá sömu og Siðmenntar Siðmennt segir skráningu trú- og lífsskoðuna andstætt persónuvernd. 3. desember 2015 16:23
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30
Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00