Dómsmálaráðherra segir af sér í mótmælaskyni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Christiane Taubira tilkynnti um afsögn sína á blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP Dómsmálaráðherra Frakklands, Christiane Taubira, sagði af sér í gær í mótmælaskyni við lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þess efnis að svipta beri franska ríkisborgara, sem sakfelldir hafa verið fyrir hryðjuverk, ríkisborgararétti. Taubira er ekki par hrifin af áformum ríkisstjórnarinnar. Hugmyndin um sviptinguna kom fram í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á París í nóvember. Frá árásunum hafa frjálslynd viðhorf Taubira orðið til þess að hún varð ósammála stefnu ríkisstjórnarinnar í meiri mæli, sérstaklega þegar François Hollande forseti sagði að harðar yrði tekið á hryðjuverkamönnum og lýsti yfir neyðarástandi. Á næstu dögum verða einnig lagðar fyrir þingið breytingartillögur á stjórnarskránni. Breytingarnar miða að því að einfaldara yrði að lýsa yfir neyðarástandi. Við neyðarástand fær lögregla lausan tauminn til að halda fólki í stofufangelsi og fara í húsleit án heimilda frá dómstólum. Við af Taubira tekur þingmaðurinn Jean-Jacques Urvoas. Hann er fylgjandi stjórnarskrárbreytingunum og hefur aðstoðað Hollande við smíð þeirra. Embættisstörf Taubira mörkuðust af frjálslyndum viðmiðum og fylgdi hún meðal annars eftir löggjöf um hjónavígslur samkynja para. Þá barðist hún einnig fyrir umbótum á starfi lögreglu sem og dómskerfisins alls. Kynþáttafordómar flokks- og stuðningsmanna þjóðernishyggjuflokksins Þjóðfylkingarinnar, sem á tvö sæti í neðri deild franska þingsins, settu einnig svip á valdatíð hennar í dómsmálaráðuneytinu. Taubira er fædd í Frönsku Gvæjana og er einn reyndasti stjórnmálamaður Frakka. Svo dæmi séu nefnd um kynþáttafordóma gegn Taubira líkti sveitarstjórnarframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar henni við apa í fyrra. Þá veifuðu gestir eitt sinn banönum að henni á kappræðum. „Stundum felst andstaða í því að halda áfram, stundum felst andstaða í því að hætta,“ sagði Taubira um tímamótin í gær.Franska blaðið Minute birti fmynd af Taubira með fyrirsögninni „Lævís sem api finnur Taubira bananann sinn“.Nordicphotos/AFP Franska Gvæjana Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Dómsmálaráðherra Frakklands, Christiane Taubira, sagði af sér í gær í mótmælaskyni við lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þess efnis að svipta beri franska ríkisborgara, sem sakfelldir hafa verið fyrir hryðjuverk, ríkisborgararétti. Taubira er ekki par hrifin af áformum ríkisstjórnarinnar. Hugmyndin um sviptinguna kom fram í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á París í nóvember. Frá árásunum hafa frjálslynd viðhorf Taubira orðið til þess að hún varð ósammála stefnu ríkisstjórnarinnar í meiri mæli, sérstaklega þegar François Hollande forseti sagði að harðar yrði tekið á hryðjuverkamönnum og lýsti yfir neyðarástandi. Á næstu dögum verða einnig lagðar fyrir þingið breytingartillögur á stjórnarskránni. Breytingarnar miða að því að einfaldara yrði að lýsa yfir neyðarástandi. Við neyðarástand fær lögregla lausan tauminn til að halda fólki í stofufangelsi og fara í húsleit án heimilda frá dómstólum. Við af Taubira tekur þingmaðurinn Jean-Jacques Urvoas. Hann er fylgjandi stjórnarskrárbreytingunum og hefur aðstoðað Hollande við smíð þeirra. Embættisstörf Taubira mörkuðust af frjálslyndum viðmiðum og fylgdi hún meðal annars eftir löggjöf um hjónavígslur samkynja para. Þá barðist hún einnig fyrir umbótum á starfi lögreglu sem og dómskerfisins alls. Kynþáttafordómar flokks- og stuðningsmanna þjóðernishyggjuflokksins Þjóðfylkingarinnar, sem á tvö sæti í neðri deild franska þingsins, settu einnig svip á valdatíð hennar í dómsmálaráðuneytinu. Taubira er fædd í Frönsku Gvæjana og er einn reyndasti stjórnmálamaður Frakka. Svo dæmi séu nefnd um kynþáttafordóma gegn Taubira líkti sveitarstjórnarframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar henni við apa í fyrra. Þá veifuðu gestir eitt sinn banönum að henni á kappræðum. „Stundum felst andstaða í því að halda áfram, stundum felst andstaða í því að hætta,“ sagði Taubira um tímamótin í gær.Franska blaðið Minute birti fmynd af Taubira með fyrirsögninni „Lævís sem api finnur Taubira bananann sinn“.Nordicphotos/AFP
Franska Gvæjana Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira