Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 23:40 Sveinn Rúnar Hauksson hefur oft heimsótt Gasaströndina. Stöð 2 Fyrrverandi formaður Félagsins Íslands-Palestínu segir ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínubúa frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd. Með umdeildum tillögum hafi forsetanum tekist að sameina heim allan. Á sameiginlegum blaðamannafundi Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trumps í gærkvöldi viðraði Trump hugmyndir sínar um að flytja Palestínubúa á brott frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd eða „rivíeru.“ Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félags Íslands-Palestína segir ekkert eðlilegt við heimsóknina. „Það er ekkert eðlilegt við þetta. Það er ekkert eðlilegt við það að Bandaríkjaforseti hafi sér við hlið stríðsglæpamann sem er eftirlýstur sem hefði raunar átt að vera handtekinn við komuna til New York, en er látinn ganga laus til þess að hann geti heimsótt þingið og forsetann. Það er ekkert eðlilegt við þetta og það er ekkert eðlilegt við þessar tillögur sem eru varla svaraverðar. En af því að þetta er forseti Bandaríkjanna þá verður maður að svara henni, af því að hann hefur völdin,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn Haukur segir Palestínubúa standa sem einn maður gegn tillögu Trumps. „Það má segja að góða hliðin á þessu er sú að Trump hefur tekist að sameina heiminn allan. Ekki bara Palestínumenn heldur Arabalöndin, löndin í Vestur-Evrópu. Um allan heim heyrast mótmæli við þessum fyrirætlunum sem eru ekkert annað opinskátt að fremja stríðsglæp á fólkinu sem þarna býr. Sem þrátt fyrir allt streymir heim.“ Vopnahlé tók gildi þann 19. janúar og slepptu Hamas fjölda gísla í skiptum fyrir Palestínumenn sem fangelsaðir voru af Ísrael. Hamas á að sleppa 33 gíslum fyrir um tvö þúsund fanga. Einnig var hluti af vopnahléssamkomulaginu að íbúar norðurhluta Gasa fengu að snúa aftur. Að sögn Sveins snúa margir til baka til síns heima. „Það gerir það, sýnir það með verkum sínum og fótum og tali. Ég hef séð mikið af viðtölum við þetta fólk sem er núna að streyma heim. Núna í kjölfar eins hryllilegasta og miskunnarlausasta stríðs gegn börnum og mæðrum sem að heimurinn hefur horft út á. Sem hafði þetta markmið, þetta var útrýmingarherferð, þetta var ekkert stríð gegn Hamas eins og það var kallað. Þetta var stríð gegn Palestínu og sérstaklega börnum,“ segir Sveinn. Erfitt sé að segja hvernig framvinda málsins verður. „Það er erfitt að reikna hana út. Í gær áttu viðræðurnar að hefjast um að halda áfram samningum um vopnahlé, um annað stigið. Þær gerðu það og viðræðurnar byrjuðu og þá kemur hann með þetta í kjölfarið,“ segir Sveinn Rúnar. „Hann lýsir þarna yfir vilja til að eignast þetta rétt eins og Grænland og fleiri lönd í heiminum sem hann vill núna eignast. Mönnum finnst kannski einkennilegt að þurfa taka þessu alvarlega en það þarf að gera það. Þetta kemur núna í kjölfar útrýmingarstyrjaldar sem hafði það að markmiði af hálfu Ísraels að eyða byggð Palestínumanna úr Gasa. Þá voru menn tilbúnir, eins og hann kallar það sjálfur, að byggja upp riveríu á Gasaströndinni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Bandaríkin Ísrael Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Á sameiginlegum blaðamannafundi Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trumps í gærkvöldi viðraði Trump hugmyndir sínar um að flytja Palestínubúa á brott frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd eða „rivíeru.“ Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félags Íslands-Palestína segir ekkert eðlilegt við heimsóknina. „Það er ekkert eðlilegt við þetta. Það er ekkert eðlilegt við það að Bandaríkjaforseti hafi sér við hlið stríðsglæpamann sem er eftirlýstur sem hefði raunar átt að vera handtekinn við komuna til New York, en er látinn ganga laus til þess að hann geti heimsótt þingið og forsetann. Það er ekkert eðlilegt við þetta og það er ekkert eðlilegt við þessar tillögur sem eru varla svaraverðar. En af því að þetta er forseti Bandaríkjanna þá verður maður að svara henni, af því að hann hefur völdin,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn Haukur segir Palestínubúa standa sem einn maður gegn tillögu Trumps. „Það má segja að góða hliðin á þessu er sú að Trump hefur tekist að sameina heiminn allan. Ekki bara Palestínumenn heldur Arabalöndin, löndin í Vestur-Evrópu. Um allan heim heyrast mótmæli við þessum fyrirætlunum sem eru ekkert annað opinskátt að fremja stríðsglæp á fólkinu sem þarna býr. Sem þrátt fyrir allt streymir heim.“ Vopnahlé tók gildi þann 19. janúar og slepptu Hamas fjölda gísla í skiptum fyrir Palestínumenn sem fangelsaðir voru af Ísrael. Hamas á að sleppa 33 gíslum fyrir um tvö þúsund fanga. Einnig var hluti af vopnahléssamkomulaginu að íbúar norðurhluta Gasa fengu að snúa aftur. Að sögn Sveins snúa margir til baka til síns heima. „Það gerir það, sýnir það með verkum sínum og fótum og tali. Ég hef séð mikið af viðtölum við þetta fólk sem er núna að streyma heim. Núna í kjölfar eins hryllilegasta og miskunnarlausasta stríðs gegn börnum og mæðrum sem að heimurinn hefur horft út á. Sem hafði þetta markmið, þetta var útrýmingarherferð, þetta var ekkert stríð gegn Hamas eins og það var kallað. Þetta var stríð gegn Palestínu og sérstaklega börnum,“ segir Sveinn. Erfitt sé að segja hvernig framvinda málsins verður. „Það er erfitt að reikna hana út. Í gær áttu viðræðurnar að hefjast um að halda áfram samningum um vopnahlé, um annað stigið. Þær gerðu það og viðræðurnar byrjuðu og þá kemur hann með þetta í kjölfarið,“ segir Sveinn Rúnar. „Hann lýsir þarna yfir vilja til að eignast þetta rétt eins og Grænland og fleiri lönd í heiminum sem hann vill núna eignast. Mönnum finnst kannski einkennilegt að þurfa taka þessu alvarlega en það þarf að gera það. Þetta kemur núna í kjölfar útrýmingarstyrjaldar sem hafði það að markmiði af hálfu Ísraels að eyða byggð Palestínumanna úr Gasa. Þá voru menn tilbúnir, eins og hann kallar það sjálfur, að byggja upp riveríu á Gasaströndinni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Bandaríkin Ísrael Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira