Erlent

Fyrsta sinn í fjóra áratugi sem enginn fer á topp Everest

Samúel Karl Ólason skrifar
24 létu lífið í snjóflóði á Everst í apríl í fyrra.
24 létu lífið í snjóflóði á Everst í apríl í fyrra. Vísir/EPA
Í fyrsta sinn frá árinu 1974 komst enginn á topp Everest í fyrra. Fjallagarpar segja mörg atriði hafa komið í veg fyrir að einhver kæmist á topp hæsta fjalls heims. Hins vegar hafi ekkert haft meiri áhrif en jarðskjálftinn 25. apríl. Jarðskjálftinn olli snjóflóði sem féll á grunnbúðir Everest og létu 24 lífið.

Alls létust rúmlega átta þúsund manns í jarðskjálftanum og um 21 þúsund slösuðust.

Í frétt Washington Post segir að leiðinni upp fjallið í Tíbet hafi verið lokað af yfirvöldum í Kína. Yfirvöld í Nepal lokaði ekki fjallinu, en sjerpar hættu að sinna hættulegum hluta leiðarinnar vegna hættu á eftirskjálftum.

Þá hættu nánast allir sem ætluðu sér að klífa fjallið við.

Japanskur fjallgöngumaður með einn fingur reyndi við fjallið í október og var hann sá eini á árinu., en þurfti að hætta við. Þetta var í fimmta sinn sem Nobukazu Kuriki reyndi að komast á topp Everest, en árið 2012 missti hann níu fingur við að reyna það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×