Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2016 19:30 Bárðarbunga heldur áfram að sýna merki um óróa en þar urðu tveir jarðskjálftar í nótt sem mældust yfir þrjú stig. Verði þarna mikið sprengigos, eins og sumir spá, er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. Tíu mánuðum eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk eru jarðvísindamenn farnir að tala á þeim nótum að það sé ekki spurning um hvort heldur hvænær eldstöðin Bárðarbunga gjósi næst. Þannig taldi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur fyrir jól að það gæti verið stutt í gos; það gæti orðið á þessu ári eða því næsta. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos,” sagði Ármann í fréttum Stöðvar 2 þann 21. desember síðastliðinn.Frá eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. Mikið öskufall fylgdi því gosi.Visir/EgillSlíku eldgosi fylgdi mikið öskufall og þá yrði það kannski lán í óláni hversu langt Bárðarbunga er frá næstu byggð. Þannig eru um 90 kílómetrar í fremstu bæi í Eyjafirði, 85 kílómetrar eru í Svartárkot í Bárðardal og enn lengra er í Möðrudal og Hrafnkelsdal fyrir austan, 110 kílómetrar. Þær byggðir sem næstar eru Bárðarbungu eru sunnan Vatnajökuls, 75 kílómetrar eru í Skaftafell og 80 kílómetrar í bæi í Fljótshverfi. Ef við skoðum þéttbýlisstaði þá eru 130 kílómetrar til Akureyrar, 125 í Reykjahlíð, 170 í Egilsstaði, 120 kílómetrar eru að Höfn í Hornafirði en styst er að Kirkjubæjarklaustri, 100 kílómetra loftlína. En það yrði einnig veruleg ógn af hamfarahlaupi, verði gos undir jökli, en vísindamenn telja að Bárðarbunga geti skilað hlaupi einkum í fjóra farvegi, eftir því hvar gosið kæmi upp í öskjunni. Hlaupvatn gæti farið til suðurs, um Grímsvötn og Skeiðarársand, líkt og gerðist í Gjálpargosinu árið 1996; til suðvesturs í Köldukvísl og Þórisvatn, - það gæti ógnað virkjunum. Það gæti farið norður í Skjálfandafljót en líklegasta hlaupleiðin hefur þó jafnan verið talin til norðausturs, um farveg Jökulsár á Fjöllum. Það þýddi að hlaupið færi um Dettifoss og til sjávar í Öxarfirði. Bárðarbunga Tengdar fréttir Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum. 4. janúar 2016 07:00 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Tveir skjálftar yfir 3 í Bárðarbungu Bárðarbunga vöktuð allan sólarhringinn. 26. desember 2015 09:06 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Bárðarbunga heldur áfram að sýna merki um óróa en þar urðu tveir jarðskjálftar í nótt sem mældust yfir þrjú stig. Verði þarna mikið sprengigos, eins og sumir spá, er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. Tíu mánuðum eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk eru jarðvísindamenn farnir að tala á þeim nótum að það sé ekki spurning um hvort heldur hvænær eldstöðin Bárðarbunga gjósi næst. Þannig taldi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur fyrir jól að það gæti verið stutt í gos; það gæti orðið á þessu ári eða því næsta. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos,” sagði Ármann í fréttum Stöðvar 2 þann 21. desember síðastliðinn.Frá eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. Mikið öskufall fylgdi því gosi.Visir/EgillSlíku eldgosi fylgdi mikið öskufall og þá yrði það kannski lán í óláni hversu langt Bárðarbunga er frá næstu byggð. Þannig eru um 90 kílómetrar í fremstu bæi í Eyjafirði, 85 kílómetrar eru í Svartárkot í Bárðardal og enn lengra er í Möðrudal og Hrafnkelsdal fyrir austan, 110 kílómetrar. Þær byggðir sem næstar eru Bárðarbungu eru sunnan Vatnajökuls, 75 kílómetrar eru í Skaftafell og 80 kílómetrar í bæi í Fljótshverfi. Ef við skoðum þéttbýlisstaði þá eru 130 kílómetrar til Akureyrar, 125 í Reykjahlíð, 170 í Egilsstaði, 120 kílómetrar eru að Höfn í Hornafirði en styst er að Kirkjubæjarklaustri, 100 kílómetra loftlína. En það yrði einnig veruleg ógn af hamfarahlaupi, verði gos undir jökli, en vísindamenn telja að Bárðarbunga geti skilað hlaupi einkum í fjóra farvegi, eftir því hvar gosið kæmi upp í öskjunni. Hlaupvatn gæti farið til suðurs, um Grímsvötn og Skeiðarársand, líkt og gerðist í Gjálpargosinu árið 1996; til suðvesturs í Köldukvísl og Þórisvatn, - það gæti ógnað virkjunum. Það gæti farið norður í Skjálfandafljót en líklegasta hlaupleiðin hefur þó jafnan verið talin til norðausturs, um farveg Jökulsár á Fjöllum. Það þýddi að hlaupið færi um Dettifoss og til sjávar í Öxarfirði.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum. 4. janúar 2016 07:00 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Tveir skjálftar yfir 3 í Bárðarbungu Bárðarbunga vöktuð allan sólarhringinn. 26. desember 2015 09:06 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum. 4. janúar 2016 07:00
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30