Formúla 1

Haas stefnir á stig í Ástralíu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Steiner, Romain Grosjean annar ökumanna liðsins og Gene Haas eigandi þess.
Steiner, Romain Grosjean annar ökumanna liðsins og Gene Haas eigandi þess. Vísir/Getty
Guenther Steiner, liðsstjóri Haas segir að liðið stefni á að ná í stig í fyrstu keppni tímabilsins. Aðeins örfá ný lið hafa náð í stig í sinni fyrstu keppni.

Árið 2010 komu þrjú ný lið inn í Formúlu 1 og ekkert þeirra náði í stig á fyrsta árinu. Hvað þá í fyrstu keppninni. Af þeim þremur er aðeins Manor Marussia liðið starfandi og það náði í stig á sínu fimmta tímabili. Hin tvö voru Caterham og HRT.

Haas setur markið hátt, þrátt fyrir að sagan segi annað. Markmið liðsins eru að komast í aðra lotu tímatökunnar og ná í stig í ástralska kappakstrinum í mars.

„Við myndum vilja ná í stig,“ sagði Steiner, aðspurður um hvað hann teldi mögulegt í fyrstu keppni. „Ef við komumst í aðra lotu tímatökunnar erum við í góðum málum,“ bætti hann svo við.

„Við viljum eiga möguleika á stigum og sýna hvað í okkur býr. Við viljum sýna hvað við höfum verið að vinna að síðustu tvö ár og viljum sleppa stórslysa laust frá þessu. Það eru helstu markmið í augnablikinu,“ sagði Steiner.

Steiner blés á orðróm um að stór nöfn væru á leið til liðsins í formi verkfræðinga eða hönnuða. Rob Smedley hafði verið orðaður við liðið.

„Við eigum von á góðum einstaklingum en ekki neinum risastórum nöfnum. Það er enginn Adrian Newey að koma til okkar sem dæmi,“ sagði Steiner að lokum.


Tengdar fréttir

Haas: Undirvagninn okkar betri en Ferrari

Gene Haas, eigandi Haas F1 liðsins sem hefur keppni í Formúlu 1 á næsta ári segir a undirvagn liðs síns verði líklegast betri en undirvagn Ferrari liðsins.

Nasr: Sauber verður allt öðruvísi 2016

Sauber tekur grimmari nálgun við hönnun 2016 bílsins en liðið gerði með bíl síðasta árs. Liðið þarf að taka stórt skref fram á við segir annar ökumanna liðsins, Felipe Nasr.

Schumacher getur ekki gengið

Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×