Erlent

Hollendingar kjósa um neyðaraðstoð

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mark Rutte stólar á að hollenska þingið samþykki lán til Grikkja.
Mark Rutte stólar á að hollenska þingið samþykki lán til Grikkja. nordicphotos/afp
Allir 150 þingmenn neðri deildar Hollandsþings voru í gær kallaðir úr sumarfríi til að ræða og kjósa um nýja neyðaraðstoðarsamning framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu við Grikki. Umræðurnar hefjast á miðvikudag.

Fjármálaráðherrar ríkja evrusvæðisins samþykktu á föstudaginn að veita Grikkjum 86 milljarða evra lán eftir að Grikkir samþykktu skilyrði lánardrottnanna.

Nú þurfa hins vegar nokkur þjóðþing evrusvæðisins að samþykkja lánveitinguna. Búist er við því að stjórn forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, mæti mikilli mótspyrnu stjórnarandstöðunnar í landinu. Stjórnarandstaðan er andvíg frekari lánveitingum.

Hollendingar, líkt og Þjóðverjar, hafa verið einna harðastir í garð Grikkja og beittu sér gegn því að hluti skulda Grikkja yrði felldur niður nýverið eins og Grikkir og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kröfðust. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×