Lýðræði í spennitreyju Stefán Jón Hafstein skrifar 11. júní 2015 07:00 Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust. Þetta er eitur í beinum þeirra sem halda að „fulltrúalýðræði“ og „þingræði“ hafi verið endastöðin á langri þróun til valdeflingar almennings. Kemur þá til skjalanna bænaskrá til forseta Íslands sem meira en 50 þúsund manns hafa undirritað þar sem farið er fram á að hann stöðvi áform um svokallað makrílfrumvarp, komi til þess, og leyfi þjóðinni að hafa síðasta orðið. Náðarsamlegast. Við þurfum bænaskrá af því að við erum með úrelta stjórnarskrá. Stjórnarskráin lýsir hugmyndafræði 19. aldar sem var yfirfærð í bráðabirgðaskjal við lýðveldisstofnun 1944 og átti alltaf að endurskoða við fyrsta tækifæri. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að almenningur geti risið upp gegn „fulltrúalýðræðinu“ nema á fjögurra ára fresti. En hún gerir ráð fyrir „öryggisventli“ sem var alveg prýðileg lausn – fyrir 60 árum. Sá ventill er forseti Íslands sem á að bera skynbragð á það hvenær myndast hefur svo breið „gjá milli þings og þjóðar” að vísa verði málum beint til fólksins. Þess vegna hafa 50 þúsund manns látið sig hafa það að skrifa undir bænaskjal í 19. aldar stíl vegna þess að önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Engar reglur kveða á um það hvernig forseti fer með þessar bænir. Ef hann bænheyrir þá yfirleitt.Valdið til fólksins Ég skrifaði um það í ritgerð fyrir réttum tíu árum að svarið við auðræðistilhneigingum þeirra tíma væri lýðræðisvæðing. Ég sagði að fáránlegt væri að valdið til að skjóta málum til þjóðarinnar væri á hendi eins manns á Bessastöðum, þegar nær væri að fólkið sjálft gæti tekið sér það vald að kjósa um álitamál þegar svo ber við að horfa. Stjórnlagaráð var alveg sammála og í tillögum þess er einmitt gert ráð fyrir slíku samkvæmt reglum. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ganga eigi lengra og leyfa almannasamtökum að leggja mál fyrir þjóðþingið, svo sem í formi þingsályktunartillögu, þjóðkjörnir fulltrúar ákveði síðan sjálfir hvernig þeir fara með og hafa þá trúnað við almenning að veði. Við núverandi aðstæður gætum við til dæmis hugsað okkur að samtök sem vilja berjast gegn Evrópusambandsaðild safni undirskriftum við tiltekna tillögu sem Alþingi yrði að taka til afgreiðslu. Eða, samtök sem vilja fara öfuga leið. Manni heyrist stundum að talsmenn 19. aldar vinnubragða sem halda því fram að „stjórnarskráin hafi staðist álagið“ séu hræddir um að pöpullinn fari að svalla með lýðræðið. Betra sé að málskotsrétturinn sé sveipaður „dulúð“ forsetaembættisins og „þjóðkjörnir fulltrúar“ séu í skjóli frá þjóðinni nema á fjögurra ára fresti. Við þessu er eitt svar: Þær aldir eru liðnar.Makríll og lýðræði Stjórnarskráin er orðin að spennitreyju um lýðræðisvakningu Íslendinga. Það skiptir engu hvað manni finnst um makrílveiðar, allir ættu að geta sameinast um að færa valdið til fólksins og þar með traustið á lýðræði, valdastofnunum og stjórnmálum. En eftir því er nokkuð spurt á síðustu tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust. Þetta er eitur í beinum þeirra sem halda að „fulltrúalýðræði“ og „þingræði“ hafi verið endastöðin á langri þróun til valdeflingar almennings. Kemur þá til skjalanna bænaskrá til forseta Íslands sem meira en 50 þúsund manns hafa undirritað þar sem farið er fram á að hann stöðvi áform um svokallað makrílfrumvarp, komi til þess, og leyfi þjóðinni að hafa síðasta orðið. Náðarsamlegast. Við þurfum bænaskrá af því að við erum með úrelta stjórnarskrá. Stjórnarskráin lýsir hugmyndafræði 19. aldar sem var yfirfærð í bráðabirgðaskjal við lýðveldisstofnun 1944 og átti alltaf að endurskoða við fyrsta tækifæri. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að almenningur geti risið upp gegn „fulltrúalýðræðinu“ nema á fjögurra ára fresti. En hún gerir ráð fyrir „öryggisventli“ sem var alveg prýðileg lausn – fyrir 60 árum. Sá ventill er forseti Íslands sem á að bera skynbragð á það hvenær myndast hefur svo breið „gjá milli þings og þjóðar” að vísa verði málum beint til fólksins. Þess vegna hafa 50 þúsund manns látið sig hafa það að skrifa undir bænaskjal í 19. aldar stíl vegna þess að önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Engar reglur kveða á um það hvernig forseti fer með þessar bænir. Ef hann bænheyrir þá yfirleitt.Valdið til fólksins Ég skrifaði um það í ritgerð fyrir réttum tíu árum að svarið við auðræðistilhneigingum þeirra tíma væri lýðræðisvæðing. Ég sagði að fáránlegt væri að valdið til að skjóta málum til þjóðarinnar væri á hendi eins manns á Bessastöðum, þegar nær væri að fólkið sjálft gæti tekið sér það vald að kjósa um álitamál þegar svo ber við að horfa. Stjórnlagaráð var alveg sammála og í tillögum þess er einmitt gert ráð fyrir slíku samkvæmt reglum. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ganga eigi lengra og leyfa almannasamtökum að leggja mál fyrir þjóðþingið, svo sem í formi þingsályktunartillögu, þjóðkjörnir fulltrúar ákveði síðan sjálfir hvernig þeir fara með og hafa þá trúnað við almenning að veði. Við núverandi aðstæður gætum við til dæmis hugsað okkur að samtök sem vilja berjast gegn Evrópusambandsaðild safni undirskriftum við tiltekna tillögu sem Alþingi yrði að taka til afgreiðslu. Eða, samtök sem vilja fara öfuga leið. Manni heyrist stundum að talsmenn 19. aldar vinnubragða sem halda því fram að „stjórnarskráin hafi staðist álagið“ séu hræddir um að pöpullinn fari að svalla með lýðræðið. Betra sé að málskotsrétturinn sé sveipaður „dulúð“ forsetaembættisins og „þjóðkjörnir fulltrúar“ séu í skjóli frá þjóðinni nema á fjögurra ára fresti. Við þessu er eitt svar: Þær aldir eru liðnar.Makríll og lýðræði Stjórnarskráin er orðin að spennitreyju um lýðræðisvakningu Íslendinga. Það skiptir engu hvað manni finnst um makrílveiðar, allir ættu að geta sameinast um að færa valdið til fólksins og þar með traustið á lýðræði, valdastofnunum og stjórnmálum. En eftir því er nokkuð spurt á síðustu tímum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun