Lýðræði í spennitreyju Stefán Jón Hafstein skrifar 11. júní 2015 07:00 Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust. Þetta er eitur í beinum þeirra sem halda að „fulltrúalýðræði“ og „þingræði“ hafi verið endastöðin á langri þróun til valdeflingar almennings. Kemur þá til skjalanna bænaskrá til forseta Íslands sem meira en 50 þúsund manns hafa undirritað þar sem farið er fram á að hann stöðvi áform um svokallað makrílfrumvarp, komi til þess, og leyfi þjóðinni að hafa síðasta orðið. Náðarsamlegast. Við þurfum bænaskrá af því að við erum með úrelta stjórnarskrá. Stjórnarskráin lýsir hugmyndafræði 19. aldar sem var yfirfærð í bráðabirgðaskjal við lýðveldisstofnun 1944 og átti alltaf að endurskoða við fyrsta tækifæri. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að almenningur geti risið upp gegn „fulltrúalýðræðinu“ nema á fjögurra ára fresti. En hún gerir ráð fyrir „öryggisventli“ sem var alveg prýðileg lausn – fyrir 60 árum. Sá ventill er forseti Íslands sem á að bera skynbragð á það hvenær myndast hefur svo breið „gjá milli þings og þjóðar” að vísa verði málum beint til fólksins. Þess vegna hafa 50 þúsund manns látið sig hafa það að skrifa undir bænaskjal í 19. aldar stíl vegna þess að önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Engar reglur kveða á um það hvernig forseti fer með þessar bænir. Ef hann bænheyrir þá yfirleitt.Valdið til fólksins Ég skrifaði um það í ritgerð fyrir réttum tíu árum að svarið við auðræðistilhneigingum þeirra tíma væri lýðræðisvæðing. Ég sagði að fáránlegt væri að valdið til að skjóta málum til þjóðarinnar væri á hendi eins manns á Bessastöðum, þegar nær væri að fólkið sjálft gæti tekið sér það vald að kjósa um álitamál þegar svo ber við að horfa. Stjórnlagaráð var alveg sammála og í tillögum þess er einmitt gert ráð fyrir slíku samkvæmt reglum. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ganga eigi lengra og leyfa almannasamtökum að leggja mál fyrir þjóðþingið, svo sem í formi þingsályktunartillögu, þjóðkjörnir fulltrúar ákveði síðan sjálfir hvernig þeir fara með og hafa þá trúnað við almenning að veði. Við núverandi aðstæður gætum við til dæmis hugsað okkur að samtök sem vilja berjast gegn Evrópusambandsaðild safni undirskriftum við tiltekna tillögu sem Alþingi yrði að taka til afgreiðslu. Eða, samtök sem vilja fara öfuga leið. Manni heyrist stundum að talsmenn 19. aldar vinnubragða sem halda því fram að „stjórnarskráin hafi staðist álagið“ séu hræddir um að pöpullinn fari að svalla með lýðræðið. Betra sé að málskotsrétturinn sé sveipaður „dulúð“ forsetaembættisins og „þjóðkjörnir fulltrúar“ séu í skjóli frá þjóðinni nema á fjögurra ára fresti. Við þessu er eitt svar: Þær aldir eru liðnar.Makríll og lýðræði Stjórnarskráin er orðin að spennitreyju um lýðræðisvakningu Íslendinga. Það skiptir engu hvað manni finnst um makrílveiðar, allir ættu að geta sameinast um að færa valdið til fólksins og þar með traustið á lýðræði, valdastofnunum og stjórnmálum. En eftir því er nokkuð spurt á síðustu tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust. Þetta er eitur í beinum þeirra sem halda að „fulltrúalýðræði“ og „þingræði“ hafi verið endastöðin á langri þróun til valdeflingar almennings. Kemur þá til skjalanna bænaskrá til forseta Íslands sem meira en 50 þúsund manns hafa undirritað þar sem farið er fram á að hann stöðvi áform um svokallað makrílfrumvarp, komi til þess, og leyfi þjóðinni að hafa síðasta orðið. Náðarsamlegast. Við þurfum bænaskrá af því að við erum með úrelta stjórnarskrá. Stjórnarskráin lýsir hugmyndafræði 19. aldar sem var yfirfærð í bráðabirgðaskjal við lýðveldisstofnun 1944 og átti alltaf að endurskoða við fyrsta tækifæri. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að almenningur geti risið upp gegn „fulltrúalýðræðinu“ nema á fjögurra ára fresti. En hún gerir ráð fyrir „öryggisventli“ sem var alveg prýðileg lausn – fyrir 60 árum. Sá ventill er forseti Íslands sem á að bera skynbragð á það hvenær myndast hefur svo breið „gjá milli þings og þjóðar” að vísa verði málum beint til fólksins. Þess vegna hafa 50 þúsund manns látið sig hafa það að skrifa undir bænaskjal í 19. aldar stíl vegna þess að önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Engar reglur kveða á um það hvernig forseti fer með þessar bænir. Ef hann bænheyrir þá yfirleitt.Valdið til fólksins Ég skrifaði um það í ritgerð fyrir réttum tíu árum að svarið við auðræðistilhneigingum þeirra tíma væri lýðræðisvæðing. Ég sagði að fáránlegt væri að valdið til að skjóta málum til þjóðarinnar væri á hendi eins manns á Bessastöðum, þegar nær væri að fólkið sjálft gæti tekið sér það vald að kjósa um álitamál þegar svo ber við að horfa. Stjórnlagaráð var alveg sammála og í tillögum þess er einmitt gert ráð fyrir slíku samkvæmt reglum. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ganga eigi lengra og leyfa almannasamtökum að leggja mál fyrir þjóðþingið, svo sem í formi þingsályktunartillögu, þjóðkjörnir fulltrúar ákveði síðan sjálfir hvernig þeir fara með og hafa þá trúnað við almenning að veði. Við núverandi aðstæður gætum við til dæmis hugsað okkur að samtök sem vilja berjast gegn Evrópusambandsaðild safni undirskriftum við tiltekna tillögu sem Alþingi yrði að taka til afgreiðslu. Eða, samtök sem vilja fara öfuga leið. Manni heyrist stundum að talsmenn 19. aldar vinnubragða sem halda því fram að „stjórnarskráin hafi staðist álagið“ séu hræddir um að pöpullinn fari að svalla með lýðræðið. Betra sé að málskotsrétturinn sé sveipaður „dulúð“ forsetaembættisins og „þjóðkjörnir fulltrúar“ séu í skjóli frá þjóðinni nema á fjögurra ára fresti. Við þessu er eitt svar: Þær aldir eru liðnar.Makríll og lýðræði Stjórnarskráin er orðin að spennitreyju um lýðræðisvakningu Íslendinga. Það skiptir engu hvað manni finnst um makrílveiðar, allir ættu að geta sameinast um að færa valdið til fólksins og þar með traustið á lýðræði, valdastofnunum og stjórnmálum. En eftir því er nokkuð spurt á síðustu tímum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun