Innlent

Samtals um 27 tíma seinkun

Sveinn Arnarsson skrifar
Linda Rós Rúnarsdóttir var á leið til Dyflinnar í gær.
Linda Rós Rúnarsdóttir var á leið til Dyflinnar í gær.
Töf varð á öllum flugleiðum WOW air í gær. Lengst þurftu farþegar til Dyflinnar að bíða eftir því að komast í loftið en flug þeirra, sem átti að fara í loftið samkvæmt áætlun um sex um morguninn, fór ekki fyrr en rúmlega fjögur síðdegis.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, segir ástæðurnar vera keðjuverkun frá því vél á vegum félagsins bilaði í gær. „Okkur þykir þetta miður og starfsfólk okkar vinnur baki brotnu við að vinda ofan af töfinni. Við áætlum að allt flug hjá okkur verði á áætlun á morgun [í dag],“ segir Svanhvít og bendir á að í tvígang hafi flugfélagið greitt fyrir fæði fyrir farþega meðan á biðinni stóð.

Linda Rós Rúnarsdóttir er einn þeirra farþega sem biðu eftir að komast til Dyflinnar. Hún segir farþega í tvígang hafa sest upp í vél en verið snúið við að flugstöðinni vegna bilana. „Farþegar eru orðnir nokkuð þreyttir og pirraðir en allir halda ró sinni. Menn vilja bara komast í fríið sitt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×