Atgervisflótti meðal hjúkrunarfræðinga Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir skrifar 2. júní 2015 08:00 Þann 1. desember árið 2012 hóf ég störf á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. Dagana á undan höfðu tæplega 300 hjúkrunarfræðingar á spítalanum skilað inn uppsögnum, þeir voru ósáttir við að ekki hefði verið gerður stofnanasamningur við þá og fóru þessa leið til þess að knýja fram kröfur sínar. Nýr stofnanasamningur var undirritaður 12. febrúar árið 2013 og var að sögn þáverandi heilbrigðisráðherra í anda jafnlaunastefnu þáverandi ríkisstjórnar sem ætlaði sér að vinna að útrýmingu kynbundins og stéttbundins launamisréttis. Þessar fyrirætlanir féllu um sjálfar sig. Óútskýrt launamisrétti er enn við lýði. Á hundrað ára afmælisári kosningaréttar kvenna og fátækra karla er það talið allt að 25% verðmætara að sýsla með fjármuni ríkisins en mannauðinn. Konur eru í meirihluta starfsmanna háskólasjúkrahússins, sem glímir við svo miklu stærri vandamál en faraó-maura, myglu og mósasýkingar eins og gárungarnir göntuðust með fyrir nokkrum mánuðum. Háskólasjúkrahúsið er að tapa fyrir einkareknu heilbrigðisþjónustunni sem á sér stofur og musteri um allan bæ. Kjör heilbrigðisstarfsmanna hafa um árabil verið þannig að læknar sjá sér ekki fært að vinna fulla vinnu á háskólasjúkrahúsinu, þeir vinna þess vegna hlutastarf á spítalanum og drýgja tekjurnar á stofum úti í bæ. Heilsugæslan nær ekki að sinna hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður sjúkra, fólk leitar heldur til sérfræðilækna á stofum eða beint á bráðamóttöku Landspítalans. Hjúkrunarrými fyrir aldraða og langveika eru ekki til staðar og þar af leiðandi liggur gamla fólkið á göngum Landspítalans dögum og vikum saman meðan beðið er eftir varanlegum úrræðum. Heilbrigðiskerfið er einkarekið í bland og enginn tapar á því nema þeir sem þurfa á þjónustu háskólasjúkrahússins að halda. Læknar fengu sanngjarnar kjarabætur í vetur, aðrir háskólamenntaðir starfsmenn bíða enn eftir sínum kjarabótum. Verkfall BHM hefur staðið í nær sextíu daga þegar þetta er ritað, verkfall FÍH í tæpa viku og ekkert virðist í sjónmáli. Meðan deiluaðilar koma sé ekki saman um samninga og meðan stjórnvöld sinna í engu ákalli þeirra sem beita verkfalli sem neyðarúrræði þá bíða sjúklingar í angist heima og vita ekki hvort eða hvenær þeir fá úrlausn sinna mála. Til þess að Landspítalinn verði aftur eftirsóttur vinnustaður fyrir þá sem hafa valið að mennta sig í heilbrigðisvísindum hérlendis og erlendis þarf að koma til móts við starfsfólk með kjarabótum og -tryggingu fyrir því að hægt verði að sinna sjúklingum á besta mögulega máta. Við þurfum að tala upp spítalann okkar, við þurfum að vinna að því að þeir sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda geti notið hennar með reisn, en ekki lokaðir inni á baðherbergjum eða liggjandi fyrir allra augum á göngum. Það gerist ekki á einni nóttu, en með sameinuðu átaki stjórnvalda og starfsfólks spítalans er það hægt. Með auknum fjármunum, og sýnilegum vilja til þess að bæta úr sér gengið húsnæði háskólasjúkrahússins og efla starfsemina innan spítalans verður Landspítalinn efalítið eftirsóttur vinnustaður og öruggt skjól þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Ég er að fara úr landi, aftur eftir aðeins tveggja og hálfs árs dvöl. Við erum fjórar af deildinni minni. Fjórir hjúkrunarfræðingar með hartnær fjörutíu ára samanlagða reynslu af hjúkrun krabbameinssjúkra. Fjórir hjúkrunarfræðingar með fjölskyldur sem sjá sér ekki lengur fært að lifa og starfa á Íslandi. Þetta heitir atgervisflótti. Flóttinn er staðreynd, nú verða stjórnvöld að stíga fram og horfast í augu við staðreyndina. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur starfskraftur erlendis og fara ef ekki bjóðast ásættanleg kjör hér á landi. Við erum fjórar á minni deild sem höfum tekið skrefið, samanlagt höfum við með okkur ellefu börn. Framtíð þjóðarinnar er á leið úr landi með foreldrum sínum, hjúkrunarfræðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þann 1. desember árið 2012 hóf ég störf á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. Dagana á undan höfðu tæplega 300 hjúkrunarfræðingar á spítalanum skilað inn uppsögnum, þeir voru ósáttir við að ekki hefði verið gerður stofnanasamningur við þá og fóru þessa leið til þess að knýja fram kröfur sínar. Nýr stofnanasamningur var undirritaður 12. febrúar árið 2013 og var að sögn þáverandi heilbrigðisráðherra í anda jafnlaunastefnu þáverandi ríkisstjórnar sem ætlaði sér að vinna að útrýmingu kynbundins og stéttbundins launamisréttis. Þessar fyrirætlanir féllu um sjálfar sig. Óútskýrt launamisrétti er enn við lýði. Á hundrað ára afmælisári kosningaréttar kvenna og fátækra karla er það talið allt að 25% verðmætara að sýsla með fjármuni ríkisins en mannauðinn. Konur eru í meirihluta starfsmanna háskólasjúkrahússins, sem glímir við svo miklu stærri vandamál en faraó-maura, myglu og mósasýkingar eins og gárungarnir göntuðust með fyrir nokkrum mánuðum. Háskólasjúkrahúsið er að tapa fyrir einkareknu heilbrigðisþjónustunni sem á sér stofur og musteri um allan bæ. Kjör heilbrigðisstarfsmanna hafa um árabil verið þannig að læknar sjá sér ekki fært að vinna fulla vinnu á háskólasjúkrahúsinu, þeir vinna þess vegna hlutastarf á spítalanum og drýgja tekjurnar á stofum úti í bæ. Heilsugæslan nær ekki að sinna hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður sjúkra, fólk leitar heldur til sérfræðilækna á stofum eða beint á bráðamóttöku Landspítalans. Hjúkrunarrými fyrir aldraða og langveika eru ekki til staðar og þar af leiðandi liggur gamla fólkið á göngum Landspítalans dögum og vikum saman meðan beðið er eftir varanlegum úrræðum. Heilbrigðiskerfið er einkarekið í bland og enginn tapar á því nema þeir sem þurfa á þjónustu háskólasjúkrahússins að halda. Læknar fengu sanngjarnar kjarabætur í vetur, aðrir háskólamenntaðir starfsmenn bíða enn eftir sínum kjarabótum. Verkfall BHM hefur staðið í nær sextíu daga þegar þetta er ritað, verkfall FÍH í tæpa viku og ekkert virðist í sjónmáli. Meðan deiluaðilar koma sé ekki saman um samninga og meðan stjórnvöld sinna í engu ákalli þeirra sem beita verkfalli sem neyðarúrræði þá bíða sjúklingar í angist heima og vita ekki hvort eða hvenær þeir fá úrlausn sinna mála. Til þess að Landspítalinn verði aftur eftirsóttur vinnustaður fyrir þá sem hafa valið að mennta sig í heilbrigðisvísindum hérlendis og erlendis þarf að koma til móts við starfsfólk með kjarabótum og -tryggingu fyrir því að hægt verði að sinna sjúklingum á besta mögulega máta. Við þurfum að tala upp spítalann okkar, við þurfum að vinna að því að þeir sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda geti notið hennar með reisn, en ekki lokaðir inni á baðherbergjum eða liggjandi fyrir allra augum á göngum. Það gerist ekki á einni nóttu, en með sameinuðu átaki stjórnvalda og starfsfólks spítalans er það hægt. Með auknum fjármunum, og sýnilegum vilja til þess að bæta úr sér gengið húsnæði háskólasjúkrahússins og efla starfsemina innan spítalans verður Landspítalinn efalítið eftirsóttur vinnustaður og öruggt skjól þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Ég er að fara úr landi, aftur eftir aðeins tveggja og hálfs árs dvöl. Við erum fjórar af deildinni minni. Fjórir hjúkrunarfræðingar með hartnær fjörutíu ára samanlagða reynslu af hjúkrun krabbameinssjúkra. Fjórir hjúkrunarfræðingar með fjölskyldur sem sjá sér ekki lengur fært að lifa og starfa á Íslandi. Þetta heitir atgervisflótti. Flóttinn er staðreynd, nú verða stjórnvöld að stíga fram og horfast í augu við staðreyndina. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur starfskraftur erlendis og fara ef ekki bjóðast ásættanleg kjör hér á landi. Við erum fjórar á minni deild sem höfum tekið skrefið, samanlagt höfum við með okkur ellefu börn. Framtíð þjóðarinnar er á leið úr landi með foreldrum sínum, hjúkrunarfræðingum.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun