Þjóðaratkvæðagreiðsla um rýniskýrslu? 1. maí 2015 12:00 Með þingsályktun 16. júlí 2009 fól Alþingi ríkisstjórninni að „leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.“ Í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar um tillögu til ályktunar Alþingis segir m.a.: „Með aðildarviðræðum skýrist á ítarlegan hátt hvaða samningsgrundvelli Ísland getur náð svo þjóðin geti tekið ákvörðun um þetta stóra ágreiningsmál samtímans með allar forsendur þess ljósar.“ Í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem tók við völdum eftir kosningar til Alþingis 27. apríl 2013 kom fram að gera ætti úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan ESB. Var Hagfræðistofnun HÍ falið að annast umrædda úttekt og skila um hana skýrslu. Í niðurstöðukafla skýrslunnar, sem gerð var opinber 17. feb. 2014, kemur m.a. fram að rýniskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um sjávarútvegsmál hafi ekki legið fyrir þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að fresta frekari viðræðum við ESB en þá var liðið vel á annað ár frá því að seinni rýnifundi samningsaðila um þetta efni lauk. Hvað sem líður stöðu Íslands sem umsóknarríkis verður þessi afstaða vart túlkuð á annan hátt en að viðræður hafi í reynd verið lagðar af. Lítil umræða um skýrsluna Nokkrum dögum eftir að Hagfræðistofnun skilaði af sér áðurnefndri skýrslu samþykkti ríkisstjórnin að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Við þetta færðist aukinn kraftur í kröfuna um að örlög viðræðnanna yrðu lögð í dóm þjóðarinnar. Lítil umræða varð á þingi um skýrslu Hagfræðistofnunar en þeim mun meiri um kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Þegar þingstörfum lauk vorið 2014 lá tillaga utanríkisráðherra um að draga ESB-umsókn Íslands til baka enn óafgreidd í nefnd og dagaði þar uppi. Á liðnum vikum hefur aftur lifnað yfir umræðunni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Þriðjudaginn 14. apríl mælti Katrín Jakobsdóttir (í fjarveru 1. flutningsmanns málsins, Árna Páls Árnasonar) fyrir þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Auk Katrínar og Árna Páls standa Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir að tillögunni en þannig hafa stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði haldin 26. sept. nk. Málavextir eru þó augljóslega með þeim hætti að erfitt er að sjá að flutningsmönnum sé full alvara með tillögu sinni. Samkvæmt henni á að bera eftirfarandi spurningu undir þjóðaratkvæðagreiðslu: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ Einhverjum kann að þykja sérstætt að stjórnmálaflokkar, sem stóðu að samþykkt um að hefja aðildarviðræður við ESB árið 2009, telji nú brýnt að þjóðin ákveði það í sérstakri atkvæðagreiðslu hvort „taka eigi upp þráðinn“ í viðræðum sem stofnað var til án þess að sú ákvörðun væri með nokkrum hætti borin undir þjóðina. Hér blasir enn fremur við að tillagan tekur með engum hætti mið af raunverulegri stöðu aðildarviðræðnanna. Spurningin sem leggja á fyrir þjóðina er orðuð þannig að ætla má að það sé á valdi Íslands að taka upp þráðinn í viðræðunum við ESB og þá væntanlega þar sem frá var horfið í kjölfar seinni rýnifundar um sjávarútvegskaflann sem lauk í mars 2011. Nú má að sjálfsögðu velta því fyrir sér fram og til baka hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki birt Íslendingum rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að framkvæmdastjórnin lét ekki verða af birtingu skýrslunnar og bjó því þannig um hnútana að viðræður um þennan mikilvægasta kafla aðildarviðræðnanna gátu ekki farið fram. Merkingarlaus spurning Nú er ekkert athugavert við að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, leggi til við Alþingi að það samþykki tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál. Í ljósi þess hve kröfunni um aukna möguleika þjóðarinnar á aðkomu að mikilvægum málum samfélagsins hefur vaxið fiskur um hrygg er dapurlegt að verða vitni að því að forystulið íslenskra stjórnmála skuli, að því er virðist, gera sér að leik að leggja til við aðra alþingismenn að þeir samþykki ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um spurningu sem er, eftir því sem best verður séð, fullkomlega merkingarlaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Með þingsályktun 16. júlí 2009 fól Alþingi ríkisstjórninni að „leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.“ Í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar um tillögu til ályktunar Alþingis segir m.a.: „Með aðildarviðræðum skýrist á ítarlegan hátt hvaða samningsgrundvelli Ísland getur náð svo þjóðin geti tekið ákvörðun um þetta stóra ágreiningsmál samtímans með allar forsendur þess ljósar.“ Í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem tók við völdum eftir kosningar til Alþingis 27. apríl 2013 kom fram að gera ætti úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan ESB. Var Hagfræðistofnun HÍ falið að annast umrædda úttekt og skila um hana skýrslu. Í niðurstöðukafla skýrslunnar, sem gerð var opinber 17. feb. 2014, kemur m.a. fram að rýniskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um sjávarútvegsmál hafi ekki legið fyrir þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að fresta frekari viðræðum við ESB en þá var liðið vel á annað ár frá því að seinni rýnifundi samningsaðila um þetta efni lauk. Hvað sem líður stöðu Íslands sem umsóknarríkis verður þessi afstaða vart túlkuð á annan hátt en að viðræður hafi í reynd verið lagðar af. Lítil umræða um skýrsluna Nokkrum dögum eftir að Hagfræðistofnun skilaði af sér áðurnefndri skýrslu samþykkti ríkisstjórnin að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Við þetta færðist aukinn kraftur í kröfuna um að örlög viðræðnanna yrðu lögð í dóm þjóðarinnar. Lítil umræða varð á þingi um skýrslu Hagfræðistofnunar en þeim mun meiri um kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Þegar þingstörfum lauk vorið 2014 lá tillaga utanríkisráðherra um að draga ESB-umsókn Íslands til baka enn óafgreidd í nefnd og dagaði þar uppi. Á liðnum vikum hefur aftur lifnað yfir umræðunni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Þriðjudaginn 14. apríl mælti Katrín Jakobsdóttir (í fjarveru 1. flutningsmanns málsins, Árna Páls Árnasonar) fyrir þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Auk Katrínar og Árna Páls standa Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir að tillögunni en þannig hafa stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði haldin 26. sept. nk. Málavextir eru þó augljóslega með þeim hætti að erfitt er að sjá að flutningsmönnum sé full alvara með tillögu sinni. Samkvæmt henni á að bera eftirfarandi spurningu undir þjóðaratkvæðagreiðslu: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ Einhverjum kann að þykja sérstætt að stjórnmálaflokkar, sem stóðu að samþykkt um að hefja aðildarviðræður við ESB árið 2009, telji nú brýnt að þjóðin ákveði það í sérstakri atkvæðagreiðslu hvort „taka eigi upp þráðinn“ í viðræðum sem stofnað var til án þess að sú ákvörðun væri með nokkrum hætti borin undir þjóðina. Hér blasir enn fremur við að tillagan tekur með engum hætti mið af raunverulegri stöðu aðildarviðræðnanna. Spurningin sem leggja á fyrir þjóðina er orðuð þannig að ætla má að það sé á valdi Íslands að taka upp þráðinn í viðræðunum við ESB og þá væntanlega þar sem frá var horfið í kjölfar seinni rýnifundar um sjávarútvegskaflann sem lauk í mars 2011. Nú má að sjálfsögðu velta því fyrir sér fram og til baka hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki birt Íslendingum rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að framkvæmdastjórnin lét ekki verða af birtingu skýrslunnar og bjó því þannig um hnútana að viðræður um þennan mikilvægasta kafla aðildarviðræðnanna gátu ekki farið fram. Merkingarlaus spurning Nú er ekkert athugavert við að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, leggi til við Alþingi að það samþykki tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál. Í ljósi þess hve kröfunni um aukna möguleika þjóðarinnar á aðkomu að mikilvægum málum samfélagsins hefur vaxið fiskur um hrygg er dapurlegt að verða vitni að því að forystulið íslenskra stjórnmála skuli, að því er virðist, gera sér að leik að leggja til við aðra alþingismenn að þeir samþykki ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um spurningu sem er, eftir því sem best verður séð, fullkomlega merkingarlaus.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun