Ólíkar áherslur hjá Bjarna Ben og Sigmundi Davíð í kjarasamningum kolbeinn óttarsson proppé skrifar 26. febrúar 2015 09:45 Krónutöluhækkun eða kaupmáttaraukning? Formenn stjórnarflokkanna hafa ólíkar hugmyndir um hvaða leið sé best að fara í yfirvofandi kjarasamningaviðræðum. Um 140 þúsund launþegar verða með lausa samninga á sunnudag. Vísir/GVA Augljós áherslumunur er hjá oddvitum ríkisstjórnarflokkanna um hvaða leið sé best að fara í komandi kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir á þingi að krónutöluhækkun væri skynsamleg nálgun í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að ég og háttvirtur þingmaður séum nánast sammála um mikilvægi þess að forgangsraða á þann hátt að sérstaklega verði komið til móts við fólk með lægri tekjur og millitekjur og að það sé vel gert, jafnvel best gert, með áherslu á krónutöluhækkanir. Ýmsar vísbendingar eru um að þrátt fyrir að krónutöluhækkanir hafi á stundum leitt til launaskriðs í formi prósentuhækkana upp launastigann hafi slíkar hækkanir engu að síður oft og tíðum reynst vel.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýst því yfir að honum hugnist best að semja um kaupmáttaraukningu frekar en krónutöluhækkun. Fréttablaðið bar þennan skoðanamun oddvita ríkisstjórnarinnar undir fjármálaráðherra og fer það samtal hér á eftir í heild sinni:Er ósamræmi?Stangast það sem þú og forsætisráðherra hafa sagt um kjaraviðræður ekki á? „Ég ætla ekki að segja aðilum vinnumarkaðarins fyrir um það hvernig þeir ná samkomulagi sín í milli, eða stéttarfélögunum um það hvernig þeir stilla fram sinni kröfugerð. Þeir hafa að sjálfsögðu sjálfdæmi um það. Hins vegar er ég bara að vekja athygli á þeirri staðreynd að nafnlaunahækkanir miklar hafa sögulega haft tilhneigingu til að velta út í verðlagið og leita upp launastigann. Að því leytinu til ættu menn að gæta varúðar ef það er leiðin sem menn vilja almennt fara, en eins og bent hefur verið á þá er engin ein lína í viðræðunum enn sem komið er, enda eru mörg aðildarfélaga ASÍ að semja hvert fyrir sig.“Ertu sammála Sigmundi?En nú sagði forsætisráðherra á þinginu í gær að hann væri fylgjandi þeirri leið að fara í umtalsverðar krónutöluhækkanir á lægstu launum, ert þú sammála því? „Í þessum orðum felst í sjálfu sér ekki annað en að áherslurnar eigi að vera á að bæta kjör þeirra sem eru verst settir. Það er ekki hægt að vera á móti þeirri aðferðafræði, það er bara spurning hvernig hægt er að hrinda henni í framkvæmd þannig að það verði ekki á endanum sama hækkunin fyrir alla.“„Hvers vegna ætti ég að hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig einstaka samningsaðilar stilla fram sínum kröfum? Þeir eru bara frjálsir að því,“ segir Bjarni.Vísir/ValliEruð þið þá sammála?En eruð þið sammála um hvaða leið á að fara í þessu? „Ég er sammála því að að stórum hluta til þá snúast kjaraviðræður um að rétta hlut þeirra sem njóta til dæmis ekki launaskriðsins, sitja almennt uppi með berstrípaðar kjarasamningahækkanir. Það hefur verið bent á að það eru oft og tíðum launalægstu hóparnir, ekki millistjórnendur eða stjórnendur í atvinnulífinu, sem almennt eru að fá umsamdar kjarabætur auk launaskriðs. Við þessu þarf að bregðast með einhverjum hætti.“Vilt þú gera það sama og hann?En viltu gera það eins og forsætisráðherra leggur til, að fara í krónutöluhækkun? „Ég ætla ekki að hafa sterkar skoðanir á því hvernig stéttarfélögin stilla fram sínum kröfum. Ég ætla að eftirláta þeim það alveg og láta þá afskiptalausa af því.“„Ég ætla ekki að segja aðilum vinnumarkaðarins fyrir um það hvernig þeir ná samkomulagi sín í milli, eða stéttarfélögunum um það hvernig þeir stilla fram sinni kröfugerð,“ segir Bjarni Ben.Vísir/DaníelEinhverjar kröfur eru nú komnar fram nú þegar… „Já. Mér er langmest hugað um það, ekki nákvæmlega hvernig menn stilla fram kröfum sínum, heldur að heildarniðurstaðan verði til þess að styðja við þann stöðugleika sem hefur náðst.“En eruð þið sammála?Fæ ég þig ekki til að segja af eða á um hvort þú sért sammála forsætisráðherra? „Hvers vegna ætti ég að hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig einstaka samningsaðilar stilla fram sínum kröfum? Þeir eru bara frjálsir að því.“En þú ert náttúrulega samningsaðili fyrir hönd ríkisins að einhverjum samningum… „Já, já, og við munum bregðast við þeim eftir því sem þær koma fram og það gerum við bara með okkar samninganefnd. Mín athugasemd er bara þessi, að kaupmáttarleiðin, sú sem valin var síðast, hún er líklegri til árangurs í mínum huga heldur en nafnlaunahækkanir miklar.“ Alþingi Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Sjá meira
Augljós áherslumunur er hjá oddvitum ríkisstjórnarflokkanna um hvaða leið sé best að fara í komandi kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir á þingi að krónutöluhækkun væri skynsamleg nálgun í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að ég og háttvirtur þingmaður séum nánast sammála um mikilvægi þess að forgangsraða á þann hátt að sérstaklega verði komið til móts við fólk með lægri tekjur og millitekjur og að það sé vel gert, jafnvel best gert, með áherslu á krónutöluhækkanir. Ýmsar vísbendingar eru um að þrátt fyrir að krónutöluhækkanir hafi á stundum leitt til launaskriðs í formi prósentuhækkana upp launastigann hafi slíkar hækkanir engu að síður oft og tíðum reynst vel.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýst því yfir að honum hugnist best að semja um kaupmáttaraukningu frekar en krónutöluhækkun. Fréttablaðið bar þennan skoðanamun oddvita ríkisstjórnarinnar undir fjármálaráðherra og fer það samtal hér á eftir í heild sinni:Er ósamræmi?Stangast það sem þú og forsætisráðherra hafa sagt um kjaraviðræður ekki á? „Ég ætla ekki að segja aðilum vinnumarkaðarins fyrir um það hvernig þeir ná samkomulagi sín í milli, eða stéttarfélögunum um það hvernig þeir stilla fram sinni kröfugerð. Þeir hafa að sjálfsögðu sjálfdæmi um það. Hins vegar er ég bara að vekja athygli á þeirri staðreynd að nafnlaunahækkanir miklar hafa sögulega haft tilhneigingu til að velta út í verðlagið og leita upp launastigann. Að því leytinu til ættu menn að gæta varúðar ef það er leiðin sem menn vilja almennt fara, en eins og bent hefur verið á þá er engin ein lína í viðræðunum enn sem komið er, enda eru mörg aðildarfélaga ASÍ að semja hvert fyrir sig.“Ertu sammála Sigmundi?En nú sagði forsætisráðherra á þinginu í gær að hann væri fylgjandi þeirri leið að fara í umtalsverðar krónutöluhækkanir á lægstu launum, ert þú sammála því? „Í þessum orðum felst í sjálfu sér ekki annað en að áherslurnar eigi að vera á að bæta kjör þeirra sem eru verst settir. Það er ekki hægt að vera á móti þeirri aðferðafræði, það er bara spurning hvernig hægt er að hrinda henni í framkvæmd þannig að það verði ekki á endanum sama hækkunin fyrir alla.“„Hvers vegna ætti ég að hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig einstaka samningsaðilar stilla fram sínum kröfum? Þeir eru bara frjálsir að því,“ segir Bjarni.Vísir/ValliEruð þið þá sammála?En eruð þið sammála um hvaða leið á að fara í þessu? „Ég er sammála því að að stórum hluta til þá snúast kjaraviðræður um að rétta hlut þeirra sem njóta til dæmis ekki launaskriðsins, sitja almennt uppi með berstrípaðar kjarasamningahækkanir. Það hefur verið bent á að það eru oft og tíðum launalægstu hóparnir, ekki millistjórnendur eða stjórnendur í atvinnulífinu, sem almennt eru að fá umsamdar kjarabætur auk launaskriðs. Við þessu þarf að bregðast með einhverjum hætti.“Vilt þú gera það sama og hann?En viltu gera það eins og forsætisráðherra leggur til, að fara í krónutöluhækkun? „Ég ætla ekki að hafa sterkar skoðanir á því hvernig stéttarfélögin stilla fram sínum kröfum. Ég ætla að eftirláta þeim það alveg og láta þá afskiptalausa af því.“„Ég ætla ekki að segja aðilum vinnumarkaðarins fyrir um það hvernig þeir ná samkomulagi sín í milli, eða stéttarfélögunum um það hvernig þeir stilla fram sinni kröfugerð,“ segir Bjarni Ben.Vísir/DaníelEinhverjar kröfur eru nú komnar fram nú þegar… „Já. Mér er langmest hugað um það, ekki nákvæmlega hvernig menn stilla fram kröfum sínum, heldur að heildarniðurstaðan verði til þess að styðja við þann stöðugleika sem hefur náðst.“En eruð þið sammála?Fæ ég þig ekki til að segja af eða á um hvort þú sért sammála forsætisráðherra? „Hvers vegna ætti ég að hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig einstaka samningsaðilar stilla fram sínum kröfum? Þeir eru bara frjálsir að því.“En þú ert náttúrulega samningsaðili fyrir hönd ríkisins að einhverjum samningum… „Já, já, og við munum bregðast við þeim eftir því sem þær koma fram og það gerum við bara með okkar samninganefnd. Mín athugasemd er bara þessi, að kaupmáttarleiðin, sú sem valin var síðast, hún er líklegri til árangurs í mínum huga heldur en nafnlaunahækkanir miklar.“
Alþingi Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Sjá meira