Ólíkar áherslur hjá Bjarna Ben og Sigmundi Davíð í kjarasamningum kolbeinn óttarsson proppé skrifar 26. febrúar 2015 09:45 Krónutöluhækkun eða kaupmáttaraukning? Formenn stjórnarflokkanna hafa ólíkar hugmyndir um hvaða leið sé best að fara í yfirvofandi kjarasamningaviðræðum. Um 140 þúsund launþegar verða með lausa samninga á sunnudag. Vísir/GVA Augljós áherslumunur er hjá oddvitum ríkisstjórnarflokkanna um hvaða leið sé best að fara í komandi kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir á þingi að krónutöluhækkun væri skynsamleg nálgun í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að ég og háttvirtur þingmaður séum nánast sammála um mikilvægi þess að forgangsraða á þann hátt að sérstaklega verði komið til móts við fólk með lægri tekjur og millitekjur og að það sé vel gert, jafnvel best gert, með áherslu á krónutöluhækkanir. Ýmsar vísbendingar eru um að þrátt fyrir að krónutöluhækkanir hafi á stundum leitt til launaskriðs í formi prósentuhækkana upp launastigann hafi slíkar hækkanir engu að síður oft og tíðum reynst vel.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýst því yfir að honum hugnist best að semja um kaupmáttaraukningu frekar en krónutöluhækkun. Fréttablaðið bar þennan skoðanamun oddvita ríkisstjórnarinnar undir fjármálaráðherra og fer það samtal hér á eftir í heild sinni:Er ósamræmi?Stangast það sem þú og forsætisráðherra hafa sagt um kjaraviðræður ekki á? „Ég ætla ekki að segja aðilum vinnumarkaðarins fyrir um það hvernig þeir ná samkomulagi sín í milli, eða stéttarfélögunum um það hvernig þeir stilla fram sinni kröfugerð. Þeir hafa að sjálfsögðu sjálfdæmi um það. Hins vegar er ég bara að vekja athygli á þeirri staðreynd að nafnlaunahækkanir miklar hafa sögulega haft tilhneigingu til að velta út í verðlagið og leita upp launastigann. Að því leytinu til ættu menn að gæta varúðar ef það er leiðin sem menn vilja almennt fara, en eins og bent hefur verið á þá er engin ein lína í viðræðunum enn sem komið er, enda eru mörg aðildarfélaga ASÍ að semja hvert fyrir sig.“Ertu sammála Sigmundi?En nú sagði forsætisráðherra á þinginu í gær að hann væri fylgjandi þeirri leið að fara í umtalsverðar krónutöluhækkanir á lægstu launum, ert þú sammála því? „Í þessum orðum felst í sjálfu sér ekki annað en að áherslurnar eigi að vera á að bæta kjör þeirra sem eru verst settir. Það er ekki hægt að vera á móti þeirri aðferðafræði, það er bara spurning hvernig hægt er að hrinda henni í framkvæmd þannig að það verði ekki á endanum sama hækkunin fyrir alla.“„Hvers vegna ætti ég að hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig einstaka samningsaðilar stilla fram sínum kröfum? Þeir eru bara frjálsir að því,“ segir Bjarni.Vísir/ValliEruð þið þá sammála?En eruð þið sammála um hvaða leið á að fara í þessu? „Ég er sammála því að að stórum hluta til þá snúast kjaraviðræður um að rétta hlut þeirra sem njóta til dæmis ekki launaskriðsins, sitja almennt uppi með berstrípaðar kjarasamningahækkanir. Það hefur verið bent á að það eru oft og tíðum launalægstu hóparnir, ekki millistjórnendur eða stjórnendur í atvinnulífinu, sem almennt eru að fá umsamdar kjarabætur auk launaskriðs. Við þessu þarf að bregðast með einhverjum hætti.“Vilt þú gera það sama og hann?En viltu gera það eins og forsætisráðherra leggur til, að fara í krónutöluhækkun? „Ég ætla ekki að hafa sterkar skoðanir á því hvernig stéttarfélögin stilla fram sínum kröfum. Ég ætla að eftirláta þeim það alveg og láta þá afskiptalausa af því.“„Ég ætla ekki að segja aðilum vinnumarkaðarins fyrir um það hvernig þeir ná samkomulagi sín í milli, eða stéttarfélögunum um það hvernig þeir stilla fram sinni kröfugerð,“ segir Bjarni Ben.Vísir/DaníelEinhverjar kröfur eru nú komnar fram nú þegar… „Já. Mér er langmest hugað um það, ekki nákvæmlega hvernig menn stilla fram kröfum sínum, heldur að heildarniðurstaðan verði til þess að styðja við þann stöðugleika sem hefur náðst.“En eruð þið sammála?Fæ ég þig ekki til að segja af eða á um hvort þú sért sammála forsætisráðherra? „Hvers vegna ætti ég að hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig einstaka samningsaðilar stilla fram sínum kröfum? Þeir eru bara frjálsir að því.“En þú ert náttúrulega samningsaðili fyrir hönd ríkisins að einhverjum samningum… „Já, já, og við munum bregðast við þeim eftir því sem þær koma fram og það gerum við bara með okkar samninganefnd. Mín athugasemd er bara þessi, að kaupmáttarleiðin, sú sem valin var síðast, hún er líklegri til árangurs í mínum huga heldur en nafnlaunahækkanir miklar.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Augljós áherslumunur er hjá oddvitum ríkisstjórnarflokkanna um hvaða leið sé best að fara í komandi kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir á þingi að krónutöluhækkun væri skynsamleg nálgun í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að ég og háttvirtur þingmaður séum nánast sammála um mikilvægi þess að forgangsraða á þann hátt að sérstaklega verði komið til móts við fólk með lægri tekjur og millitekjur og að það sé vel gert, jafnvel best gert, með áherslu á krónutöluhækkanir. Ýmsar vísbendingar eru um að þrátt fyrir að krónutöluhækkanir hafi á stundum leitt til launaskriðs í formi prósentuhækkana upp launastigann hafi slíkar hækkanir engu að síður oft og tíðum reynst vel.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýst því yfir að honum hugnist best að semja um kaupmáttaraukningu frekar en krónutöluhækkun. Fréttablaðið bar þennan skoðanamun oddvita ríkisstjórnarinnar undir fjármálaráðherra og fer það samtal hér á eftir í heild sinni:Er ósamræmi?Stangast það sem þú og forsætisráðherra hafa sagt um kjaraviðræður ekki á? „Ég ætla ekki að segja aðilum vinnumarkaðarins fyrir um það hvernig þeir ná samkomulagi sín í milli, eða stéttarfélögunum um það hvernig þeir stilla fram sinni kröfugerð. Þeir hafa að sjálfsögðu sjálfdæmi um það. Hins vegar er ég bara að vekja athygli á þeirri staðreynd að nafnlaunahækkanir miklar hafa sögulega haft tilhneigingu til að velta út í verðlagið og leita upp launastigann. Að því leytinu til ættu menn að gæta varúðar ef það er leiðin sem menn vilja almennt fara, en eins og bent hefur verið á þá er engin ein lína í viðræðunum enn sem komið er, enda eru mörg aðildarfélaga ASÍ að semja hvert fyrir sig.“Ertu sammála Sigmundi?En nú sagði forsætisráðherra á þinginu í gær að hann væri fylgjandi þeirri leið að fara í umtalsverðar krónutöluhækkanir á lægstu launum, ert þú sammála því? „Í þessum orðum felst í sjálfu sér ekki annað en að áherslurnar eigi að vera á að bæta kjör þeirra sem eru verst settir. Það er ekki hægt að vera á móti þeirri aðferðafræði, það er bara spurning hvernig hægt er að hrinda henni í framkvæmd þannig að það verði ekki á endanum sama hækkunin fyrir alla.“„Hvers vegna ætti ég að hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig einstaka samningsaðilar stilla fram sínum kröfum? Þeir eru bara frjálsir að því,“ segir Bjarni.Vísir/ValliEruð þið þá sammála?En eruð þið sammála um hvaða leið á að fara í þessu? „Ég er sammála því að að stórum hluta til þá snúast kjaraviðræður um að rétta hlut þeirra sem njóta til dæmis ekki launaskriðsins, sitja almennt uppi með berstrípaðar kjarasamningahækkanir. Það hefur verið bent á að það eru oft og tíðum launalægstu hóparnir, ekki millistjórnendur eða stjórnendur í atvinnulífinu, sem almennt eru að fá umsamdar kjarabætur auk launaskriðs. Við þessu þarf að bregðast með einhverjum hætti.“Vilt þú gera það sama og hann?En viltu gera það eins og forsætisráðherra leggur til, að fara í krónutöluhækkun? „Ég ætla ekki að hafa sterkar skoðanir á því hvernig stéttarfélögin stilla fram sínum kröfum. Ég ætla að eftirláta þeim það alveg og láta þá afskiptalausa af því.“„Ég ætla ekki að segja aðilum vinnumarkaðarins fyrir um það hvernig þeir ná samkomulagi sín í milli, eða stéttarfélögunum um það hvernig þeir stilla fram sinni kröfugerð,“ segir Bjarni Ben.Vísir/DaníelEinhverjar kröfur eru nú komnar fram nú þegar… „Já. Mér er langmest hugað um það, ekki nákvæmlega hvernig menn stilla fram kröfum sínum, heldur að heildarniðurstaðan verði til þess að styðja við þann stöðugleika sem hefur náðst.“En eruð þið sammála?Fæ ég þig ekki til að segja af eða á um hvort þú sért sammála forsætisráðherra? „Hvers vegna ætti ég að hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig einstaka samningsaðilar stilla fram sínum kröfum? Þeir eru bara frjálsir að því.“En þú ert náttúrulega samningsaðili fyrir hönd ríkisins að einhverjum samningum… „Já, já, og við munum bregðast við þeim eftir því sem þær koma fram og það gerum við bara með okkar samninganefnd. Mín athugasemd er bara þessi, að kaupmáttarleiðin, sú sem valin var síðast, hún er líklegri til árangurs í mínum huga heldur en nafnlaunahækkanir miklar.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira