Krónutöluhækkun ráðherra sögð ófær fanney birna jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 09:45 Forsætisráðherra segir krónutöluhækkanir skynsamlega nálgun í kjaraviðræðum. Fjármálaráðherra hefur boðað aðrar leiðir. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óeiningu um krónutöluhækkanir meðal verkalýðshreyfingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að mikilvægt væri að koma til móts við fólk með lægri tekjur og millitekjur og það væri jafnvel best gert með krónutöluhækkunum. Slíkar hækkanir hefðu oft og tíðum reynst vel. Sigmundur ítrekaði í ræðu sinni í óundirbúnum fyrirspurnartíma að hann teldi krónutöluhækkanir skynsamlega nálgun í þeim kjarasamningum sem í hönd fara. Svo virðist sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra greini á um málið, miðað við orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þinginu 5. febrúar síðastliðinn þegar hann sagði miklar nafnlaunahækkanir hafa tilhneigingu til að enda í verðbólgu. Endi kjaraviðræður nú með þeim hætti munum við „fara eina byltu enn. Úr því kemur engin kaupmáttaraukning,“ sagði Bjarni. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir enga sátt um krónutöluhækkanir hjá verkalýðsfélögunum. „Áherslur verkalýðsfélaga hvað krónutöluleiðina varðar hafa verið mjög ólíkar.“ Þorsteinn segir að í kröfugerðum bæði Flóabandalagsins og Starfsgreinasambandsins felist ákveðin krafa um prósentuhækkanir þrátt fyrir að þær séu settar fram sem krónutöluhækkanir. „Síðan getum við horft til opinbera umhverfisins, kröfugerða lækna og fleiri stétta sem fóru fram með mjög ríka áherslu á prósentuhækkanir. Það er ekkert hægt að framkvæma krónutöluhækkun ef ekki er sátt um það milli allra hópa á vinnumarkaði,“ segir Þorsteinn og bætir við að Samtök atvinnulífsins telji þá leið ekki færa. Um áherslumun talsmanna ríkisstjórnarflokkanna segir Þorsteinn að aðalmálið sé að þeir þingmenn, sem tjá sig um kjaramál, hafi það í huga að brýnast sé að ná raunverulegri kaupmáttaraukningu. Ekki megi hverfa aftur til tíma óðaverðbólgu. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að mikilvægt væri að koma til móts við fólk með lægri tekjur og millitekjur og það væri jafnvel best gert með krónutöluhækkunum. Slíkar hækkanir hefðu oft og tíðum reynst vel. Sigmundur ítrekaði í ræðu sinni í óundirbúnum fyrirspurnartíma að hann teldi krónutöluhækkanir skynsamlega nálgun í þeim kjarasamningum sem í hönd fara. Svo virðist sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra greini á um málið, miðað við orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þinginu 5. febrúar síðastliðinn þegar hann sagði miklar nafnlaunahækkanir hafa tilhneigingu til að enda í verðbólgu. Endi kjaraviðræður nú með þeim hætti munum við „fara eina byltu enn. Úr því kemur engin kaupmáttaraukning,“ sagði Bjarni. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir enga sátt um krónutöluhækkanir hjá verkalýðsfélögunum. „Áherslur verkalýðsfélaga hvað krónutöluleiðina varðar hafa verið mjög ólíkar.“ Þorsteinn segir að í kröfugerðum bæði Flóabandalagsins og Starfsgreinasambandsins felist ákveðin krafa um prósentuhækkanir þrátt fyrir að þær séu settar fram sem krónutöluhækkanir. „Síðan getum við horft til opinbera umhverfisins, kröfugerða lækna og fleiri stétta sem fóru fram með mjög ríka áherslu á prósentuhækkanir. Það er ekkert hægt að framkvæma krónutöluhækkun ef ekki er sátt um það milli allra hópa á vinnumarkaði,“ segir Þorsteinn og bætir við að Samtök atvinnulífsins telji þá leið ekki færa. Um áherslumun talsmanna ríkisstjórnarflokkanna segir Þorsteinn að aðalmálið sé að þeir þingmenn, sem tjá sig um kjaramál, hafi það í huga að brýnast sé að ná raunverulegri kaupmáttaraukningu. Ekki megi hverfa aftur til tíma óðaverðbólgu.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Sjá meira