Spá 1,6 milljónum gesta á Þingvöllum eftir tíu ár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Ferðamenn á Hakinu laust fyrir hádegi síðastliðinn mánudag. Mynd/Berglind Sigmundsdóttir „Ekki veitir af, uppbygging á Hakinu er mjög brýn,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um fyrirhugaða stækkun gestastofu á Hakinu ofan Almannagjár.Á þessum teikningum sjást í appelsínugulu, hugmyndir að stækkun gestastofu á Hakinu.Mynd/Landslag FÍlAÍ vinnuskjölum Þingvallanefndar kemur fram að um 570 þúsund ferðamenn hafi heimsótt Þingvelli í fyrra. Ferðamálastofa reikni með að eftir tíu ár verði gestirnir á bilinu 970 þúsund til 1,6 milljónir. Hærri talan er miðuð við tíu prósent fjölgun ferðamanna á ári en sú lægri við fimm prósent. Aukningin hefur verið um tuttugu prósent á ári síðastliðin þrjú ár. „Nauðsynlegt er að Þingvellir séu búnir undir þá gífurlegu og stöðugu fjölgun ferðamanna sem fyrirsjáanleg er,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Vonast sé til að framkvæmdir við stækkun gestastofunnar hefjist í byrjun vetrar á þessu ári og að lokið verði við viðbygginguna að mestu á árinu 2016.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Fréttablaðið/GVA„Byggt verður á byggingarreit sem þegar er samþykktur norðvestan við núverandi gestastofu en ætlunin er að fá þann reit stækkaðan til þess að koma upp þeim þjónustuþáttum sem nauðsynlegir eru,“ segir hann. Sigrún Magnúsdóttir segir að þess utan sé vonast til að fljótlega verði hægt að bjóða út byggingu veitingahúss á Hakinu – sunnar á gjárbarminum en gestastofan stendur. „Þar er hugsunin að koma einnig á nýrri gönguleið frá húsi og niður í Hestagjá og gönguleið að Valhallarreit. Þá eru komnir tveir möguleikar á frábærum leiðum um gjár á leið til Valhallarreitsins,“ segir Sigrún sem undirstrikar að þetta sé háð því að gert verði nýtt deiliskipulag.Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/GVAÞá er í deiglunni „aðstaða fyrir þing og þjóð“ á Völlunum neðan við Almannagjá. Frá því Hótel Valhöll brann til grunna í júlí 2009 hefur ekki verið hægt að kaupa gistingu á Þingvöllum. Í Fréttablaðinu á þriðjudag sagði að auk fyrrgreindra bygginga stæði til að reisa hótel á Þingvöllum. Það er ekki rétt. „Engin áform eru um hótelbyggingu á Þingvöllum,“ segir þjóðgarðsvörður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
„Ekki veitir af, uppbygging á Hakinu er mjög brýn,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um fyrirhugaða stækkun gestastofu á Hakinu ofan Almannagjár.Á þessum teikningum sjást í appelsínugulu, hugmyndir að stækkun gestastofu á Hakinu.Mynd/Landslag FÍlAÍ vinnuskjölum Þingvallanefndar kemur fram að um 570 þúsund ferðamenn hafi heimsótt Þingvelli í fyrra. Ferðamálastofa reikni með að eftir tíu ár verði gestirnir á bilinu 970 þúsund til 1,6 milljónir. Hærri talan er miðuð við tíu prósent fjölgun ferðamanna á ári en sú lægri við fimm prósent. Aukningin hefur verið um tuttugu prósent á ári síðastliðin þrjú ár. „Nauðsynlegt er að Þingvellir séu búnir undir þá gífurlegu og stöðugu fjölgun ferðamanna sem fyrirsjáanleg er,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Vonast sé til að framkvæmdir við stækkun gestastofunnar hefjist í byrjun vetrar á þessu ári og að lokið verði við viðbygginguna að mestu á árinu 2016.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Fréttablaðið/GVA„Byggt verður á byggingarreit sem þegar er samþykktur norðvestan við núverandi gestastofu en ætlunin er að fá þann reit stækkaðan til þess að koma upp þeim þjónustuþáttum sem nauðsynlegir eru,“ segir hann. Sigrún Magnúsdóttir segir að þess utan sé vonast til að fljótlega verði hægt að bjóða út byggingu veitingahúss á Hakinu – sunnar á gjárbarminum en gestastofan stendur. „Þar er hugsunin að koma einnig á nýrri gönguleið frá húsi og niður í Hestagjá og gönguleið að Valhallarreit. Þá eru komnir tveir möguleikar á frábærum leiðum um gjár á leið til Valhallarreitsins,“ segir Sigrún sem undirstrikar að þetta sé háð því að gert verði nýtt deiliskipulag.Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/GVAÞá er í deiglunni „aðstaða fyrir þing og þjóð“ á Völlunum neðan við Almannagjá. Frá því Hótel Valhöll brann til grunna í júlí 2009 hefur ekki verið hægt að kaupa gistingu á Þingvöllum. Í Fréttablaðinu á þriðjudag sagði að auk fyrrgreindra bygginga stæði til að reisa hótel á Þingvöllum. Það er ekki rétt. „Engin áform eru um hótelbyggingu á Þingvöllum,“ segir þjóðgarðsvörður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira