Innlent

Áætlun Grikkja að vænta í dag

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
fjármálaráðherra Grikkja er í brennidepli EPA/THIERRY MONASSE
fjármálaráðherra Grikkja er í brennidepli EPA/THIERRY MONASSE
Gríska ríkisstjórnin hefur frestað umbótaáætlunum sínum til dagsins í dag en til stóð að áætlunin yrði send lánardrottnum Grikkja í gær. Þetta kemur fram á vef BBC.

Með áætluninni ætlar gríska ríkisstjórnin að freista þess að fá lánardrottna sína innan Evrópusambandsins til að lengja í lánum.

Áætlunin miðar að því að koma í veg fyrir umfangsmikil skattsvik og vonast er til þess að slíkar aðgerðir munu tryggja ríkissjóði nægar tekjur til að lágmarka frekari niðurskurð. Sérfræðingar telja að náist samkomulag ekki um umbótaáætlun Grikkja aukist líkurnar á því að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×