Risarnir dansa sama dansinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Pálmi Rafn Pálmason er einn þeirra sem hefur styrkt leikmannahóp KR í vetur. Hér er hann með Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR. Vísir/Stefán FH og KR horfðu á eftir Íslandsbikarnum í Garðabæinn síðasta sumar og bæði liðin misstu leikmenn í vetur. Þau þurftu því bæði að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2015 og margt er líkt með nýju leikmönnunum í Kaplakrika og Frostaskjólinu. FH-ingar héldu blaðamannafund á dögunum þar sem Bjarni Þór Viðarsson og Jérémy Serwy skrifuðu meðal annars undir samninga og í gær var röðin komin að KR-ingum sem héldu sinn eigin fund. Skúli Jón Friðgeirsson er kominn heim líkt og Bjarni en áður höfðu þeir Rasmus Christiansen og Sören Frederiksen gengið frá samningi við KR-liðið.Tólf af síðustu sextán KR og FH hafa unnið tólf af sextán Íslandsmeistaratitlum í boði frá árinu 1999 og ekkert annað félag hefur unnið hann oftar en einu sinni á sama tímabili. Það er því ekkert skrítið að talað sé um risana tvo og að önnur félög bíði svolítið eftir því hvaða línur FH og KR leggja í leikmannamálum. Hingað til hafa þau bæði slegið sama taktinn. Hvort sem það er sonur sem er kominn heim á ný eftir lítinn spilatíma í útlöndum, miðvörður sem er þekkt stærð í íslensku deildinni eða sókndjarfur erlendur kantmaður þá má finna einn af hverri gerð hjá félögunum tveimur. Reynslumikill og fjölhæfur miðjumaður er líka mættur á hvorn staðinn fyrir sig og þá hafa bæði félögin horft á eftir svipuðum týpum.Grafík/FréttablaðiðStjörnumenn fundu leiðina að fyrsta Íslandsbikarnum í sögu félagsins sem ekki síst er að þakka velheppnuðum innflutningi á sterkum fótboltamönnum af Norðurlöndunum. KR og FH hafa bæði boðað komu fleiri erlendra leikmanna. Það er því líklegt að það eigi eftir að bætast sterkir leikmenn við báða leikmannahópa. Liðin eru byrjuð að spila leiki en það eru enn þá rúmir tveir mánuðir í mót.Staða FH betri á blaði Staða FH-inga er vissulega betri á blaði. Þeir voru hársbreidd frá Íslandsbikarnum síðasta haust og hafa heldur ekki misst lykilmenn liðsins eins og KR-liðið. KR-ingar þurfa því að gera enn betur ætli þeir að standa í fæturna gegn liðum FH og Stjörnunnar sem voru í nokkrum sérflokki síðasta sumar. Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa til þessa ekki tekið þátt í leikmannakapphlaupinu af sama krafti og KR og FH en Garðbæingar hafa styrkt sig skynsamlega og þeir eru jafnframt til alls líklegir á lokasprettinum. Þangað til fylgjast þeir eflaust með kappi risanna eins og hin lið Pepsi-deildarinnar. Fréttablaðið notaði tækifærið eftir fréttir gærdagsins og bar saman breytingarnar á leikmannahópi KR og FH frá því síðasta haust. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
FH og KR horfðu á eftir Íslandsbikarnum í Garðabæinn síðasta sumar og bæði liðin misstu leikmenn í vetur. Þau þurftu því bæði að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2015 og margt er líkt með nýju leikmönnunum í Kaplakrika og Frostaskjólinu. FH-ingar héldu blaðamannafund á dögunum þar sem Bjarni Þór Viðarsson og Jérémy Serwy skrifuðu meðal annars undir samninga og í gær var röðin komin að KR-ingum sem héldu sinn eigin fund. Skúli Jón Friðgeirsson er kominn heim líkt og Bjarni en áður höfðu þeir Rasmus Christiansen og Sören Frederiksen gengið frá samningi við KR-liðið.Tólf af síðustu sextán KR og FH hafa unnið tólf af sextán Íslandsmeistaratitlum í boði frá árinu 1999 og ekkert annað félag hefur unnið hann oftar en einu sinni á sama tímabili. Það er því ekkert skrítið að talað sé um risana tvo og að önnur félög bíði svolítið eftir því hvaða línur FH og KR leggja í leikmannamálum. Hingað til hafa þau bæði slegið sama taktinn. Hvort sem það er sonur sem er kominn heim á ný eftir lítinn spilatíma í útlöndum, miðvörður sem er þekkt stærð í íslensku deildinni eða sókndjarfur erlendur kantmaður þá má finna einn af hverri gerð hjá félögunum tveimur. Reynslumikill og fjölhæfur miðjumaður er líka mættur á hvorn staðinn fyrir sig og þá hafa bæði félögin horft á eftir svipuðum týpum.Grafík/FréttablaðiðStjörnumenn fundu leiðina að fyrsta Íslandsbikarnum í sögu félagsins sem ekki síst er að þakka velheppnuðum innflutningi á sterkum fótboltamönnum af Norðurlöndunum. KR og FH hafa bæði boðað komu fleiri erlendra leikmanna. Það er því líklegt að það eigi eftir að bætast sterkir leikmenn við báða leikmannahópa. Liðin eru byrjuð að spila leiki en það eru enn þá rúmir tveir mánuðir í mót.Staða FH betri á blaði Staða FH-inga er vissulega betri á blaði. Þeir voru hársbreidd frá Íslandsbikarnum síðasta haust og hafa heldur ekki misst lykilmenn liðsins eins og KR-liðið. KR-ingar þurfa því að gera enn betur ætli þeir að standa í fæturna gegn liðum FH og Stjörnunnar sem voru í nokkrum sérflokki síðasta sumar. Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa til þessa ekki tekið þátt í leikmannakapphlaupinu af sama krafti og KR og FH en Garðbæingar hafa styrkt sig skynsamlega og þeir eru jafnframt til alls líklegir á lokasprettinum. Þangað til fylgjast þeir eflaust með kappi risanna eins og hin lið Pepsi-deildarinnar. Fréttablaðið notaði tækifærið eftir fréttir gærdagsins og bar saman breytingarnar á leikmannahópi KR og FH frá því síðasta haust.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira