Risarnir dansa sama dansinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Pálmi Rafn Pálmason er einn þeirra sem hefur styrkt leikmannahóp KR í vetur. Hér er hann með Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR. Vísir/Stefán FH og KR horfðu á eftir Íslandsbikarnum í Garðabæinn síðasta sumar og bæði liðin misstu leikmenn í vetur. Þau þurftu því bæði að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2015 og margt er líkt með nýju leikmönnunum í Kaplakrika og Frostaskjólinu. FH-ingar héldu blaðamannafund á dögunum þar sem Bjarni Þór Viðarsson og Jérémy Serwy skrifuðu meðal annars undir samninga og í gær var röðin komin að KR-ingum sem héldu sinn eigin fund. Skúli Jón Friðgeirsson er kominn heim líkt og Bjarni en áður höfðu þeir Rasmus Christiansen og Sören Frederiksen gengið frá samningi við KR-liðið.Tólf af síðustu sextán KR og FH hafa unnið tólf af sextán Íslandsmeistaratitlum í boði frá árinu 1999 og ekkert annað félag hefur unnið hann oftar en einu sinni á sama tímabili. Það er því ekkert skrítið að talað sé um risana tvo og að önnur félög bíði svolítið eftir því hvaða línur FH og KR leggja í leikmannamálum. Hingað til hafa þau bæði slegið sama taktinn. Hvort sem það er sonur sem er kominn heim á ný eftir lítinn spilatíma í útlöndum, miðvörður sem er þekkt stærð í íslensku deildinni eða sókndjarfur erlendur kantmaður þá má finna einn af hverri gerð hjá félögunum tveimur. Reynslumikill og fjölhæfur miðjumaður er líka mættur á hvorn staðinn fyrir sig og þá hafa bæði félögin horft á eftir svipuðum týpum.Grafík/FréttablaðiðStjörnumenn fundu leiðina að fyrsta Íslandsbikarnum í sögu félagsins sem ekki síst er að þakka velheppnuðum innflutningi á sterkum fótboltamönnum af Norðurlöndunum. KR og FH hafa bæði boðað komu fleiri erlendra leikmanna. Það er því líklegt að það eigi eftir að bætast sterkir leikmenn við báða leikmannahópa. Liðin eru byrjuð að spila leiki en það eru enn þá rúmir tveir mánuðir í mót.Staða FH betri á blaði Staða FH-inga er vissulega betri á blaði. Þeir voru hársbreidd frá Íslandsbikarnum síðasta haust og hafa heldur ekki misst lykilmenn liðsins eins og KR-liðið. KR-ingar þurfa því að gera enn betur ætli þeir að standa í fæturna gegn liðum FH og Stjörnunnar sem voru í nokkrum sérflokki síðasta sumar. Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa til þessa ekki tekið þátt í leikmannakapphlaupinu af sama krafti og KR og FH en Garðbæingar hafa styrkt sig skynsamlega og þeir eru jafnframt til alls líklegir á lokasprettinum. Þangað til fylgjast þeir eflaust með kappi risanna eins og hin lið Pepsi-deildarinnar. Fréttablaðið notaði tækifærið eftir fréttir gærdagsins og bar saman breytingarnar á leikmannahópi KR og FH frá því síðasta haust. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
FH og KR horfðu á eftir Íslandsbikarnum í Garðabæinn síðasta sumar og bæði liðin misstu leikmenn í vetur. Þau þurftu því bæði að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2015 og margt er líkt með nýju leikmönnunum í Kaplakrika og Frostaskjólinu. FH-ingar héldu blaðamannafund á dögunum þar sem Bjarni Þór Viðarsson og Jérémy Serwy skrifuðu meðal annars undir samninga og í gær var röðin komin að KR-ingum sem héldu sinn eigin fund. Skúli Jón Friðgeirsson er kominn heim líkt og Bjarni en áður höfðu þeir Rasmus Christiansen og Sören Frederiksen gengið frá samningi við KR-liðið.Tólf af síðustu sextán KR og FH hafa unnið tólf af sextán Íslandsmeistaratitlum í boði frá árinu 1999 og ekkert annað félag hefur unnið hann oftar en einu sinni á sama tímabili. Það er því ekkert skrítið að talað sé um risana tvo og að önnur félög bíði svolítið eftir því hvaða línur FH og KR leggja í leikmannamálum. Hingað til hafa þau bæði slegið sama taktinn. Hvort sem það er sonur sem er kominn heim á ný eftir lítinn spilatíma í útlöndum, miðvörður sem er þekkt stærð í íslensku deildinni eða sókndjarfur erlendur kantmaður þá má finna einn af hverri gerð hjá félögunum tveimur. Reynslumikill og fjölhæfur miðjumaður er líka mættur á hvorn staðinn fyrir sig og þá hafa bæði félögin horft á eftir svipuðum týpum.Grafík/FréttablaðiðStjörnumenn fundu leiðina að fyrsta Íslandsbikarnum í sögu félagsins sem ekki síst er að þakka velheppnuðum innflutningi á sterkum fótboltamönnum af Norðurlöndunum. KR og FH hafa bæði boðað komu fleiri erlendra leikmanna. Það er því líklegt að það eigi eftir að bætast sterkir leikmenn við báða leikmannahópa. Liðin eru byrjuð að spila leiki en það eru enn þá rúmir tveir mánuðir í mót.Staða FH betri á blaði Staða FH-inga er vissulega betri á blaði. Þeir voru hársbreidd frá Íslandsbikarnum síðasta haust og hafa heldur ekki misst lykilmenn liðsins eins og KR-liðið. KR-ingar þurfa því að gera enn betur ætli þeir að standa í fæturna gegn liðum FH og Stjörnunnar sem voru í nokkrum sérflokki síðasta sumar. Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa til þessa ekki tekið þátt í leikmannakapphlaupinu af sama krafti og KR og FH en Garðbæingar hafa styrkt sig skynsamlega og þeir eru jafnframt til alls líklegir á lokasprettinum. Þangað til fylgjast þeir eflaust með kappi risanna eins og hin lið Pepsi-deildarinnar. Fréttablaðið notaði tækifærið eftir fréttir gærdagsins og bar saman breytingarnar á leikmannahópi KR og FH frá því síðasta haust.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira