Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Andri Ólafsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 16. febrúar 2015 07:00 Kona sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana um helgina var færð fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness klukkan þrjú í gærdag þar sem kveðinn var upp yfir henni gæsluvarðhaldsúrskurður. Fréttablaðið/Stefán Kona, sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði á laugardag, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna, 112, rétt fyrir klukkan þrjú á laugardag. Þegar lögreglan kom á vettvang stuttu síðar voru þar fyrir hin grunaða, sem er pólskur ríkisborgari fædd 1959, og hinn látni, sambýlismaður hennar, einnig pólskur ríkisborgari fæddur 1974. Maðurinn var með eitt stungusár vinstra megin á brjóstholi og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Sjá einnig: Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers konar eggvopni var beitt við verknaðinn, hnífi, skærum eða öðru. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókninni, hefur lögreglan ekki þurft að hafa afskipti af þessu fólki áður. Ekki liggur fyrir hvort þau hjúin hafi verið í óreglu en rannsókn málsins er á frumstigi.Tæknideild lögreglunnar var við rannsóknir á vettvangi í allan gærdag. Þá sagðist Kristján Ingi, í samtali við fréttastofu, ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. Eins kom fram í máli hans að dánarorsök mannsins yrði ekki endanlega staðfest fyrr en að lokinni krufningu. Sömuleiðis vill Kristján Ingi ekki gefa upp hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á verknaðarstundu, en tekin voru blóðsýni úr henni eftir handtöku. Hún var yfirheyrð á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fram eftir kvöldi á laugardag og í gær. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni rennur út 23. febrúar, en hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Ákæra hefur enn ekki verið gefin út í því máli. Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Kona, sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði á laugardag, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna, 112, rétt fyrir klukkan þrjú á laugardag. Þegar lögreglan kom á vettvang stuttu síðar voru þar fyrir hin grunaða, sem er pólskur ríkisborgari fædd 1959, og hinn látni, sambýlismaður hennar, einnig pólskur ríkisborgari fæddur 1974. Maðurinn var með eitt stungusár vinstra megin á brjóstholi og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Sjá einnig: Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers konar eggvopni var beitt við verknaðinn, hnífi, skærum eða öðru. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókninni, hefur lögreglan ekki þurft að hafa afskipti af þessu fólki áður. Ekki liggur fyrir hvort þau hjúin hafi verið í óreglu en rannsókn málsins er á frumstigi.Tæknideild lögreglunnar var við rannsóknir á vettvangi í allan gærdag. Þá sagðist Kristján Ingi, í samtali við fréttastofu, ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. Eins kom fram í máli hans að dánarorsök mannsins yrði ekki endanlega staðfest fyrr en að lokinni krufningu. Sömuleiðis vill Kristján Ingi ekki gefa upp hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á verknaðarstundu, en tekin voru blóðsýni úr henni eftir handtöku. Hún var yfirheyrð á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fram eftir kvöldi á laugardag og í gær. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni rennur út 23. febrúar, en hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Ákæra hefur enn ekki verið gefin út í því máli.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira