Lægstbjóðandi mannúðar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Ekki er heppilegt fyrirkomulag við flutninga á fötluðu fólki að skipta oft um bílstjóra þannig að þeir þekki ekki þarfir og venjur þeirra sem þjónustunnar njóta. Það er ekki gáfulegt gagnvart fólki sem á mjög mikið undir vanafestu og á erfiðara með að takast á við breytingar en aðrir, að mikið og óskiljanlegt rask sé á daglegum flutningum þess, eða óvissa um það sem morgundagurinn ber í skauti sér. Þegar um er að ræða lifandi manneskjur af holdi og blóði – viðkvæmar, öðrum háðar, jafnvel varnarlausar – er ekki mannúðlegt að taka að sér verk sem þær varðar án þess að meta áður umfang þess og eigin getu til að takast það á hendur en hefjast handa í þeirri von og vissu að maður hljóti að finna bara út úr þessu. Það þarf ekki MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta allt saman. En þarf kannski MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta ekki?Þau hlustuðu ekki Það var augljóslega misráðið að fela Strætó að annast ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Fólkið sem fyrir þessu stóð hafði að engu varnaðarorð fatlaðra og annarra sem þjónustunni tengdust. Þegar maður hlustar ekki á einhvern er það vegna þess að maður telur að viðkomandi hafi ekkert að segja manni. Maður virðir ekki viðkomandi; maður telur sig vita betur. Fólkið sem stýrir Strætó virðist hafa talið það létt verk og löðurmannlegt að bæta á sig þessum flutningum; það vanmat hrapallega umfang verksins, virðist hreinlega ekki hafa haft fyrir því að setja sig inn í það áður en hafist var handa. Virðist ekki einu sinni hafa ómakað sig við að lesa skýrslur þar sem varað var við því sem seinna kom á daginn. Þetta sýnir ákveðið viðhorf til þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta – og þess úrlausnarefnis sem fyrir liggur. Engu er líkara en að forsvarsmenn Strætó hafi litið á þetta eingöngu sem tæknilegt úrlausnarefni fremur en þátt í umönnunarstörfum þar sem reynir á hæfni í mannlegum samskiptum við ólíkt fólk með ólíkar þarfir; fólk sem á það sameiginlegt að eiga vegna fötlunar erfitt með að fara ferða sinna en er að öðru leyti ýmislegt og alls konar. Þegar kvartanir tóku að berast frá notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra fötluðu einstaklinga sem ekki gátu tjáð sig sjálfir var eins og forsvarsmenn Strætó tækju þetta ekki fyllilega alvarlega, litu ekki á notendur þjónustunnar sem fullgilda borgara samfélagsins; það var eins og þeir ypptu öxlum og segðu með ögn pirruðu brosi: Við erum að ná tökum á þessu, þetta er allt að koma. Svona-svona. Kvartanirnar snerust um óstundvísi, viðmót, klunnaskap og kunnáttuleysi; farið var með fólk á ranga staði og það skilið eftir; fólk var ekki sótt; fólk var látið bíða; allir sem tjá sig virðast sammála um rándýrt og óskilvirkt tölvukerfi sem leysti af skilvirkt tölvukerfi; að sögn sérhannað til pakkaflutninga.Arfurinn Ráðdeildin var hins vegar öllu meiri þegar kom að sjálfum flutningunum: þá var verkið boðið út og svo fengið lægstbjóðanda. Undirverktakar undirverktaka. Slíkt kann að eiga við stundum, til dæmis þegar kemur að því að flytja pakka eða standa í einföldum verklegum framkvæmdum þar sem ekki reynir endilega á vandvirkni – en ekki í umönnunarstörfum þar sem jafnvel reynir á vissa sérhæfni. Lægstbjóðendur eiga aldrei að koma nærri þjónustu við lifandi manneskjur. Sé eitthvað sem við Íslendingar eigum að geta lært af sögunni er það þetta. Og það gildir um heilbrigðismál, menntamál, umönnunarstörf – og þrif á spítölum. Um aldir viðgekkst hér það fyrirkomulag að framfærsla á eignalausu og umkomulausu fólki – hreppsómögunum svonefndu – var boðin upp innan sveitarinnar og fengin þeim sem bauðst til að sjá fyrir viðkomandi fyrir lægstu upphæðina, sem svo var reidd fram úr sameiginlegum sjóðum. Ýmsar átakanlegar frásagnir eigum við af hlutskipti þeirra sem í þessu lentu og fengu fært í orð, þó að auðvitað séu líka til undantekningar í þessu eins og öðru, og gott fólk til á öllum tímum. En þetta var lægstbjóðandakerfi og ýtti undir vanrækslu og nísku. Því fylgdi viss sýn á það fólk sem stóð höllum fæti, var ekki „sjálfs sín“; og í íslensku bændasamfélagi voru þau reyndar æði mörg sem ekki fengu að njóta sín og gáfna sinna út af vistarbandi og öðrum aðferðum til að hamla því að hægt væri að flytja í þéttbýli og hefja þar nýtt líf. Þetta er líka arfur okkar Íslendinga; ekki bara víkingar sem stóðu í stafni og valkyrjur sem flugu um nætur í svanalíki að kjósa mönnum örlög. Ekki bara duglegir sjósóknarar sem höfðu ráð undir rifi hverju og sjálfstæðar og sterkar konur sem öllu stjórnuðu heima. Líka þetta. Og stundum er eins og eimi eftir af einhverjum hugsunarhætti þegar kemur að umönnun við aldna og sjúka. Við höfum fyrst og fremst falið einkaaðilum, sjálfseignarstofnunum, að annast um aldrað fólk og nú er Fréttablaðið farið að segja okkur sögur af því hvernig til tekst sums staðar í þeim efnum, og eru skelfilegar margar. Þær vitna um afleiðingar lægstbjóðandastefnunnar í mannúðarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er heppilegt fyrirkomulag við flutninga á fötluðu fólki að skipta oft um bílstjóra þannig að þeir þekki ekki þarfir og venjur þeirra sem þjónustunnar njóta. Það er ekki gáfulegt gagnvart fólki sem á mjög mikið undir vanafestu og á erfiðara með að takast á við breytingar en aðrir, að mikið og óskiljanlegt rask sé á daglegum flutningum þess, eða óvissa um það sem morgundagurinn ber í skauti sér. Þegar um er að ræða lifandi manneskjur af holdi og blóði – viðkvæmar, öðrum háðar, jafnvel varnarlausar – er ekki mannúðlegt að taka að sér verk sem þær varðar án þess að meta áður umfang þess og eigin getu til að takast það á hendur en hefjast handa í þeirri von og vissu að maður hljóti að finna bara út úr þessu. Það þarf ekki MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta allt saman. En þarf kannski MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta ekki?Þau hlustuðu ekki Það var augljóslega misráðið að fela Strætó að annast ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Fólkið sem fyrir þessu stóð hafði að engu varnaðarorð fatlaðra og annarra sem þjónustunni tengdust. Þegar maður hlustar ekki á einhvern er það vegna þess að maður telur að viðkomandi hafi ekkert að segja manni. Maður virðir ekki viðkomandi; maður telur sig vita betur. Fólkið sem stýrir Strætó virðist hafa talið það létt verk og löðurmannlegt að bæta á sig þessum flutningum; það vanmat hrapallega umfang verksins, virðist hreinlega ekki hafa haft fyrir því að setja sig inn í það áður en hafist var handa. Virðist ekki einu sinni hafa ómakað sig við að lesa skýrslur þar sem varað var við því sem seinna kom á daginn. Þetta sýnir ákveðið viðhorf til þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta – og þess úrlausnarefnis sem fyrir liggur. Engu er líkara en að forsvarsmenn Strætó hafi litið á þetta eingöngu sem tæknilegt úrlausnarefni fremur en þátt í umönnunarstörfum þar sem reynir á hæfni í mannlegum samskiptum við ólíkt fólk með ólíkar þarfir; fólk sem á það sameiginlegt að eiga vegna fötlunar erfitt með að fara ferða sinna en er að öðru leyti ýmislegt og alls konar. Þegar kvartanir tóku að berast frá notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra fötluðu einstaklinga sem ekki gátu tjáð sig sjálfir var eins og forsvarsmenn Strætó tækju þetta ekki fyllilega alvarlega, litu ekki á notendur þjónustunnar sem fullgilda borgara samfélagsins; það var eins og þeir ypptu öxlum og segðu með ögn pirruðu brosi: Við erum að ná tökum á þessu, þetta er allt að koma. Svona-svona. Kvartanirnar snerust um óstundvísi, viðmót, klunnaskap og kunnáttuleysi; farið var með fólk á ranga staði og það skilið eftir; fólk var ekki sótt; fólk var látið bíða; allir sem tjá sig virðast sammála um rándýrt og óskilvirkt tölvukerfi sem leysti af skilvirkt tölvukerfi; að sögn sérhannað til pakkaflutninga.Arfurinn Ráðdeildin var hins vegar öllu meiri þegar kom að sjálfum flutningunum: þá var verkið boðið út og svo fengið lægstbjóðanda. Undirverktakar undirverktaka. Slíkt kann að eiga við stundum, til dæmis þegar kemur að því að flytja pakka eða standa í einföldum verklegum framkvæmdum þar sem ekki reynir endilega á vandvirkni – en ekki í umönnunarstörfum þar sem jafnvel reynir á vissa sérhæfni. Lægstbjóðendur eiga aldrei að koma nærri þjónustu við lifandi manneskjur. Sé eitthvað sem við Íslendingar eigum að geta lært af sögunni er það þetta. Og það gildir um heilbrigðismál, menntamál, umönnunarstörf – og þrif á spítölum. Um aldir viðgekkst hér það fyrirkomulag að framfærsla á eignalausu og umkomulausu fólki – hreppsómögunum svonefndu – var boðin upp innan sveitarinnar og fengin þeim sem bauðst til að sjá fyrir viðkomandi fyrir lægstu upphæðina, sem svo var reidd fram úr sameiginlegum sjóðum. Ýmsar átakanlegar frásagnir eigum við af hlutskipti þeirra sem í þessu lentu og fengu fært í orð, þó að auðvitað séu líka til undantekningar í þessu eins og öðru, og gott fólk til á öllum tímum. En þetta var lægstbjóðandakerfi og ýtti undir vanrækslu og nísku. Því fylgdi viss sýn á það fólk sem stóð höllum fæti, var ekki „sjálfs sín“; og í íslensku bændasamfélagi voru þau reyndar æði mörg sem ekki fengu að njóta sín og gáfna sinna út af vistarbandi og öðrum aðferðum til að hamla því að hægt væri að flytja í þéttbýli og hefja þar nýtt líf. Þetta er líka arfur okkar Íslendinga; ekki bara víkingar sem stóðu í stafni og valkyrjur sem flugu um nætur í svanalíki að kjósa mönnum örlög. Ekki bara duglegir sjósóknarar sem höfðu ráð undir rifi hverju og sjálfstæðar og sterkar konur sem öllu stjórnuðu heima. Líka þetta. Og stundum er eins og eimi eftir af einhverjum hugsunarhætti þegar kemur að umönnun við aldna og sjúka. Við höfum fyrst og fremst falið einkaaðilum, sjálfseignarstofnunum, að annast um aldrað fólk og nú er Fréttablaðið farið að segja okkur sögur af því hvernig til tekst sums staðar í þeim efnum, og eru skelfilegar margar. Þær vitna um afleiðingar lægstbjóðandastefnunnar í mannúðarmálum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun