Fótbolti

Ráðning Hareide staðfest

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hareide á blaðamannafundinum í morgun.
Hareide á blaðamannafundinum í morgun. Vísir/Getty
Danska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Norðmaðurinn Åge Hareide verði næsti landsliðsþjálfari Dana en hann tekur við starfinu af Morten Olsen.

Olsen hætti í síðasta mánuði eftir fimmtán ára starf eftir að Dönum mistókst að komast í úrslitakeppni EM 2016.

Hareide kemur frá sænska liðinu Malmö sem missti meistaratitilinn í Norrköping í haust. Undir hans stjórn komst liðið þó í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en Malmö steinlá fyrir Real Madrid, 8-0, í fyrrakvöld.

Sjá einnig: Martröð fyrir Kára Árnason og félaga

Hareide tekur ekki við starfinu fyrr en 1. mars en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska sambandið, með þeim möguleika að framlengja hann um tvö ár til viðbótar.

Hann lék sjálfur lengi með norska landsliðinu og stýrði því frá 2003 til 2008. Hann hefur þjálfað félagslið í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×