Enski boltinn

Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn

Sindri Sverrisson skrifar
Manchester City er að fá Nicolás González frá Porto.
Manchester City er að fá Nicolás González frá Porto. Getty/Miguel Lemos

Félagaskiptaglugginn í evrópskum fótbolta lokast á miðnætti í kvöld, að minnsta kosti í öllum bestu deildunum, og Vísir fylgist með því helsta sem gerist í beinni textalýsingu.

Ensku úrvalsdeildarfélögin höfðu fyrir daginn í dag varið samtals tæplega 250 milljónum punda í leikmenn en enn gætu stór viðskipti átt sér stað áður en dagurinn er úti.

Arsenal, Liverpool og Chelsea eru á meðal stórliða sem ekki hafa keypt leikmann í glugganum hingað til, á meðan að Englandsmeistarar Manchester City hafa til að mynda fest kaup á þremur leikmönnum.

Verður Alejandro Garnacho áfram hjá Manchester United? Hvar endar Mathys Tel, sem orðaður hefur við nokkur stórlið? Hvað gerir Joao Felix?

Fylgst er með öllu því helsta sem gerist í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki þarf að ýta á F5 til að endurhlaða síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×