Fótbolti

Ragnar skoraði fyrir Krasnodar í Evrópudeildinni | Sjáið markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson kom Krasnodar í 1-0 á 26. mínútu á móti Qabala í leik liðanna í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Ragnar skoraði markið sitt með skalla út teignum eftir aukaspyrnu Mauricio Pereyra frá miðjum vellinum. Leikurinn fer fram í Bakú í Aserbaídsjan.

Þetta er fyrsta mark Ragnars í Evrópudeildinni á tímabilinu en hann hefur skorað eitt mark í rússnesku deildinni.

Krasnodar er komið áfram í 32 liða úrslitin en er í baráttunni við þýska liðið Borussia Dortmund um sigurinn í riðlinum.

Það er hægt að sjá mark Ragnars hér fyrir neðan en verið er að sýna leikinn beint á Stöð 2 Sport 3.

Ragnar skorar í Evrópudeildinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×