Fótbolti

Stöngin inn hjá Ragnari og Krasnodar vann riðilinn | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Vísir/Getty
Ragnar Sigurðsson kom Krasnodar-liðinu á bragðið í 3-0 sigri á Qabala í Aserbaídsjan í kvöld í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Sigurinn skilaði Krasnodar efsta sætinu í riðlinum en Borussia Dortmund tapaði sínum leik á sama tíma. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn.

Ragnar skoraði fyrsta mark leiksins á 36. mínútu þegar hann skallaði inn aukaspyrnu Mauricio Pereyra.

Ragnar náði föstu skalla í jörðina og svo í stöngina og inn en skallinn var óverjandi fyrir Andrey Popovic í marki Qabala.

Þetta var fyrsta og eina mark Ragnars í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á þessu tímabili en annað markið hans í öllum keppnum.

Umræddur Mauricio Pereyra skoraði annað markið á 40. mínútu og það var síðan Brasilíumaðurinn Wánderson sem innsiglaði sigurinn á 76. mínútu.

Ragnar Sigurðsson spilaði allar 90 mínúturnar í vörn Krasnodar. Ragnar var ekkert að fagna markinu sínu of mikið en það má sjá það í spilaranum hér fyrir ofan.

Krasnodar vann fjóra af sex leikjum sínum í riðlinum og kom til baka eftir tap á móti Borussia Dortmund í fyrstu umferðinni.

Þetta var í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum sem Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar-vörninni halda marki sínu hreinu í Evrópudeildinni.

Ragnar skorar í Evrópudeildinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×