Attar: Gunnar stendur frammi fyrir risatækifæri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2015 14:07 Laugardagskvöldið er risastórt fyrir umboðsmanninn Audie Attar enda á hann þrjá bardagamenn á aðalhluta kvöldsins. Tveir þeirra berjast um titil. Attar er umboðsmaður Gunnars Nelson (ásamt Haraldi Nelson), Conor McGregor og Chris Weidman. Svo eru fleiri strákar á hans snærum að keppa þessa vikuna í Las Vegas. „Ég er mjög spenntur fyrir hönd allra strákanna enda sjö að fara að keppa. Þetta er mikil vinna en það er mikill heiður að vera með þessum íþróttamönnum í liði,“ segir Attar en hann er sem fyrr mjög spenntur fyrir því að fylgast með Gunnari.Sjá einnig: Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Gunnar er ótrúlegur íþróttamaður og hann stendur frammi fyrir risatækifæri. Það eru margir að tala um þennan bardaga. Ég ber mikla virðingu fyrir Demian Maia en Gunni er af nýju kynslóðinni í íþróttinni. Ég mæli með því að fólk fái sér popp og bjór og njóti bardagans,“ segir Attar og glottir við. „Ef að Gunnar skilar sínu í þessum bardaga þá verður hann kominn í umræðuna um titilbardaga. Hann er að keppa við það góðan andstæðing.“Sjá einnig: Haraldur: Maia hefur aldrei verið betri en núna Gunnar hefur ekkert farið leynt með metnað sinn til þess að vinna heimsmeistarabeltið á næsta ári. Sér Attar það gerast? „Ef hann sýnir afburðaframmistöðu og vinnur flottan sigur þá er það ekkert vafamál að hann hefur efni á að vera með í umræðunni um beltið. Þetta er raunhæft markmið fyrir hann.“Sjá einnig: Gunnar mætir goðsögn í UFC-heiminum Eins og áður segir þá er Attar einnig umboðsmaður Írans Conor McGregor. Hvernig ætli sé að vera í miðjunni á þeim fellibyl? „Ég lít frekar á það sem fallega snjókomu á Íslandi. Maður verður að njóta þess. Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag með honum en við höfum verið með honum síðan í fyrsta bardaga hans í UFC. Það tala allir um hvað hann er góður að rífa kjaft og hann fær ekki nóg hrós fyrir vinnu sína í búrinu. Hann og Gunnar æfa eins og geðsjúklingar. Conor talar mikið en hann fylgir því líka eftir með góðum frammistöðum. Stendur undir stóru orðunum. Ég held að Conor munu rota Jose Aldo í annarri lotu." Viðtalið við Attar má sjá í heild sinni hér að ofan.Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365. MMA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
Laugardagskvöldið er risastórt fyrir umboðsmanninn Audie Attar enda á hann þrjá bardagamenn á aðalhluta kvöldsins. Tveir þeirra berjast um titil. Attar er umboðsmaður Gunnars Nelson (ásamt Haraldi Nelson), Conor McGregor og Chris Weidman. Svo eru fleiri strákar á hans snærum að keppa þessa vikuna í Las Vegas. „Ég er mjög spenntur fyrir hönd allra strákanna enda sjö að fara að keppa. Þetta er mikil vinna en það er mikill heiður að vera með þessum íþróttamönnum í liði,“ segir Attar en hann er sem fyrr mjög spenntur fyrir því að fylgast með Gunnari.Sjá einnig: Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Gunnar er ótrúlegur íþróttamaður og hann stendur frammi fyrir risatækifæri. Það eru margir að tala um þennan bardaga. Ég ber mikla virðingu fyrir Demian Maia en Gunni er af nýju kynslóðinni í íþróttinni. Ég mæli með því að fólk fái sér popp og bjór og njóti bardagans,“ segir Attar og glottir við. „Ef að Gunnar skilar sínu í þessum bardaga þá verður hann kominn í umræðuna um titilbardaga. Hann er að keppa við það góðan andstæðing.“Sjá einnig: Haraldur: Maia hefur aldrei verið betri en núna Gunnar hefur ekkert farið leynt með metnað sinn til þess að vinna heimsmeistarabeltið á næsta ári. Sér Attar það gerast? „Ef hann sýnir afburðaframmistöðu og vinnur flottan sigur þá er það ekkert vafamál að hann hefur efni á að vera með í umræðunni um beltið. Þetta er raunhæft markmið fyrir hann.“Sjá einnig: Gunnar mætir goðsögn í UFC-heiminum Eins og áður segir þá er Attar einnig umboðsmaður Írans Conor McGregor. Hvernig ætli sé að vera í miðjunni á þeim fellibyl? „Ég lít frekar á það sem fallega snjókomu á Íslandi. Maður verður að njóta þess. Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag með honum en við höfum verið með honum síðan í fyrsta bardaga hans í UFC. Það tala allir um hvað hann er góður að rífa kjaft og hann fær ekki nóg hrós fyrir vinnu sína í búrinu. Hann og Gunnar æfa eins og geðsjúklingar. Conor talar mikið en hann fylgir því líka eftir með góðum frammistöðum. Stendur undir stóru orðunum. Ég held að Conor munu rota Jose Aldo í annarri lotu." Viðtalið við Attar má sjá í heild sinni hér að ofan.Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365.
MMA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira