Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2015 23:45 Gunnar var hrikalega flottur á vigtinni í kvöld. vísir/getty Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. Þá fór vigtun fram fyrir UFC 194 og það er líklega búin að vera loftbrú frá Írlandi til Las Vegas í allan dag því fjöldi Íra margfaldaðist í dag og þeir gjörsamlega áttu húsið í kvöld er þeirra menn, Conor McGregor og Gunnar Nelson, stigu á vigtina. Gunnar Nelson þurfti að missa tæp þrjú kíló í dag og hefur verið í heitu baði og öðru slíku síðan í morgun. Gunnar náði vigtinni rétt eins og venjulega. Bæði hann og Maia voru 77 kg. Conor McGregor er þekktur fyrir að þurfa að missa mörg kíló og er oft ansi ófrýnilegur á þessum degi. Þjálfarinn hans, John Kavanagh, sagði á Twitter í dag að niðurskurðurinn hefði aldrei verið eins auðveldur og núna. Það gekk eftir og allt annað að sjá Conor en á síðustu vigtunum. Þegar kapparnir voru búnir að vigta sig þá þurftu þeir að horfast í augu í síðasta skipti þar til þeir mæta í búrið aðra nótt. Munaði minnstu að Conor og Jose Aldo hæfu bardaginn sinn í kvöld en Dana White, forseti UFC, náði að skilja þá að. Hægt er að horfa á alla vigtunina hér fyrir neðan. Gunnar Nelson kom á undan inn í salinn og hans vigtun hefst eftir 20 mínútur og 50 sekúndur í myndbandinu hér fyrir neðan. MMA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Sjá meira
Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. Þá fór vigtun fram fyrir UFC 194 og það er líklega búin að vera loftbrú frá Írlandi til Las Vegas í allan dag því fjöldi Íra margfaldaðist í dag og þeir gjörsamlega áttu húsið í kvöld er þeirra menn, Conor McGregor og Gunnar Nelson, stigu á vigtina. Gunnar Nelson þurfti að missa tæp þrjú kíló í dag og hefur verið í heitu baði og öðru slíku síðan í morgun. Gunnar náði vigtinni rétt eins og venjulega. Bæði hann og Maia voru 77 kg. Conor McGregor er þekktur fyrir að þurfa að missa mörg kíló og er oft ansi ófrýnilegur á þessum degi. Þjálfarinn hans, John Kavanagh, sagði á Twitter í dag að niðurskurðurinn hefði aldrei verið eins auðveldur og núna. Það gekk eftir og allt annað að sjá Conor en á síðustu vigtunum. Þegar kapparnir voru búnir að vigta sig þá þurftu þeir að horfast í augu í síðasta skipti þar til þeir mæta í búrið aðra nótt. Munaði minnstu að Conor og Jose Aldo hæfu bardaginn sinn í kvöld en Dana White, forseti UFC, náði að skilja þá að. Hægt er að horfa á alla vigtunina hér fyrir neðan. Gunnar Nelson kom á undan inn í salinn og hans vigtun hefst eftir 20 mínútur og 50 sekúndur í myndbandinu hér fyrir neðan.
MMA Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Sjá meira