Formúla 1

Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sergio Marchionne og Bernie Ecclestone ræða málin.
Sergio Marchionne og Bernie Ecclestone ræða málin. Vísir/Getty
Forseti Ferrari, Sergio Marchionne hefur sagt að hann íhugi að draga Ferrari úr keppni í Formúlu 1, verði að hugmyndum um einfaldari vél frá óháðum framleiðanda.

Bernie Ecclestone and Jean Todt, forseti FIA, vilja kynna til sögunnar vél sem notar enga raforku til að knýja bíla áfram. Hugmyndin er að láta óháðan aðila hanna ódýrari og einfaldari vél en V6 tvinnvélarnar sem allir bílar notast við núna.

Tillagan var felld í kosningu nýlega. Ecclestone segir þó að hún gæti enn orðið að veruleika árið 2018. Upprunalega stóð til að vélarnar yrðu fyrst notaðar árið 2017.

Ferrari myndi íhuga alvarlega að hætta þátttöku í Formúlu 1 ef slíkar vélar verða teknar í notkun, samkvæmt Marchionne.

„Ferrari myndi finna aðrar leiðir til að sýna getu sína í að keppa og vinna,“ sagði Marchionne í samtali við Motorsport á árlegum jólaviðburði Ferrari í höfuðstöðvum liðsins í Maranello.

„Það væri glatað, en Ferrari getur ekki látið knésetja sig út í horni andmælalaust,“ bætti Marchionne við.

„Vandamálið felst í því að með því að reyna að búa til ódýrari vél fyrir minni liðið, erum við að takmarka þau lið sem geta staðið undir framförum. Sem er ástæðan fyrir því að við viljum stunda kappakstur. Við mætum á brautirnar til að sanna getu okkar fyrir okkur og öllum öðrum. Ef við hættum að geta það, þá hefur Ferrari ekekrt að gera í kappakstrinum,“ hélt Marchionne áfram.

„Ég skil mjög vel erfiðleikana sem litlu liðin eru að glíma við, það er vandamál sem FOM (skipuleggjandi F1) verður að leysa, það er ekki hlutverk Ferrari,“ sagði Marchionne að lokum.


Tengdar fréttir

Red Bull notar Tag Heuer vél

Red Bull liðið mun nota Renault vél á næsta ári sem merkt verður úraframleiðandanum Tag Heuer.

Ecclestone treystir á að Vettel endi einokun Mercedes

Bernie Ecclestone, einráður í Formúlu 1 treystir á að Sebastian Vettel verði heimsmeistari ökumanna árið 2016 með Ferrari. Ecclestone vill sjá einhvern binda enda á drottnun Mercedes sem hann telur ekki góða fyrir íþróttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×