Erlent

Kínverjar æfir út í Bandaríkin vegna B-52 flugvélar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kínverjar hafa ráðist í miklar framkvæmdir á S-Kínahafi til að styrkja tilkall sitt til hafsins.
Kínverjar hafa ráðist í miklar framkvæmdir á S-Kínahafi til að styrkja tilkall sitt til hafsins. Vísir/Getty
Kínversk yfirvöld eru æf út í bandarísk yfirvöld eftir að B-52 flugvélar bandaríska hersins flugu í nágrenni Spratly-eyja á hinu umdeilda Suður-Kínahafi.

Í yfirlýsingu frá kínverska varnarmálaráðuneytinu eru bandarírsk hernaðaryfirvöld sökuð um að hafa viljandi aukið á þá spennu sem þegar ríkir yfir Suður-Kína hafi en Kína og nágrannaríki hafa deilt hart undanfarin ár um yfirráð yfir hafinu. Jafnframt var tekið fram að flug bandarísku vélarinn væri alvarleg hernaðarleg ógnun við Kína.

Sjá einnig: Spenna á Suður-Kínahafi

Atvikið átti sér stað 10. desember en tvær B-52 flugvélar bandaríska hersins voru í æfingarferð þegar ein þeirra á að hafa, óvart að sögn bandarískra hernaðaryfirvalda, flogið töluvert nærri einni af þeirri eyju sem telst til Spratly-eyja.

Kína gerir tilkall til yfirráða yfir stærstum hluta Suður-Kínahafsins sem talið er vera ríkt af náttúrulegum auðlindum auk þess sem að mikil umferð skipa er um hafið. Kínversk yfirvöld hafa hingað til alfarið hafnað kröfum Víetnam, Filippseyja, Brúnei, Malasíu og Taívan sem öll gera tilkall til síns hluta af hafinu.

Sjá einnig: Kína hrellir nágrannaríkin

Bandaríkin hafa hvatt deiluaðila til að komast að sameiginlegri niðurstöðu í þessari deilu. Jafnframt hafa yfirvöld í Bandaríkjunum gefið út að Kyrrahafsfloti bandaríska hersins muni vernda skipaleiðir sem eru mikilvægar bandarískum viðskiptahagsmunum við Suðaustur Asíu og Mið-Austurlönd og liggja um Suður-Kínahaf.

Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins lét þó hafa eftir sér að flug B-52 vélarinnar svo nærri eyjunni hafi ekki verið í krafti þeirrar stefnu Bandaríkjanna. Líklega hafi þetta hún villst örlítið hafi leið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×