Lögreglan rannsaki hatursummæli Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Samtökin '78 kærðu ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna frá 27. apríl í vor. vísir/GVA „Ákvarðanir lögreglustjóra hafa verið felldar úr gildi í öllum málunum og lögreglustjóra gert að taka málin til rannsóknar,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Samtökin '78 kærðu ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna frá 27. apríl í vor. Þeir átta einstaklingar sem voru kærðir til embættisins töldu samtökin hafa kynt undir orðræðu sem vó gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. „Þetta hefur mikla þýðingu, en með afstöðu sinni hefur ríkissaksóknari tekið undir það sjónarmið að það sé nauðsynlegt að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá DIKA lögmönnum, sem farið hefur með kærumálin fyrir hönd Samtakanna '78. „Ummælin eru sérstaklega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks.“ Björg segir enn fremur mikilvægt að dómstólar eigi síðasta orðið um það hvernig skuli fara með meint brot af þessum toga. „Nú er mælst til þess af hálfu ríkissaksóknara að teknar verði skýrslur af öllum kærðu og við bíðum þess að málinu vindi áfram.“Auður Magndís AuðardóttirVísir/ErnirAuður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastýra Samtakanna '78, segist fegin niðurstöðunni. „Okkur var mjög brugðið þegar lögregla vísaði kærunum frá án nokkurrar rannsóknar enda um sérstaklega gróf ummæli að ræða. Við erum afskaplega ánægð með þessa ákvörðun ríkissaksaksóknara, við sjáum það í rökstuðningi að þar er tekið undir okkar sjónarmið að fullu.“ Ákærusviðið undir stjórn Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjóra og saksóknara við embættið, tók ákvörðun um að vísa kærum Samtakanna '78 frá. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segist ekki geta tjáð sig efnislega um málið. „Það er rétt að fram komi að frá áramótum verður lögð sérstök áhersla á að sporna við hatursglæpum,“ segir hún en Fréttablaðið greindi frá því nýverið að til stæði að setja mannskap í að sporna við glæpum sem þessum í embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í röksemdafærslu sinni vísar ríkissaksóknari í ákvæði um vernd tjáningarfrelsisins í stjórnaskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þar greini að takmarkanir á tjáningarfrelsinu séu heimilar, enda sé mælt fyrir slíkum takmörkunum í lögum og þær nauðsynlegar í lýðræðislegu þjóðfélagi. Frelsinu verði að vera hægt að setja skorður vegna tillits til hagsmuna annarra einstaklinga. Þá vísar ríkissaksóknari í almenn hegningarlög og minnir á að það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að hæðast opinberlega að, rógbera, smána eða ógna manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar eða breiða slíkt út. Kærð hatursummæli voru birt í Fréttablaðinu og á visir.is 7. október. Við vefleit kemur í ljós að hluti þeirra féll á lokaða vefsvæðinu Barnaskjóli á Facebook sem hét áður Verndum börnin. Ríkissaksóknari bendir á að einnig geti verið refsiverð tilvik þar sem ólögmætri tjáningu er komið á framfæri við hóp manna á lokuðu vefsvæði en hluti ummælanna sem voru kærð féll á slíkum vefsvæðum. Þá féllu kærð ummæli í útvarpsþætti á Útvarpi Sögu í kjölfar tillögu fulltrúa Samfylkingar við bæjarstjórn um að fara ætti í átak í eflingu hinsegin fræðslu og ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar og leita skyldi til Samtakanna '78 um fræðsluna. Þann 17. apríl stóð Útvarp Saga fyrir könnun á vefsíðu sinni sem bar yfirskriftina: Á að kenna hinsegin fræðslu í grunnskólum? Í kjölfarið ræddi þáttarstjórnandinn Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu við hlustendur um málefnið. *Rangt var haft eftir Huldu Elsu Björgvinsdóttur í grein Fréttablaðsins í dag. Ummæli Huldu voru: „Ákvarðanir lögreglustjóra hafa verið felldar úr gildi í öllum málunum og lögreglustjóra gert að taka málin til rannsóknar“ en ekki „Ákvarðanir lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli hafa verið felldar úr gildi í öllum málunum og lögreglustjóra gert að taka málin til rannsóknar.“ Hulda Elsa sagði ekki um ummælin að þau væru haturssumæli. Hulda Elsa er beðin afsökunar á þessu.* Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
„Ákvarðanir lögreglustjóra hafa verið felldar úr gildi í öllum málunum og lögreglustjóra gert að taka málin til rannsóknar,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Samtökin '78 kærðu ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna frá 27. apríl í vor. Þeir átta einstaklingar sem voru kærðir til embættisins töldu samtökin hafa kynt undir orðræðu sem vó gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. „Þetta hefur mikla þýðingu, en með afstöðu sinni hefur ríkissaksóknari tekið undir það sjónarmið að það sé nauðsynlegt að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá DIKA lögmönnum, sem farið hefur með kærumálin fyrir hönd Samtakanna '78. „Ummælin eru sérstaklega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks.“ Björg segir enn fremur mikilvægt að dómstólar eigi síðasta orðið um það hvernig skuli fara með meint brot af þessum toga. „Nú er mælst til þess af hálfu ríkissaksóknara að teknar verði skýrslur af öllum kærðu og við bíðum þess að málinu vindi áfram.“Auður Magndís AuðardóttirVísir/ErnirAuður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastýra Samtakanna '78, segist fegin niðurstöðunni. „Okkur var mjög brugðið þegar lögregla vísaði kærunum frá án nokkurrar rannsóknar enda um sérstaklega gróf ummæli að ræða. Við erum afskaplega ánægð með þessa ákvörðun ríkissaksaksóknara, við sjáum það í rökstuðningi að þar er tekið undir okkar sjónarmið að fullu.“ Ákærusviðið undir stjórn Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjóra og saksóknara við embættið, tók ákvörðun um að vísa kærum Samtakanna '78 frá. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segist ekki geta tjáð sig efnislega um málið. „Það er rétt að fram komi að frá áramótum verður lögð sérstök áhersla á að sporna við hatursglæpum,“ segir hún en Fréttablaðið greindi frá því nýverið að til stæði að setja mannskap í að sporna við glæpum sem þessum í embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í röksemdafærslu sinni vísar ríkissaksóknari í ákvæði um vernd tjáningarfrelsisins í stjórnaskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þar greini að takmarkanir á tjáningarfrelsinu séu heimilar, enda sé mælt fyrir slíkum takmörkunum í lögum og þær nauðsynlegar í lýðræðislegu þjóðfélagi. Frelsinu verði að vera hægt að setja skorður vegna tillits til hagsmuna annarra einstaklinga. Þá vísar ríkissaksóknari í almenn hegningarlög og minnir á að það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að hæðast opinberlega að, rógbera, smána eða ógna manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar eða breiða slíkt út. Kærð hatursummæli voru birt í Fréttablaðinu og á visir.is 7. október. Við vefleit kemur í ljós að hluti þeirra féll á lokaða vefsvæðinu Barnaskjóli á Facebook sem hét áður Verndum börnin. Ríkissaksóknari bendir á að einnig geti verið refsiverð tilvik þar sem ólögmætri tjáningu er komið á framfæri við hóp manna á lokuðu vefsvæði en hluti ummælanna sem voru kærð féll á slíkum vefsvæðum. Þá féllu kærð ummæli í útvarpsþætti á Útvarpi Sögu í kjölfar tillögu fulltrúa Samfylkingar við bæjarstjórn um að fara ætti í átak í eflingu hinsegin fræðslu og ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar og leita skyldi til Samtakanna '78 um fræðsluna. Þann 17. apríl stóð Útvarp Saga fyrir könnun á vefsíðu sinni sem bar yfirskriftina: Á að kenna hinsegin fræðslu í grunnskólum? Í kjölfarið ræddi þáttarstjórnandinn Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu við hlustendur um málefnið. *Rangt var haft eftir Huldu Elsu Björgvinsdóttur í grein Fréttablaðsins í dag. Ummæli Huldu voru: „Ákvarðanir lögreglustjóra hafa verið felldar úr gildi í öllum málunum og lögreglustjóra gert að taka málin til rannsóknar“ en ekki „Ákvarðanir lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli hafa verið felldar úr gildi í öllum málunum og lögreglustjóra gert að taka málin til rannsóknar.“ Hulda Elsa sagði ekki um ummælin að þau væru haturssumæli. Hulda Elsa er beðin afsökunar á þessu.*
Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira