Fótbolti

Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benzema fagnar í leik með franska landsliðinu.
Benzema fagnar í leik með franska landsliðinu.

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, sleppti því að velja þá Karim Benzema og Mathieu Valbuena í franska landsliðið vegna æfingaleikja sem eru fram undan.



Deschamps segir að Valbuena sé ekki í andlegu ástandi til þess að spila vegna hans mála. Þegar er búið að handtaka Djibril Cisse og Karim Benzema vegna gruns um að þeir standi í því að fjárkúga Valbuena út af kynlífsmyndbandi sem þeir eiga af honum.



Benzema var handtekinn vegna málsins en var síðar sleppt. Hann heldur fram sakleysi sínu. Hann má ekki hafa samband við neinn sem tengist málinu.



Þetta er í fyrsta sinn sem Valbuena er ekki valinn í landsliðið síðan Deschamps tók við því eftir EM 2012.



Franski hópurinn sem spilar gegn Þýskalandi og Englandi.



Markverðir:

Costil (Rennes), Lloris (Tottenham), Mandanda (Marseille)



Varnarmenn:

Digne (Roma), Evra (Juventus), Jallet (Lyon), Koscielny (Arsenal), Mangala (Manchester City), Sagna (Manchester City), Sakho (Liverpool), Varane (Real Madrid)



Miðjumenn:

Cabaye (Crystal Palace), Diarra (Marseille), Matuidi (Paris St Germain), Pogba (Juventus), Schneiderlin (Manchester United), Sissoko (Newcastle), Ben Arfa (Nice)



Framherjar:

Coman (Bayern Munich), Griezmann (Atletico Madrid), Martial (Manchester United), Gignac (Tigres), Giroud (Arsenal).


Tengdar fréttir

Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar

Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×